„Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 12. mars 2017 20:16 „Við erum alveg sannfærðir um það að þetta sé rétti tíminn. Við höfum séð töluvert mikla styrkingu á gengi krónunnar á undanförnum misserum. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er mjög sterkur þannig að efnahagslegur styrkur okkar til þess að stíga skref af þessum toga er alveg óumdeildur, “ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú fyrr í kvöld.Öll fjármálahöft verða afnumin á þriðjudag en ákvörðunina tilkynnti forsetisráðherra á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Fjármálahöft voru sett á í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Árið 2015 var gerð áætlun um losun hafta sem skyldi fara fram í áföngum. Aðgerðirnar sem tilkynntar voru í dag eru lokahnykkurinn í þeirri áætlun.Frá blaðamannafundinum í dag.Gengisstyrking hefur áhrifBjarni tekur ekki fyrir það að tímasetning aðgerðanna sé tengd því að fyrirtæki í ferðamannaiðnaði og sjávarútvegi hafi haft uppi háværar kröfur um að stjórnvöld bregðist við gengisstyrkingu krónunnar. „Það má segja að þetta tengist með vissum hætti. Það var ljóst að við þyrftum að safna styrk til þess að geta stigið þetta skref og þessi styrkur hefur farið vaxandi með styrkingu krónunnar og eflingu gjaldeyrisforðans. Við höfum verið að fá töluvert innstreymi fjármagns til landsins þannig að þetta tengist bæði með beinum og óbeinum hætti,“ segir Bjarni. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tekur undir með Bjarna. „Það eru kjöraðstæður til þess að afnema höftin núna og það var alveg ljóst að þau skyldu ekki vera hér til eilífðarnóns,“ segir hann. Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Við erum alveg sannfærðir um það að þetta sé rétti tíminn. Við höfum séð töluvert mikla styrkingu á gengi krónunnar á undanförnum misserum. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er mjög sterkur þannig að efnahagslegur styrkur okkar til þess að stíga skref af þessum toga er alveg óumdeildur, “ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú fyrr í kvöld.Öll fjármálahöft verða afnumin á þriðjudag en ákvörðunina tilkynnti forsetisráðherra á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Fjármálahöft voru sett á í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Árið 2015 var gerð áætlun um losun hafta sem skyldi fara fram í áföngum. Aðgerðirnar sem tilkynntar voru í dag eru lokahnykkurinn í þeirri áætlun.Frá blaðamannafundinum í dag.Gengisstyrking hefur áhrifBjarni tekur ekki fyrir það að tímasetning aðgerðanna sé tengd því að fyrirtæki í ferðamannaiðnaði og sjávarútvegi hafi haft uppi háværar kröfur um að stjórnvöld bregðist við gengisstyrkingu krónunnar. „Það má segja að þetta tengist með vissum hætti. Það var ljóst að við þyrftum að safna styrk til þess að geta stigið þetta skref og þessi styrkur hefur farið vaxandi með styrkingu krónunnar og eflingu gjaldeyrisforðans. Við höfum verið að fá töluvert innstreymi fjármagns til landsins þannig að þetta tengist bæði með beinum og óbeinum hætti,“ segir Bjarni. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tekur undir með Bjarna. „Það eru kjöraðstæður til þess að afnema höftin núna og það var alveg ljóst að þau skyldu ekki vera hér til eilífðarnóns,“ segir hann.
Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07