Listrænn stjórnandi myndabandsins er enginn annar en yfirhönnuður Gucci, Alessandro Michele, en það tók tískuhúsið alls 870 klukkustundir að búa til kjólinn sem er sannkallað meistaraverk. Í morgun setti tískuhúsið í loftið myndband þar sem hægt að sjá brot af bakvið tjöldin hvernig kjólinn varð til. Þvílíkt listaverk!
Við hlökkum til að sjá myndbandið sjálft en þangað til skoðum við þetta hér - aftur og aftur - og hlustum á lagið sem hægt er að hlusta á Spotify hér.
