Táraflóð og standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2017 15:45 Frábær stemning í Háskólabíói í gærkvöldi. vísir/eyþór Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöld og það fyrir framan troðfullan sal. Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Það er óhætt að segja að bíógestir hafi verið hrifnir af myndinni en þegar henni var lokið stóð allur salurinn upp og klappaði lengi vel. Leikarar og alls starfsfólk í kringum myndina hneigðu sig uppi á sviði eftir sýningu og fengu aðalleikarar myndarinnar, þeir Baldur Einarsson og Blær Hinriksson sem fara hreinlega á kostum í kvikmyndinni. Fólk mætti í Vesturbæinn með bros á vör en undir lok Hjartasteins grétu bíógestir og mátti heyra tilfinningaþrunginn viðbrögð um allan sal. Eyþór Árnason, ljósmyndari 365, var mættur á svæðið fyrir sýningu og má sjá ljósmyndir hans hér að ofan. Hér að neðan má hlusta á skemmtilegt viðtal við aðalleikara kvikmyndarinnar sem tekið var í þættinum Í bítið í morgun. Einnig má sjá viðbrögðin í Háskólabíói í gær. Ingvar E. var mættur ásamt æskuvini sínum.Saga Sigurðardóttir og Sóllilja BaltasarsdóttirAndri Snær Magnason lét sig ekki vanta.Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pjé mætti á sýninguna ásamt kærustunni sinni og vini.Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar er hér til hægri og Jónína Þórdís Karlsdóttir, leikkona er til vinstri.Nanna Kristín Magnúsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir fara með stór hlutverk í kvikmyndinni. Drengurinn í miðjunni leikur einnig í Hjartasteini og heitir hann Daniel Hans Erlendsson.Þessi ungmenni mættu og virtust skemmta sér vel. Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöld og það fyrir framan troðfullan sal. Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Það er óhætt að segja að bíógestir hafi verið hrifnir af myndinni en þegar henni var lokið stóð allur salurinn upp og klappaði lengi vel. Leikarar og alls starfsfólk í kringum myndina hneigðu sig uppi á sviði eftir sýningu og fengu aðalleikarar myndarinnar, þeir Baldur Einarsson og Blær Hinriksson sem fara hreinlega á kostum í kvikmyndinni. Fólk mætti í Vesturbæinn með bros á vör en undir lok Hjartasteins grétu bíógestir og mátti heyra tilfinningaþrunginn viðbrögð um allan sal. Eyþór Árnason, ljósmyndari 365, var mættur á svæðið fyrir sýningu og má sjá ljósmyndir hans hér að ofan. Hér að neðan má hlusta á skemmtilegt viðtal við aðalleikara kvikmyndarinnar sem tekið var í þættinum Í bítið í morgun. Einnig má sjá viðbrögðin í Háskólabíói í gær. Ingvar E. var mættur ásamt æskuvini sínum.Saga Sigurðardóttir og Sóllilja BaltasarsdóttirAndri Snær Magnason lét sig ekki vanta.Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pjé mætti á sýninguna ásamt kærustunni sinni og vini.Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar er hér til hægri og Jónína Þórdís Karlsdóttir, leikkona er til vinstri.Nanna Kristín Magnúsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir fara með stór hlutverk í kvikmyndinni. Drengurinn í miðjunni leikur einnig í Hjartasteini og heitir hann Daniel Hans Erlendsson.Þessi ungmenni mættu og virtust skemmta sér vel.
Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira