Mayweather: Conor er mjög óheiðarlegur boxari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2017 23:15 Hinn fertugi Mayweather virkar í mjög góðu formi. vísir/getty Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. Conor fór tólf lotur með fyrrum meistaranum Paulie Malignaggi og Dana White, forseti UFC, setti á netið klippu þar sem Conor slær hann niður. Malignaggi vill þó ekki viðurkenna að hann hafi verið sleginn niður. „Hvort hann var sleginn niður eða ekki skiptir í raun ekki máli. Það sem er neyðarlegt er að ungur íþróttamaður eins og Conor skuli hafa farið tólf lotur með manni sem er hættur og í engu formi,“ sagði Mayweather. Fleiri klippur hafa komið á netið úr bardaganum og þar finnst Mayweather áhugaverðast hversu óheiðarlega Conor berst. Tvö stig voru víst dregin af Conor í æfingabardaganum gegn Malignaggi sem var alls engin vinabardagi. „Það var mjög áhugavert að sjá þetta. Það var mikið af ólöglegum höggum í hnakkann og svo glíma. Þetta var ekki fallegt en ég treysti því að dómarinn sjái til þess að bardaginn verði heiðarlegur því Conor berst mjög óheiðarlega.“ Mayweather er þekktur varnarboxari og margir búast við því að Conor verði því að elta hann og nái lítið að snerta Bandaríkjamanninn. Mayweather hefur þó lofað því að mæta Conor sem kæmi verulega á óvart. „Ég skulda aðdáendum mínum það. Ég mun vaða beint í Conor. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði á einhverjum flótta.“Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15 Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02 Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00 Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30 Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. Conor fór tólf lotur með fyrrum meistaranum Paulie Malignaggi og Dana White, forseti UFC, setti á netið klippu þar sem Conor slær hann niður. Malignaggi vill þó ekki viðurkenna að hann hafi verið sleginn niður. „Hvort hann var sleginn niður eða ekki skiptir í raun ekki máli. Það sem er neyðarlegt er að ungur íþróttamaður eins og Conor skuli hafa farið tólf lotur með manni sem er hættur og í engu formi,“ sagði Mayweather. Fleiri klippur hafa komið á netið úr bardaganum og þar finnst Mayweather áhugaverðast hversu óheiðarlega Conor berst. Tvö stig voru víst dregin af Conor í æfingabardaganum gegn Malignaggi sem var alls engin vinabardagi. „Það var mjög áhugavert að sjá þetta. Það var mikið af ólöglegum höggum í hnakkann og svo glíma. Þetta var ekki fallegt en ég treysti því að dómarinn sjái til þess að bardaginn verði heiðarlegur því Conor berst mjög óheiðarlega.“ Mayweather er þekktur varnarboxari og margir búast við því að Conor verði því að elta hann og nái lítið að snerta Bandaríkjamanninn. Mayweather hefur þó lofað því að mæta Conor sem kæmi verulega á óvart. „Ég skulda aðdáendum mínum það. Ég mun vaða beint í Conor. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði á einhverjum flótta.“Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15 Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02 Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00 Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30 Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15
Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02
Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00
Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30
Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00