Lífið

Ariana Grande niðurbrotin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skelfilegir atburðir.
Skelfilegir atburðir.
Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi.

Sprengjan sprakk skömmu eftir að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande hafði lokið tónleikum sínum í höllinni, eða um klukkan 22:30 að staðartíma, það er 21:30 að íslenskum tíma.

Ariana Grande hefur nú tjáð sig um málið á Twitter og segist hún vera niðurbrotin.

„Frá innstu hjartarrótum þá finnst mér þetta ólýsanlega leiðinlegt,“ segir Grande á Twitter en um 21.000 manns voru á tónleikum hennar í gærkvöldi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.