Lífið

Svala gengur stolt frá borði: „Ég sé ekki eftir neinu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svala stóð sig vel í kvöld.
Svala stóð sig vel í kvöld. vísir/benedikt bóas
„Ég hélt að ég myndi vera miklu leiðari en ég er bara svo glöð yfir að hafa tekið þátt í þessu og þetta var svo mögnuð reynsla,“ segir Svala Björgvinsdóttir eftir að hafa fallið úr leik í forkeppni Eurovision úti í Kænugarði í kvöld.

„Þetta var algjört ævintýri og ég er búin að kynnast svo rosalega mikið af fólki, eins og lagahöfundar og pródúsentar allstaðar að úr heiminum. Það eru hurðir strax farnar að opnast fyrir mig sem lagahöfund og ég er mjög sátt og geng sátt frá borði. Ég sé ekki eftir neinu.“

Svala segir að það hafi verið mögnuð lífsreynsla að syngja fyrir margar milljónir.

„Auðvitað langaði mig að komast í lokakeppnina og það eru átta lönd sem komust ekki sem ég þekki sum alveg ágætlega. Eina sem ég get gert er að ganga stolt frá borði.“

Hún segir að allir í tengslum við atriðið hafi gert sitt allra besta.

„Svo velur bara fólk það sem það fílar og það er bara þannig. Það gekk allt upp í kvöld og mér leið ógeðslega vel á sviðinu og það var æðisleg orka í salnum og mér leið bara rosalega vel. Þetta lag er búið að snerta svo marga um allan heim og ég fæ til að mynda ótal mörg skilaboð á Instagram á hverjum einasta degi þar sem fólk er að segja mér að það elskar lagið og það er að snerta það á einhvern hátt. 

Viðtalið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.