Stolið af tískupallinum í París? Ritstjórn skrifar 12. mars 2017 20:45 Glamour/Getty/AndriMarínó Það fór vafalaust ekki framhjá neinum að úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram í gær og var mikið um dýrðir að venju en Svala Björgvinsdóttir og lagið Paper verða framlag Ísland í Kænugarði í vor. Það sem hefur vakið athygli er klæðaburður sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem var kynnir í gærkvöldi, og stóð sig mjög vel í því hlutverki. Samfestingurinn sem hún klæddist var þó kunnuglegur enda sást hann síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust fyrir franska tískuhúsið Balmain þar sem yfirhönnuðurinn Olivier Rousteing ræður ríkjum. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist var þó örlítið rauðari og beltið í öðrum stíl, og því ekki um hinn eina sanna Balmain samfesting að ræða. Hvað segja lesendur, hönnunarstuldur eða einungis innblástur frá pöllunum í París? Hvað ætli Rousteing finnist um málið?Meira um málið má lesa í Fréttablaðinu í fyrramálið.Af pöllunum í París í haust en samfestingurinn er úr vor-og sumarlínu Balmain.Ragnhildur Steinunn í Laugardalshöll í gærkvöldi. mynd/Andri Marínó Glamour Tíska Mest lesið Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour San Francisco bannar loðfeld Glamour Felulitirnir mættir aftur Glamour Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman Glamour Kendall klæddist sama kjól og Paris Hilton í 21 árs afmælinu Glamour Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Glamour Bowie þema í afmæli Kate Moss Glamour Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Glamour Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour
Það fór vafalaust ekki framhjá neinum að úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram í gær og var mikið um dýrðir að venju en Svala Björgvinsdóttir og lagið Paper verða framlag Ísland í Kænugarði í vor. Það sem hefur vakið athygli er klæðaburður sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem var kynnir í gærkvöldi, og stóð sig mjög vel í því hlutverki. Samfestingurinn sem hún klæddist var þó kunnuglegur enda sást hann síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust fyrir franska tískuhúsið Balmain þar sem yfirhönnuðurinn Olivier Rousteing ræður ríkjum. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist var þó örlítið rauðari og beltið í öðrum stíl, og því ekki um hinn eina sanna Balmain samfesting að ræða. Hvað segja lesendur, hönnunarstuldur eða einungis innblástur frá pöllunum í París? Hvað ætli Rousteing finnist um málið?Meira um málið má lesa í Fréttablaðinu í fyrramálið.Af pöllunum í París í haust en samfestingurinn er úr vor-og sumarlínu Balmain.Ragnhildur Steinunn í Laugardalshöll í gærkvöldi. mynd/Andri Marínó
Glamour Tíska Mest lesið Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour San Francisco bannar loðfeld Glamour Felulitirnir mættir aftur Glamour Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman Glamour Kendall klæddist sama kjól og Paris Hilton í 21 árs afmælinu Glamour Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Glamour Bowie þema í afmæli Kate Moss Glamour Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Glamour Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour