138 milljarða sektargreiðsla Volkswagen fyrir dísilvélasvindlið samþykkt Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 10:24 Nú sér fyrir enda afar kostnarsamts dísilvélasvindls Volkswagen í Bandaríkjunum. Sú sektargreiðsla sem samið var um milli Volkswagen og þeirra 650 söluumboða Volkswagen í Bandaríkjunum hefur verið samþykkt af bandarískum löggjöfum. Umboðin 650 munu skipta þessum sektargreiðslum á milli sín og mun hvert söluumboð fá að meðaltali 210 milljónir króna í sinn hlut. Verða þær sektargreiðslur inntar af hendi Volkswagen á næstu 18 mánuðum. Með þessum greiðslum Volkswagen er kostnaðurinn við dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum komnar uppí 2.510 milljarða króna, en sektargreiðslur til eigenda bílanna sem voru með dísilvélasvindlhugbúnaðinn og sektargreiðslur til handa einstaka ríkja Bandaríkjanna og umhverfisstofnana eru þar með taldar. Þetta mál Volkswagen á sér engin fá fordæmi og sektargreiðslurnar óvenju háar. Dísilbílar Volkswagen reyndust menga allt að 40 sínnum meira heldur en uppgefið var af Volkswagen og málið því talið mjög alvarlegt. Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent
Sú sektargreiðsla sem samið var um milli Volkswagen og þeirra 650 söluumboða Volkswagen í Bandaríkjunum hefur verið samþykkt af bandarískum löggjöfum. Umboðin 650 munu skipta þessum sektargreiðslum á milli sín og mun hvert söluumboð fá að meðaltali 210 milljónir króna í sinn hlut. Verða þær sektargreiðslur inntar af hendi Volkswagen á næstu 18 mánuðum. Með þessum greiðslum Volkswagen er kostnaðurinn við dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum komnar uppí 2.510 milljarða króna, en sektargreiðslur til eigenda bílanna sem voru með dísilvélasvindlhugbúnaðinn og sektargreiðslur til handa einstaka ríkja Bandaríkjanna og umhverfisstofnana eru þar með taldar. Þetta mál Volkswagen á sér engin fá fordæmi og sektargreiðslurnar óvenju háar. Dísilbílar Volkswagen reyndust menga allt að 40 sínnum meira heldur en uppgefið var af Volkswagen og málið því talið mjög alvarlegt.
Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent