Telja að Overwatch geti orðið stærri en enska úrvalsdeildin Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2017 11:30 Forsvarsmenn Activision Blizzard telja að á endanum verði smíðaðir sérstakir leikvangar fyrir Overwatch liðin þar sem áhorfendur geta fylgst með viðureignum. Viðureignir verða einnig aðgengilegar á internetinu. Vísir Activision Blizzard (AB), eigendur leiksins Overwatch, telja að hann geti orðið stærri en enska úrvalsdeildin. Fyrirtækið tilkynnti í gær eigendur sjö nýrra líða í leiknum fyrir fyrstu deild Overwatch. Nokkrir af eigendunum hafa gert það gott í hefðbundnum íþróttum en verðið fyrir lið í Overwatch deildinni er ekki lítið.Samkvæmt heimildum BBC kostar hvert lið um 20 milljónir dala, sem samsvarar rúmum tveimur milljörðum króna. Á meðal eigenda eru Robert Kraft, eigandi New England Patriots, og Jeff Wilpon, eigandi New York Mets. Listann og tilkynningu Activision Blizzard má sjá hér. Lið deildarinnar munu vera staðsett í stórum borgum um allan heim og mun það vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert í íþróttum. Overwatch er gífurlega vinsæll leikur, en rúmlega 30 milljónir manna spila Overwatch, samkvæmt tilkynningunni. Forsvarsmenn Activision Blizzard telja að á endanum verði smíðaðir sérstakir leikvangar fyrir Overwatch liðin þar sem áhorfendur geta fylgst með viðureignum. Viðureignir verða einnig aðgengilegar á internetinu.Vonir Activision Blizzard „kjaftæði“ Samkvæmt BBC er þó ekki víst að deildin muni ganga eins vel og AB vonast til. ESPN sagði frá því í maí að fjárfestar væru hikandi vegna mikils kostnaðar og þess hve stóran hluta af kökunni AB ætlar að taka til sín. Þá stendur einnig til að opna svipaða deild í kringum Call of Duty leikina. Einn sérfræðingur sem BBC ræddi við segir það „kjaftæði“ að Overwatch deildin muni nálgast hefðbundnar íþróttadeildir í tekjum. Hann segir ólíklegt að fjárfestar muni hagnast á því að kaupa lið í deildinni. Leikjavísir Tengdar fréttir Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í Overwatch Einherjar og Team Hafficool munu keppa um að verða landslið Íslands. 4. febrúar 2017 11:30 50 lið keppa um 1,4 milljónir í Overwatch Keppt verður á netinu en úrslitin fara fram þann 4. febrúar á UTmessunni. 20. janúar 2017 15:00 Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch Sigruðu Team Hafficool í æsispennandi úrslitaviðureign sem fór fram í Kaldalóni í Hörpu á UT-Messunni í dag. 4. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Activision Blizzard (AB), eigendur leiksins Overwatch, telja að hann geti orðið stærri en enska úrvalsdeildin. Fyrirtækið tilkynnti í gær eigendur sjö nýrra líða í leiknum fyrir fyrstu deild Overwatch. Nokkrir af eigendunum hafa gert það gott í hefðbundnum íþróttum en verðið fyrir lið í Overwatch deildinni er ekki lítið.Samkvæmt heimildum BBC kostar hvert lið um 20 milljónir dala, sem samsvarar rúmum tveimur milljörðum króna. Á meðal eigenda eru Robert Kraft, eigandi New England Patriots, og Jeff Wilpon, eigandi New York Mets. Listann og tilkynningu Activision Blizzard má sjá hér. Lið deildarinnar munu vera staðsett í stórum borgum um allan heim og mun það vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert í íþróttum. Overwatch er gífurlega vinsæll leikur, en rúmlega 30 milljónir manna spila Overwatch, samkvæmt tilkynningunni. Forsvarsmenn Activision Blizzard telja að á endanum verði smíðaðir sérstakir leikvangar fyrir Overwatch liðin þar sem áhorfendur geta fylgst með viðureignum. Viðureignir verða einnig aðgengilegar á internetinu.Vonir Activision Blizzard „kjaftæði“ Samkvæmt BBC er þó ekki víst að deildin muni ganga eins vel og AB vonast til. ESPN sagði frá því í maí að fjárfestar væru hikandi vegna mikils kostnaðar og þess hve stóran hluta af kökunni AB ætlar að taka til sín. Þá stendur einnig til að opna svipaða deild í kringum Call of Duty leikina. Einn sérfræðingur sem BBC ræddi við segir það „kjaftæði“ að Overwatch deildin muni nálgast hefðbundnar íþróttadeildir í tekjum. Hann segir ólíklegt að fjárfestar muni hagnast á því að kaupa lið í deildinni.
Leikjavísir Tengdar fréttir Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í Overwatch Einherjar og Team Hafficool munu keppa um að verða landslið Íslands. 4. febrúar 2017 11:30 50 lið keppa um 1,4 milljónir í Overwatch Keppt verður á netinu en úrslitin fara fram þann 4. febrúar á UTmessunni. 20. janúar 2017 15:00 Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch Sigruðu Team Hafficool í æsispennandi úrslitaviðureign sem fór fram í Kaldalóni í Hörpu á UT-Messunni í dag. 4. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í Overwatch Einherjar og Team Hafficool munu keppa um að verða landslið Íslands. 4. febrúar 2017 11:30
50 lið keppa um 1,4 milljónir í Overwatch Keppt verður á netinu en úrslitin fara fram þann 4. febrúar á UTmessunni. 20. janúar 2017 15:00
Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch Sigruðu Team Hafficool í æsispennandi úrslitaviðureign sem fór fram í Kaldalóni í Hörpu á UT-Messunni í dag. 4. febrúar 2017 19:00