Allir á tánum vegna risaborðspils Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2017 10:30 Hópurinn hittist síðastliðið sunnudagskvöld til að ljúka spilinu þar sem spennan var orðin óbærileg. vísir/ernir Undanfarnar fjórar vikur hafa vinnufélagar hjá Novomatic Lottery Solutions í Kópavogi nýtt hádegishléin til þess að spila borðspilið Mega Civ. Spilið hefur haft talsverð áhrif á andann á vinnustaðnum. „Reglan er sú að við förum snemma í mat, setjumst yfir spilið, stillum vekjaraklukku og spilum þar til hún hringir. Þá standa allir upp og fara aftur að vinna,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson. Mega Civ kom út árið 2015 og byggir á grunni Civilization-spila, sem síðar urðu að tölvuleikjum, nema spilið er allt miklu miklu stærra. Spilið er fyrir fimm til átján leikmenn og er gert ráð fyrir því að hvert spil taki minnst um tólf klukkustundir. Pantað að utan kostar spilið um 40 þúsund krónur komið til landsins. „Það eru átta þjóðir sem spila hjá okkur en síðan eru þrír varamenn sem hlaupa inn í spilið ef svo óheppilega vill til að fundur hitti á matarhléið,“ segir Rúnar Þór. Hópurinn við borðið.vísir/ernir Áður en hafist var handa við að spila þekktust ekki allir leikmenn innbyrðis. Sumir voru svo að kalla nýbyrjaðir að vinna hjá fyrirtækinu og segja að leikurinn hafi verið fyrirtaksleið til að kynnast vinnufélögunum. Líkt og þeir sem hafa spilað Civilization vita snýst leikurinn um að byggja upp veldi með því að reisa borgir og þróa þær. Maður getur þó ekki gert það einn síns liðs því maður verður alltaf að vera á varðbergi fyrir mögulegum árásum annarra leikmanna sem horfa öfundaraugum á heimsveldi þitt. „Við höfum gert bandalög til varnar og viðskipta og venjulega eru slík bandalög í mesta lagi til einnar eða tveggja umferða. Nú hafa handsöluð bandalög hins vegar haldist allt spilið,“ segir Rúnar. „Í vinnunni er maður alltaf tortrygginn. Það eru margar hópspjallrásir í gangi fyrir hvert og eitt bandalag og það er mjög óþægilegt að ganga fram hjá tölvuskjá hjá einhverjum og sjá að hann er í hópspjalli sem þú ert ekki í sjálfur. Þetta hefur breytt vinnudeginum svolítið. Öll samtöl hafa einhvern undirliggjandi tón sem tengist spilinu,“ segir Rúnar. „En þetta hefur orðið til að bæta andann. Við munum klárlega spila þetta aftur með svipuðum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Undanfarnar fjórar vikur hafa vinnufélagar hjá Novomatic Lottery Solutions í Kópavogi nýtt hádegishléin til þess að spila borðspilið Mega Civ. Spilið hefur haft talsverð áhrif á andann á vinnustaðnum. „Reglan er sú að við förum snemma í mat, setjumst yfir spilið, stillum vekjaraklukku og spilum þar til hún hringir. Þá standa allir upp og fara aftur að vinna,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson. Mega Civ kom út árið 2015 og byggir á grunni Civilization-spila, sem síðar urðu að tölvuleikjum, nema spilið er allt miklu miklu stærra. Spilið er fyrir fimm til átján leikmenn og er gert ráð fyrir því að hvert spil taki minnst um tólf klukkustundir. Pantað að utan kostar spilið um 40 þúsund krónur komið til landsins. „Það eru átta þjóðir sem spila hjá okkur en síðan eru þrír varamenn sem hlaupa inn í spilið ef svo óheppilega vill til að fundur hitti á matarhléið,“ segir Rúnar Þór. Hópurinn við borðið.vísir/ernir Áður en hafist var handa við að spila þekktust ekki allir leikmenn innbyrðis. Sumir voru svo að kalla nýbyrjaðir að vinna hjá fyrirtækinu og segja að leikurinn hafi verið fyrirtaksleið til að kynnast vinnufélögunum. Líkt og þeir sem hafa spilað Civilization vita snýst leikurinn um að byggja upp veldi með því að reisa borgir og þróa þær. Maður getur þó ekki gert það einn síns liðs því maður verður alltaf að vera á varðbergi fyrir mögulegum árásum annarra leikmanna sem horfa öfundaraugum á heimsveldi þitt. „Við höfum gert bandalög til varnar og viðskipta og venjulega eru slík bandalög í mesta lagi til einnar eða tveggja umferða. Nú hafa handsöluð bandalög hins vegar haldist allt spilið,“ segir Rúnar. „Í vinnunni er maður alltaf tortrygginn. Það eru margar hópspjallrásir í gangi fyrir hvert og eitt bandalag og það er mjög óþægilegt að ganga fram hjá tölvuskjá hjá einhverjum og sjá að hann er í hópspjalli sem þú ert ekki í sjálfur. Þetta hefur breytt vinnudeginum svolítið. Öll samtöl hafa einhvern undirliggjandi tón sem tengist spilinu,“ segir Rúnar. „En þetta hefur orðið til að bæta andann. Við munum klárlega spila þetta aftur með svipuðum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“