Tíunda kynslóð Honda Civic mætt Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2017 09:23 Tíunda kynslóð Honda Civic. Tíunda kynslóð Honda Civic var frumsýnd hjá Honda umboðinu í Vatnagörðum um helgina. Honda Civic hefur löngum verið þekktur sem kraftmesti bíllinn í sínum flokki og nýjasta útgáfan sem verður frumsýnd var á laugardaginn heldur í þá hefð og gott betur. Allar umsagnir og úttektir erlendis eru á sama veg, hér er á ferðinni einn öflugasti bíll sinnar tegundar sem fram hefur komið í langan tíma og verður enginn aðdáandi Honda Civic svikinn af þessum frábæra bíl. Í kjölfar bílasýningarinnar í Genf setti sportútgáfan Honda Civic Type R, brautarmet á Nürburgring-brautinni í flokki framhjóladrifinna bíla þegar hann fór hringinn á 7 mínútum og 43,8 sekúndum. Áætlað er að sú útgáfa komi á götuna seinni part sumars. Honda Civic endurspeglar sköpunargáfu hönnuða og verkfræðinga Honda auk þeirrar fullkomnunar í tækni sem þeir hafa sífellt að leiðarljósi. Þrátt fyrir kraftinn er Civic sparneytinn bíll þar sem hægt er að velja á milli tveggja VTEC turbo Earth Dream véla, 129 hestafla eða 182 hestafla. Bíllinn er léttur í akstri, einstaklega rúmgóður með sérstaklega rausnarlegt fótapláss. Að auki virðist sem skottið nánast stækki í takt við fjölda farþega, en Honda hefur lagt mikinn metnað í að hafa farangursrými Civic rúmgóð og aðgengileg. Civic hefur komið gríðarlega vel út úr öryggisprófunum og hlaut til að mynda fimm stjörnur í alhliða prófunum NHTSA (National Highway Traffic Safety Administration). Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent
Tíunda kynslóð Honda Civic var frumsýnd hjá Honda umboðinu í Vatnagörðum um helgina. Honda Civic hefur löngum verið þekktur sem kraftmesti bíllinn í sínum flokki og nýjasta útgáfan sem verður frumsýnd var á laugardaginn heldur í þá hefð og gott betur. Allar umsagnir og úttektir erlendis eru á sama veg, hér er á ferðinni einn öflugasti bíll sinnar tegundar sem fram hefur komið í langan tíma og verður enginn aðdáandi Honda Civic svikinn af þessum frábæra bíl. Í kjölfar bílasýningarinnar í Genf setti sportútgáfan Honda Civic Type R, brautarmet á Nürburgring-brautinni í flokki framhjóladrifinna bíla þegar hann fór hringinn á 7 mínútum og 43,8 sekúndum. Áætlað er að sú útgáfa komi á götuna seinni part sumars. Honda Civic endurspeglar sköpunargáfu hönnuða og verkfræðinga Honda auk þeirrar fullkomnunar í tækni sem þeir hafa sífellt að leiðarljósi. Þrátt fyrir kraftinn er Civic sparneytinn bíll þar sem hægt er að velja á milli tveggja VTEC turbo Earth Dream véla, 129 hestafla eða 182 hestafla. Bíllinn er léttur í akstri, einstaklega rúmgóður með sérstaklega rausnarlegt fótapláss. Að auki virðist sem skottið nánast stækki í takt við fjölda farþega, en Honda hefur lagt mikinn metnað í að hafa farangursrými Civic rúmgóð og aðgengileg. Civic hefur komið gríðarlega vel út úr öryggisprófunum og hlaut til að mynda fimm stjörnur í alhliða prófunum NHTSA (National Highway Traffic Safety Administration).
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent