Bleikjan mætt á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 23. maí 2017 09:00 Robert Novak með fallega bleikju úr Þingvallavatni Mynd: www.veidikortid.is Það er mikið sótt í urriðaveiði á Þingvöllum en hann er erfið bráð og það þarf oftar en ekki mikla ástundun til ða ná einum slíkum ein bleikjan er oftar en ekki aðeins tökuglaðari og það er þess vegna gleðiefni að fá fréttir af bleikjuveiði í vatninu. Bleikjan byrjar að koma upp að landi um þetta leiti og tala þeir sem þekkja vatnið best alltaf um að stóru bleikjurnar mæti fyrst. Góðir hlýjir dagar að undanförnu hafa komið flugnaklaki í gang og það mátti vel sjá það t.d. í fyrradag í einmuna blíðu við vatnið að það var mikil fluga að klekjast út og þá mátti sjá bleikjurnar velta sér um í yfirborðinu og að troða sig út af flugu. Það gerðu nokkrir veiðimenn ágæta veiði en algengt var að sjá 3-4 fallegar bleikjur hjá hverjum og einum en auðvitað eins og alltaf eru einhverjir sem fengu ekkert að þessu sinni en fögnuðu því engu að síður að komast út í gott veður og kasta flugu. Eins og venjulega á vorin eru þetta bleikjur sem eru mest um 3-4 pund og þær flugur sem hún var að taka mjög dæmigerðar fyrir Þingvallavatn. Killer, Peacock, Taylor, Frisco og Watson Fancy púpa voru að gefa mest en ein og ein önnur fluga gaf líka. Samnefnarinn í góðum árangri hjá þeim veiðimönnum sem við höfum rætt við var að vera með langann taum, yfirleitt ekki styttri en ein og hálf stangarlengd. Síðan skiptir afskaplega miklu máli að leyfa flugunni að sökkva og draga löturhægt inn. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði
Það er mikið sótt í urriðaveiði á Þingvöllum en hann er erfið bráð og það þarf oftar en ekki mikla ástundun til ða ná einum slíkum ein bleikjan er oftar en ekki aðeins tökuglaðari og það er þess vegna gleðiefni að fá fréttir af bleikjuveiði í vatninu. Bleikjan byrjar að koma upp að landi um þetta leiti og tala þeir sem þekkja vatnið best alltaf um að stóru bleikjurnar mæti fyrst. Góðir hlýjir dagar að undanförnu hafa komið flugnaklaki í gang og það mátti vel sjá það t.d. í fyrradag í einmuna blíðu við vatnið að það var mikil fluga að klekjast út og þá mátti sjá bleikjurnar velta sér um í yfirborðinu og að troða sig út af flugu. Það gerðu nokkrir veiðimenn ágæta veiði en algengt var að sjá 3-4 fallegar bleikjur hjá hverjum og einum en auðvitað eins og alltaf eru einhverjir sem fengu ekkert að þessu sinni en fögnuðu því engu að síður að komast út í gott veður og kasta flugu. Eins og venjulega á vorin eru þetta bleikjur sem eru mest um 3-4 pund og þær flugur sem hún var að taka mjög dæmigerðar fyrir Þingvallavatn. Killer, Peacock, Taylor, Frisco og Watson Fancy púpa voru að gefa mest en ein og ein önnur fluga gaf líka. Samnefnarinn í góðum árangri hjá þeim veiðimönnum sem við höfum rætt við var að vera með langann taum, yfirleitt ekki styttri en ein og hálf stangarlengd. Síðan skiptir afskaplega miklu máli að leyfa flugunni að sökkva og draga löturhægt inn.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði