Samanburður er þjáning Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. maí 2017 07:00 Búddisminn boðar að uppruna þjáningar mannsins sé að finna í löngun í eitthvað sem maðurinn hefur ekki. Rót óþæginda sé þráin eftir einhverju. Maðurinn þjáist ekki ef hann hefur ekki óskir, langanir eða þrár. Flestir geta eflaust skrifað upp á að í þessu leynist sannleikskorn óháð því hvort þeir eru búddistar eða ekki. Búddísk nálgun á hamingjuna á mjög mikið sameiginlegt með lífefnafræðilegri nálgun. Báðar ganga þær út á að líðan fer jafn hratt og hún kemur. Löngun hverfur jafn hratt og hún hellist yfir manneskjuna. Hamingjustuðull almennings hækkar þegar markmiðum er náð. Mælikvarði hamingju er væntingar mannsins mínus raunveruleiki. Ef raunveruleikinn endurspeglar ekki væntingar eru menn ófullnægðir og ósáttir. Eitt af helstu viðfangsefnum þróaðra samfélaga á 21. öldinni verður líðan almennings og aðferðir til að stuðla að bættri geðheilsu. Eru aukin lífsgæði ávísun á meiri hamingju? Árið 1985 voru flestir Suður-Kóreumenn fátækir, ómenntaðir og bjuggu við einræði. Í dag er Suður-Kórea efnahagslegt stórveldi og ein best menntaða þjóð heims. Í landinu er lýðræði og stöðugt stjórnarfar. Samt hefur sjálfsvígstíðni í landinu þrefaldast á þessum tíma. Árið 1985 voru níu sjálfsvíg í landinu á hverja 100.000 íbúa en þrjátíu núna. Milli 1958 og 1987 fimmfölduðust rauntekjur Japana í einni hröðustu efnahagsuppsveiflu mannkynssögunnar. Þetta hafði merkilegt nokk nánast engin áhrif á geðheilbrigði japönsku þjóðarinnar, eins og Yuval Noah Harari rekur í bók sinni Homo Deus. Harari nefnir fleiri dæmi. Í Singapore er landsframleiðsla á mann fjórfjöld á við það sem hún er í Kosta Ríka. Samt eru íbúar Kosta Ríka miklu hamingjusamari en Singapore-búar. Af þessu leiðir að aukin lífsgæði í efnislegum skilningi þýða ekki aukna hamingju fjöldans. Raunar bendir tölfræðin til hins gagnstæða. Um 40-50 manns svipta sig lífi á Íslandi á ári hverju. Íslensk tryggingafélög, Samgöngustofa og aðrir eru dugleg við að minna landsmenn á að nota bílbelti. Það fer minna fyrir almennri fræðslu um geðheilbrigðismál. Samt falla fjórum til fimm sinnum fleiri fyrir eigin hendi hér á landi á ári hverju en deyja í bílslysum. Engir efnislegir hlutir geta breytt líðan enda er líðan lífefnafræðilegur ferill. Við getum hins vegar stuðlað að bættri geðheilsu með samtali og skilningi á því sem eykur hamingju fólks í raun. Fjölskyldan, vináttan og sterk tengsl munu alltaf trompa efnisleg gæði. Að lifa í stöðugum samanburði er engin leið til að lifa. Hinn þakkláti er ánægður því hann er frjáls undan þeirri þjáningu sem fylgir samanburðinum. Ef komandi kynslóðir Íslendinga temja sér þakklæti og hafa skilning á mikilvægi lífs í jafnvægi er líklegt að þær verði hamingjusamari en þær kynslóðir sem nú lifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Búddisminn boðar að uppruna þjáningar mannsins sé að finna í löngun í eitthvað sem maðurinn hefur ekki. Rót óþæginda sé þráin eftir einhverju. Maðurinn þjáist ekki ef hann hefur ekki óskir, langanir eða þrár. Flestir geta eflaust skrifað upp á að í þessu leynist sannleikskorn óháð því hvort þeir eru búddistar eða ekki. Búddísk nálgun á hamingjuna á mjög mikið sameiginlegt með lífefnafræðilegri nálgun. Báðar ganga þær út á að líðan fer jafn hratt og hún kemur. Löngun hverfur jafn hratt og hún hellist yfir manneskjuna. Hamingjustuðull almennings hækkar þegar markmiðum er náð. Mælikvarði hamingju er væntingar mannsins mínus raunveruleiki. Ef raunveruleikinn endurspeglar ekki væntingar eru menn ófullnægðir og ósáttir. Eitt af helstu viðfangsefnum þróaðra samfélaga á 21. öldinni verður líðan almennings og aðferðir til að stuðla að bættri geðheilsu. Eru aukin lífsgæði ávísun á meiri hamingju? Árið 1985 voru flestir Suður-Kóreumenn fátækir, ómenntaðir og bjuggu við einræði. Í dag er Suður-Kórea efnahagslegt stórveldi og ein best menntaða þjóð heims. Í landinu er lýðræði og stöðugt stjórnarfar. Samt hefur sjálfsvígstíðni í landinu þrefaldast á þessum tíma. Árið 1985 voru níu sjálfsvíg í landinu á hverja 100.000 íbúa en þrjátíu núna. Milli 1958 og 1987 fimmfölduðust rauntekjur Japana í einni hröðustu efnahagsuppsveiflu mannkynssögunnar. Þetta hafði merkilegt nokk nánast engin áhrif á geðheilbrigði japönsku þjóðarinnar, eins og Yuval Noah Harari rekur í bók sinni Homo Deus. Harari nefnir fleiri dæmi. Í Singapore er landsframleiðsla á mann fjórfjöld á við það sem hún er í Kosta Ríka. Samt eru íbúar Kosta Ríka miklu hamingjusamari en Singapore-búar. Af þessu leiðir að aukin lífsgæði í efnislegum skilningi þýða ekki aukna hamingju fjöldans. Raunar bendir tölfræðin til hins gagnstæða. Um 40-50 manns svipta sig lífi á Íslandi á ári hverju. Íslensk tryggingafélög, Samgöngustofa og aðrir eru dugleg við að minna landsmenn á að nota bílbelti. Það fer minna fyrir almennri fræðslu um geðheilbrigðismál. Samt falla fjórum til fimm sinnum fleiri fyrir eigin hendi hér á landi á ári hverju en deyja í bílslysum. Engir efnislegir hlutir geta breytt líðan enda er líðan lífefnafræðilegur ferill. Við getum hins vegar stuðlað að bættri geðheilsu með samtali og skilningi á því sem eykur hamingju fólks í raun. Fjölskyldan, vináttan og sterk tengsl munu alltaf trompa efnisleg gæði. Að lifa í stöðugum samanburði er engin leið til að lifa. Hinn þakkláti er ánægður því hann er frjáls undan þeirri þjáningu sem fylgir samanburðinum. Ef komandi kynslóðir Íslendinga temja sér þakklæti og hafa skilning á mikilvægi lífs í jafnvægi er líklegt að þær verði hamingjusamari en þær kynslóðir sem nú lifa.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun