Forstjóri Fiat Chrysler slær af í samrunaleit Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2017 11:30 Sergio Marchionne, forstjóri Fiat Chrysler. Til langs tíma hefur forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne, talað um fyrir nauðsynlegum samruna bílaframleiðenda og hefur hann leitar hagstæðs samruna við fyrirtæki eins og General Motors og Volkswagen, sem engu hefur þó skilað. Hann er nú að mestu hættur þessum umleitunum þó svo hann hafi nýlega ýjað að kostum þess að sameina Fiat Chrysler við PSA Peugeot Citroën bílasamstæðuna, sem núverið keypti Opel/Vauxhall bílaframleiðandann af General Motors. Marchionne lét hafa eftir sér að engar viðræður stæðu yfir á milli Fiat Chrysler og Volkswagen og að í herbúðum Fiat Chrysler væri verið að einbeita sér að settum áætlunum þess. Í herbúðum Volkswagen var greinilega ekki áhugi fyrir samruna og þar á bæ er öll einbeitingin á að koma sér uppúr þeim vandræðum sem dísilvélasvindlið skapaði þessum stærsta bílaframleiðanda heims og nú með áherslu á rafmagnsbíla. Þó hefur verið haft eftir forstjóra Volkswagen að fyrirtækið væri nú opnara fyrir hugsanlegum samruna en bað þó Marchionne að ræða slík mál við hann beint, en ekki við fjölmiðla. Hjá Fiat Chrysler er nú unnið að því að minnka langtímaskuldir fyrirtækisins um helming fyrir lok ársins 2018 og ágætlega hefur gengið að undanförnu að skapa hagnað hjá Fiat Chrysler. Ef að því takmarki verður náð mun Fiat Chrysler verða í sterkari stöðu til að renna saman við annan sterkan bílaframleiðanda og stjórnarformaður Fiat Chrysler, John Elkann, hefur ekki útilokað það að þiggja hlut í stærri bílaframleiðanda ef Fiat Chrysler tæki þátt í slíkum samruna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent
Til langs tíma hefur forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne, talað um fyrir nauðsynlegum samruna bílaframleiðenda og hefur hann leitar hagstæðs samruna við fyrirtæki eins og General Motors og Volkswagen, sem engu hefur þó skilað. Hann er nú að mestu hættur þessum umleitunum þó svo hann hafi nýlega ýjað að kostum þess að sameina Fiat Chrysler við PSA Peugeot Citroën bílasamstæðuna, sem núverið keypti Opel/Vauxhall bílaframleiðandann af General Motors. Marchionne lét hafa eftir sér að engar viðræður stæðu yfir á milli Fiat Chrysler og Volkswagen og að í herbúðum Fiat Chrysler væri verið að einbeita sér að settum áætlunum þess. Í herbúðum Volkswagen var greinilega ekki áhugi fyrir samruna og þar á bæ er öll einbeitingin á að koma sér uppúr þeim vandræðum sem dísilvélasvindlið skapaði þessum stærsta bílaframleiðanda heims og nú með áherslu á rafmagnsbíla. Þó hefur verið haft eftir forstjóra Volkswagen að fyrirtækið væri nú opnara fyrir hugsanlegum samruna en bað þó Marchionne að ræða slík mál við hann beint, en ekki við fjölmiðla. Hjá Fiat Chrysler er nú unnið að því að minnka langtímaskuldir fyrirtækisins um helming fyrir lok ársins 2018 og ágætlega hefur gengið að undanförnu að skapa hagnað hjá Fiat Chrysler. Ef að því takmarki verður náð mun Fiat Chrysler verða í sterkari stöðu til að renna saman við annan sterkan bílaframleiðanda og stjórnarformaður Fiat Chrysler, John Elkann, hefur ekki útilokað það að þiggja hlut í stærri bílaframleiðanda ef Fiat Chrysler tæki þátt í slíkum samruna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent