Körfubolti

Hrafn: Á ég að rífa fólk niður í viðtölum?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafn Kristjánsson.
Hrafn Kristjánsson. Vísir/Ernir
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að það hafi mátt litlu muna að illa hefði farið gegn Skallagrími í kvöld. Sem betur fer hafi hann fengið mikilvægt framlag af bekknum.

„Við fundum menn á bekknum sem voru ekki litlir í sér. Þeir komu inn með baráttu og eldmóð,“ sagði Hrafn sem segir að byrjunarliðið sitt hafi verið í miklu basli. „Varamennirnir leystu byrjunarliðið úr prísundinni,“ sagði hann.

Bandaríkjamaðurinn Anthony Odunsi átti skelfilegan dag. Hann nýtti eitt af tíu skotum sínum og skoraði tvö stig, auk þess sem hann var með tvær stoðsendingar. Bandaríkjamaður gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskum körfubolta og það veit Hrafn vel.

„Á ég að ganga í hóp þjálfara sem eru að rífa fólk niður í viðtölum? Hann var bara afskaplega slakur. Hann hefur verið að koma til og átt fína leiki. En í dag var eitthvað að. Hann var svakalega orkulítill og ég fékk lítil viðbrögð frá honum. Hann gat ekki spilað þegar mestu máli skipti. Við þurfum að finna ástæðuna fyrir því.“

Nánari viðtal við Hrafn og frekari umfjöllun um leikinn má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×