Sjómennskan og handboltinn blómstra í Eyjum á nýja árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2017 06:00 Kári Kristján Kristjánsson og félagar eru á góðu skriði. vísir/eyþór Eyjamenn geta varla verið ánægðari með lífið en í dag. Sjómannaverkfallið að baki, loðnuvertíðin gefur vel af sér og bæði handboltalið bæjarins eru komin á skrið á nýjan leik. „Stemmningin í Eyjum er mjög góð. Menn eru komnir úr verkfalli, búnir að vera á fínni loðnuvertíð þannig að stemningin er glimrandi góð. Ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV-liðsins í viðtali í Akraborginni. Eyjamenn hafa ekki unnið stóran titil eftir að Gunnar Magnússon yfirgaf Vestmannaeyjar en það gæti breyst í vor. Eyjamenn hafa náð í 11 af 12 mögulegum stigum í Olís-deild karla eftir að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí og Arnar Pétursson er kominn með sína menn inn í Íslandsmeistaraumræðuna á ný. Eyjamenn voru stórtækir á leikmannamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu bæði Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert úr atvinnumennsku. Það kom því ekki mikið á óvart að væntingar til liðsins væru miklar. Uppskeran fyrir áramót var hins vegar jafn margir sigrar (7) og töp (7). „Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu. Við vorum að glíma við ákveðin vandamál, meiðsli og annað, en á sama tíma vorum við að taka inn fullt af ungum strákum sem stóðu sig mjög vel þótt að við höfum ekki verið að klára leikina,“ sagði Arnar og hann fagnar því að vera loksins með fullskipað lið. Okkur munaði verulega um Róbert Aron (Hostert), Stephen Nielsen, Sindra Haralds og Agnar Smára (Jónsson) á tímabili. Það var viðbúið að við myndum taka einhverjum framförum þegar þeir kæmu inn,“ sagði Arnar. Eyjaliðið hefur sent skýr skilaboð í tveimur leikjum sínum á síðustu fimm dögum sem báðir voru á móti liðum sem voru ofar en ÍBV í töflunni. Eyjamenn fylgdu eftir sjö marka útisigri á Aftureldingu á sunnudaginn með níu marka heimasigri á FH á fimmtudagskvöldið. FH-ingar voru búnir að vinna fimm deildarleiki í röð fyrir leikinn og höfðu unnið ÍBV-liðið í tvígang fyrir áramót. „Mér finnst ólíklegt að Haukarnir tapi mörgum stigum. Við einbeitum okkur bara að því að bæta okkar leik og koma á fullri ferð inn í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar. Margir eru þó farnir að horfa á 23. mars sem dag fyrir mögulegan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn þegar topplið Hauka kemur í heimsókn út í Eyjar. Stelpurnar í Eyjum hafa líka skipt um gír undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur og hápunkturinn var þegar liðið batt enda á ellefu leikja sigurgöngu Framliðsins í deildinni í byrjun febrúar. Framkonur höfðu ekki tapað leik á tímabilinu en steinlágu með sex marka mun úti í Eyjum. Kvennaliðið hefur þegar unnið jafn marga leiki eftir áramót (4) og fyrir áramót (4) og það þrátt fyrir að hafa spilað þremur leikjum færra. Eyjakvenna bíður mikil prófraun í dag þegar þær heimsækja Framkonur í Safamýrina en Framliðið mætir væntanlega í hefndarhug í leikinn. Það er hörð barátta fram undan um þriðja og fjórða sætið inn í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Þar þarf ÍBV-liðið á hverju stigi að halda. Eyjakonur eru aðeins einu stigi frá fjórða sæti en það eru líka bara tvö stig niður í sjötta sætið.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Eyjamenn geta varla verið ánægðari með lífið en í dag. Sjómannaverkfallið að baki, loðnuvertíðin gefur vel af sér og bæði handboltalið bæjarins eru komin á skrið á nýjan leik. „Stemmningin í Eyjum er mjög góð. Menn eru komnir úr verkfalli, búnir að vera á fínni loðnuvertíð þannig að stemningin er glimrandi góð. Ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV-liðsins í viðtali í Akraborginni. Eyjamenn hafa ekki unnið stóran titil eftir að Gunnar Magnússon yfirgaf Vestmannaeyjar en það gæti breyst í vor. Eyjamenn hafa náð í 11 af 12 mögulegum stigum í Olís-deild karla eftir að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí og Arnar Pétursson er kominn með sína menn inn í Íslandsmeistaraumræðuna á ný. Eyjamenn voru stórtækir á leikmannamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu bæði Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert úr atvinnumennsku. Það kom því ekki mikið á óvart að væntingar til liðsins væru miklar. Uppskeran fyrir áramót var hins vegar jafn margir sigrar (7) og töp (7). „Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu. Við vorum að glíma við ákveðin vandamál, meiðsli og annað, en á sama tíma vorum við að taka inn fullt af ungum strákum sem stóðu sig mjög vel þótt að við höfum ekki verið að klára leikina,“ sagði Arnar og hann fagnar því að vera loksins með fullskipað lið. Okkur munaði verulega um Róbert Aron (Hostert), Stephen Nielsen, Sindra Haralds og Agnar Smára (Jónsson) á tímabili. Það var viðbúið að við myndum taka einhverjum framförum þegar þeir kæmu inn,“ sagði Arnar. Eyjaliðið hefur sent skýr skilaboð í tveimur leikjum sínum á síðustu fimm dögum sem báðir voru á móti liðum sem voru ofar en ÍBV í töflunni. Eyjamenn fylgdu eftir sjö marka útisigri á Aftureldingu á sunnudaginn með níu marka heimasigri á FH á fimmtudagskvöldið. FH-ingar voru búnir að vinna fimm deildarleiki í röð fyrir leikinn og höfðu unnið ÍBV-liðið í tvígang fyrir áramót. „Mér finnst ólíklegt að Haukarnir tapi mörgum stigum. Við einbeitum okkur bara að því að bæta okkar leik og koma á fullri ferð inn í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar. Margir eru þó farnir að horfa á 23. mars sem dag fyrir mögulegan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn þegar topplið Hauka kemur í heimsókn út í Eyjar. Stelpurnar í Eyjum hafa líka skipt um gír undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur og hápunkturinn var þegar liðið batt enda á ellefu leikja sigurgöngu Framliðsins í deildinni í byrjun febrúar. Framkonur höfðu ekki tapað leik á tímabilinu en steinlágu með sex marka mun úti í Eyjum. Kvennaliðið hefur þegar unnið jafn marga leiki eftir áramót (4) og fyrir áramót (4) og það þrátt fyrir að hafa spilað þremur leikjum færra. Eyjakvenna bíður mikil prófraun í dag þegar þær heimsækja Framkonur í Safamýrina en Framliðið mætir væntanlega í hefndarhug í leikinn. Það er hörð barátta fram undan um þriðja og fjórða sætið inn í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Þar þarf ÍBV-liðið á hverju stigi að halda. Eyjakonur eru aðeins einu stigi frá fjórða sæti en það eru líka bara tvö stig niður í sjötta sætið.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira