Lífið

Næringarfræðingur um hráfæðisnesti Sigmundar Davíðs: "Þetta er flott hjá honum“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
„Þetta er flott hjá honum að bregða hráfæðishugmyndinni á loft en hann á að fara alla leið og hafa ávexti og grænmeti með næst,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur um hráfæðisnesti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Elísabet ræddi um óvenjulegt nesti Sigmundar Davíðs í Reykjavík síðdegis í dag og hlusta má á innslagið hér fyrir ofan.

Það vakti töluverða athygli í dag þegar Sigmundur Davíð deildi mynd á Facebook-síðu sína. Þar mátti sjá hrátt nautahakk á tekexi.

„Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill,“ skrifaði Sigmundur Davíð.

Elísabet segir að ótvíræðir kostir fylgi því að sleppa því að elda kjöt en tryggja þurfi að kjötið sé hreint og gott.

„Ef við eldum kjöt ekki rétt erum við jafnvel að báu til allskonar efni sem geta verið hættuleg ef við brennum kjöt og borðum þannig að kannski er þetta bara hið besta mál að hafa þetta svon hrátt og fínt,“ sagði Elísabet.

„Við erum með góða afurð hér á Íslandi og við vitum það að við erum ekki að borða sýkt kjöt,“ bætti hún við.

En missir kjöt næringu ef það er ekki eldað?

„B-12 vítamín er mjög viðkvæmt fyrir eldun,“ sagði Elísabet en bætti að lokum við að vel sé hægt að búa til skaðleg efni því að elda kjöt ekki rétt „Ég sé stundum hvernig fólk vill vel grillað kjöt, svart á hliðunum en þá ertu kominn með krabbameinsvaldandi efni.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.