Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. mars 2017 14:07 Frá fundinum. Vísir/Eyþór Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Gjaldeyrisviðskipti hafa verið háð takmörkunum frá hruni bankakerfisins haustið 2008 en undanfarin misseri hafa verið stigin skrefi til losunar á takmörkunum á fjármagnsviðskipti. Sagði Bjarni að niðurstaða skoðunar eftir áramótin hefði leitt í ljós að tímabært væri að aflétta höftum. Forsætisráðherra sagði að afnám væri ánægjuleg tímamót og að nú gætu Íslendingar horft fram á veginn en að fjármagnshöftin hafi á sínum tíma verið nauðsynlegur liður í uppbyggingu efnahagskerfisins.Fjármagnsflæði að og frá landinu gefið frjálstÖll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál.Afnámið felst í því að Seðlabankinn nýtir heimild í lögum um gjaldeyrismál til að veita undanþágur frá þeim takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum sem nú gilda. Það gerir hann með útgáfu á nýjum reglum um gjaldeyrismál. Árið 2015 var áætlun um losun hafta sett fram, sem meðal annars fólst í aðgerðum til lausnar á uppgjöri slitabúa með stöðugleikaframlögum og uppboði á krónum sumarið 2016. Aðgerðirnar nú eru næsti stóri áfanginn í þeirri áætlun. Fjármagnsflæði að og frá landinu verður nú gefið frjálst og einstaklingar, fyrirtæki og lífeyrissjóðir geta fjárfest erlendis án takmarkana. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir lífeyrissjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjárfestingum sínum. Eftir afnám haftanna standa þó eftir varúðarreglur vegna vaxtamunarviðskipta og takmarkanir á afleiðuviðskipti með íslenskar krónur, sem eru þær tegundir spákaupmennsku sem urðu til þess að snjóhengja aflandskróna myndaðist.Samkomulag gert við aflandskrónueigendur Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna. Samkomulagið snýst um að Seðlabankinn kaupir aflandskrónueignir fyrir erlendan gjaldeyri. Viðmiðunargengi í viðskiptunum er 137,5 krónur fyrir evruna, sem er um 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstudag. Kaup Seðlabankans hafa í för með sér bókhaldslegan hagnað sem kemur á móti kostnaði vegna uppbyggingar gjaldeyrisvaraforða. Aflandskrónueignir nema um 195 ma.kr., en munu við kaup Seðlabankans nú á eignunum verða um 105 ma.kr. Öllum aflandskrónueigendum verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sama gengi og samkomulagið hljóðar upp á næstu tvær vikurnar. Væntingar standa því til þess að eftirstæð fjárhæð aflandskrónueigna geti lækkað enn frekar á næstu vikum. Þær aflandskrónur sem ekki verða seldar Seðlabankanum verða áfram háðar takmörkunum þangað til lögin sem gilda um þær hafa verið endurskoðuð. Tengdar fréttir Forsætisráðherra og fjármálaráðherra boða til blaðamannafundar Á blaðamannafundinum verða aðgerðir vegna afmáms hafta að fullu kynntar almenningi og fjölmiðlum. 12. mars 2017 10:15 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánuða. 9. mars 2017 18:55 Afnám hafta á almenning gæti orðið á næstu vikum Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. 9. mars 2017 12:18 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Gjaldeyrisviðskipti hafa verið háð takmörkunum frá hruni bankakerfisins haustið 2008 en undanfarin misseri hafa verið stigin skrefi til losunar á takmörkunum á fjármagnsviðskipti. Sagði Bjarni að niðurstaða skoðunar eftir áramótin hefði leitt í ljós að tímabært væri að aflétta höftum. Forsætisráðherra sagði að afnám væri ánægjuleg tímamót og að nú gætu Íslendingar horft fram á veginn en að fjármagnshöftin hafi á sínum tíma verið nauðsynlegur liður í uppbyggingu efnahagskerfisins.Fjármagnsflæði að og frá landinu gefið frjálstÖll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál.Afnámið felst í því að Seðlabankinn nýtir heimild í lögum um gjaldeyrismál til að veita undanþágur frá þeim takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum sem nú gilda. Það gerir hann með útgáfu á nýjum reglum um gjaldeyrismál. Árið 2015 var áætlun um losun hafta sett fram, sem meðal annars fólst í aðgerðum til lausnar á uppgjöri slitabúa með stöðugleikaframlögum og uppboði á krónum sumarið 2016. Aðgerðirnar nú eru næsti stóri áfanginn í þeirri áætlun. Fjármagnsflæði að og frá landinu verður nú gefið frjálst og einstaklingar, fyrirtæki og lífeyrissjóðir geta fjárfest erlendis án takmarkana. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir lífeyrissjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjárfestingum sínum. Eftir afnám haftanna standa þó eftir varúðarreglur vegna vaxtamunarviðskipta og takmarkanir á afleiðuviðskipti með íslenskar krónur, sem eru þær tegundir spákaupmennsku sem urðu til þess að snjóhengja aflandskróna myndaðist.Samkomulag gert við aflandskrónueigendur Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna. Samkomulagið snýst um að Seðlabankinn kaupir aflandskrónueignir fyrir erlendan gjaldeyri. Viðmiðunargengi í viðskiptunum er 137,5 krónur fyrir evruna, sem er um 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstudag. Kaup Seðlabankans hafa í för með sér bókhaldslegan hagnað sem kemur á móti kostnaði vegna uppbyggingar gjaldeyrisvaraforða. Aflandskrónueignir nema um 195 ma.kr., en munu við kaup Seðlabankans nú á eignunum verða um 105 ma.kr. Öllum aflandskrónueigendum verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sama gengi og samkomulagið hljóðar upp á næstu tvær vikurnar. Væntingar standa því til þess að eftirstæð fjárhæð aflandskrónueigna geti lækkað enn frekar á næstu vikum. Þær aflandskrónur sem ekki verða seldar Seðlabankanum verða áfram háðar takmörkunum þangað til lögin sem gilda um þær hafa verið endurskoðuð.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra og fjármálaráðherra boða til blaðamannafundar Á blaðamannafundinum verða aðgerðir vegna afmáms hafta að fullu kynntar almenningi og fjölmiðlum. 12. mars 2017 10:15 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánuða. 9. mars 2017 18:55 Afnám hafta á almenning gæti orðið á næstu vikum Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. 9. mars 2017 12:18 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra boða til blaðamannafundar Á blaðamannafundinum verða aðgerðir vegna afmáms hafta að fullu kynntar almenningi og fjölmiðlum. 12. mars 2017 10:15
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánuða. 9. mars 2017 18:55
Afnám hafta á almenning gæti orðið á næstu vikum Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. 9. mars 2017 12:18