Einu víti frá því að missa stigatitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2017 08:00 Enginn skoraði meira en Amin Stevens í vetur. vísir/anton Keflvíkingurinn Amin Stevens varð stigahæsti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta á þessu tímabili en hann skorað 29,5 stig að meðaltali í 22 leikjum Keflavíkur í deildinni. Það munaði þó ótrúlega litlu að Stevens missti stigakóngstitilinn til Flenards Whitfield í Skallagrími í lokaumferðinni. Flenard Whitfield skoraði nefnilega 50 stig í lokaleik sínum og þegar leik Skallagríms lauk í Grindavík var Whitfield kominn yfir Amin Stevens. Amin Stevens átti hins vegar lokaorðið. Hann komst á vítalínuna í lokin á leiknum við ÍR í Seljaskóla og tókst ekki aðeins að tryggja Keflavík framlengingu heldur gaf sér einnig tækifæri til að endurheimta efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar. Flenard Whitfield var fyrir vítin með tveggja stiga forskot á Stevens og miðherji Keflavíkurliðins var nýbúinn að klikka á tveimur vítaskotum. Stevens setti hins vegar bæði vítin niður, jafnaði leikinn og um leið við Whitfield. Stevens tryggði sér síðan stigakóngstitilinn með því að skora þrjú stig í framlengingunni. Amin tók einnig flest fráköst í deildinni í vetur (15,3) og var með langhæsta framlagið (37,0) af öllum leikmönnum deildarinnar. Stevens var líka með bestu skotnýtinguna í deildinni en 61 prósent skota hans rataði rétta leið. Tobin Carberry hjá Þór var þriðji stigahæstur með 27,3 stig í leik en hann var ennfremur á topp tíu í stigum, fráköstum (11,1, – 5. sæti) og stoðsendingum (4,4 – 10. sæti). Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var stigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar en hann skoraði 19,95 stig í leik í vetur. Logi var rétt á undan ÍR-ingnum Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 19,5 stig í leik.Hörður Axel Vilhjálmsson gaf flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deild karla 2016-17.vísir/antonTopplistar í Domino’s-deild karla 2016-17:Flest stig í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 29,5 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 29,4 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 27,3 4. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 27,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 23,5 6. George Beamon, Þór Ak. - 21,8 7. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 21,1 8. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 19,9 9. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 19,8 10. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 18,3Flest fráköst í leik: 1. Amin Khalil Stevens, Keflavík - 15,3 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 14,6 3. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 12,8 4. Tobin Carberry, Þór Þ. - 11,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 10,7 6. Pavel Ermolinskij, KR - 9,3Flestar stoðsendingar í leik: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 6,8 2. Pavel Ermolinskij, KR - 6,6 3. Pétur Birgisson, Tindastóll - 6,2 4. Emil Barja, Haukar - 5,6 5. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 5,3 6. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 5,2Flestir stolnir boltar í leik: 1. Pétur Birgisson, Tindastóll - 2,82 2. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 2,15 3. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 2,09 4. Amin Stevens, Keflavík - 2,05 5. Björgvin Ríkharðsson, Tindastóli - 1,95Flest varin skot í leik: 1. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 2,73 2. Quincy Hankins-Cole, ÍR - 1,71 3. Finnur Atli Magnússon, Haukar - 1,36 4. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 1,32 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 1,27Hæsta framlag í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 37,0 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 32,5 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 31,3 4. Antonio Hester, Tindastóll - 26,9 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 25,8 6. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 24,9 7. George Beamon, Þór Ak. - 20,4 8. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 19,9 9. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 19,7 10. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 19,1 11. Pétur Birgisson, Tindastóll - 19,0 12. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 18,1 13. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 18,0 14. Pavel Ermolinskij, KR - 17,4 15. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 17,2 16. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 17,18 17. Jeremy Atkinson, Njarðvík - 16,4 18. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 16,2 18. Finnur Atli Magnúss., Haukar - 16,2 20. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 15,9 Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Keflvíkingurinn Amin Stevens varð stigahæsti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta á þessu tímabili en hann skorað 29,5 stig að meðaltali í 22 leikjum Keflavíkur í deildinni. Það munaði þó ótrúlega litlu að Stevens missti stigakóngstitilinn til Flenards Whitfield í Skallagrími í lokaumferðinni. Flenard Whitfield skoraði nefnilega 50 stig í lokaleik sínum og þegar leik Skallagríms lauk í Grindavík var Whitfield kominn yfir Amin Stevens. Amin Stevens átti hins vegar lokaorðið. Hann komst á vítalínuna í lokin á leiknum við ÍR í Seljaskóla og tókst ekki aðeins að tryggja Keflavík framlengingu heldur gaf sér einnig tækifæri til að endurheimta efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar. Flenard Whitfield var fyrir vítin með tveggja stiga forskot á Stevens og miðherji Keflavíkurliðins var nýbúinn að klikka á tveimur vítaskotum. Stevens setti hins vegar bæði vítin niður, jafnaði leikinn og um leið við Whitfield. Stevens tryggði sér síðan stigakóngstitilinn með því að skora þrjú stig í framlengingunni. Amin tók einnig flest fráköst í deildinni í vetur (15,3) og var með langhæsta framlagið (37,0) af öllum leikmönnum deildarinnar. Stevens var líka með bestu skotnýtinguna í deildinni en 61 prósent skota hans rataði rétta leið. Tobin Carberry hjá Þór var þriðji stigahæstur með 27,3 stig í leik en hann var ennfremur á topp tíu í stigum, fráköstum (11,1, – 5. sæti) og stoðsendingum (4,4 – 10. sæti). Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var stigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar en hann skoraði 19,95 stig í leik í vetur. Logi var rétt á undan ÍR-ingnum Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 19,5 stig í leik.Hörður Axel Vilhjálmsson gaf flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deild karla 2016-17.vísir/antonTopplistar í Domino’s-deild karla 2016-17:Flest stig í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 29,5 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 29,4 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 27,3 4. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 27,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 23,5 6. George Beamon, Þór Ak. - 21,8 7. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 21,1 8. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 19,9 9. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 19,8 10. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 18,3Flest fráköst í leik: 1. Amin Khalil Stevens, Keflavík - 15,3 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 14,6 3. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 12,8 4. Tobin Carberry, Þór Þ. - 11,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 10,7 6. Pavel Ermolinskij, KR - 9,3Flestar stoðsendingar í leik: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 6,8 2. Pavel Ermolinskij, KR - 6,6 3. Pétur Birgisson, Tindastóll - 6,2 4. Emil Barja, Haukar - 5,6 5. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 5,3 6. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 5,2Flestir stolnir boltar í leik: 1. Pétur Birgisson, Tindastóll - 2,82 2. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 2,15 3. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 2,09 4. Amin Stevens, Keflavík - 2,05 5. Björgvin Ríkharðsson, Tindastóli - 1,95Flest varin skot í leik: 1. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 2,73 2. Quincy Hankins-Cole, ÍR - 1,71 3. Finnur Atli Magnússon, Haukar - 1,36 4. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 1,32 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 1,27Hæsta framlag í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 37,0 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 32,5 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 31,3 4. Antonio Hester, Tindastóll - 26,9 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 25,8 6. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 24,9 7. George Beamon, Þór Ak. - 20,4 8. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 19,9 9. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 19,7 10. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 19,1 11. Pétur Birgisson, Tindastóll - 19,0 12. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 18,1 13. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 18,0 14. Pavel Ermolinskij, KR - 17,4 15. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 17,2 16. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 17,18 17. Jeremy Atkinson, Njarðvík - 16,4 18. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 16,2 18. Finnur Atli Magnúss., Haukar - 16,2 20. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 15,9
Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira