Bannað án leyfis Logi Bergmann skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Ég afrekaði það sem ungur maður að fara til Austur-Þýskalands. Meira að segja tvisvar. Það var í alla staði mjög áhugavert og ýmislegt sem mér er minnisstætt. Eitt fannst mér sérlega merkilegt. Það var þegar ég spurði hvort við mættum taka myndir. Leiðsögumaðurinn leit í kringum sig og sagði svo: „Ef það er ekki leyft, þá er það sennilega bannað.“ Nú ætla ég ekki að líkja Íslandi við Austur-Þýskaland. En stundum finnst mér eins og kerfið á Íslandi sé að reyna að taka ráðin af fólki sem kannski vill bara fá að taka sínar eigin ákvarðanir og mæta afleiðingunum. Sennilega er rétt að taka dæmi. Víða um heim er hægt að fara á sérstök kisukaffihús. Þar eru, eins og nafnið bendir til, kettir. Jafnvel margir og hluti af viðskiptahugmyndinni er að fólk, sem kemur á kaffihúsið, vilji vera með köttum. Hljómar bæði einfalt og sanngjarnt. En ekki á Íslandi.Best að banna það baraHér er bannað að opna kisukaffihús. Það er bara bannað og örugglega með rökum sem einhverjum finnst fullkomlega eðlileg. Það er meira að segja bannað að leyfa eitt einasta dýr inni á kaffihúsi eða í strætó eða flugvél. Nema blindrahunda. Þeir virðast vera ofnæmisprófaðir. Það hlýtur í það minnsta að vera því rökin eru einna helst þau að þetta sé gert fyrir fólk með ofnæmi fyrir dýrum. En hér er brjáluð hugmynd: Væri ekki frekar ólíklegt að fólk með akút ofnæmi fyrir dýrum myndi fara inn á kaffihús sem væri fullt af köttum? Væri það ekki jafn líklegt og að ég álpaðist sjálfviljugur inn í gardínubúð?Hvernig tókst okkur þetta?Í höfuðborg Evrópusambandsins er skemmtilegt veitingahúsahverfi sem samanstendur af litlum og notalegum veitingahúsum. Sum þeirra státa af sínum eigin ketti sem snuddast utan í gestunum, sníkir kannski einn og einn bita og er bara ofboðslega krúttlegur, eins og katta er siður. Í ljósi þess að okkur er stundum sagt að Evrópusambandið ákveði allt fyrir okkur, kemur bara tvennt til greina: Íslendingar hafa þróað með sér ofurofnæmi fyrir köttum og dýrum almennt eða (og það sem mér finnst líklegra) að embættismenn hafi bara ekki séð ástæðu til að leyfa svona lagað. Eða öllu heldur sleppa að banna það. Reyndar bendir margt til þess. Í reglugerð um hollustuhætti er sérstaklega tekið fram að gæludýr (sem er, samkvæmt reglugerðinni, „…?hvert það dýr sem haldið er til afþreyingar“) megi ekki vera á húðflúrstofum og sólbaðsstofum! Segjum sem svo að ég væri að keyra mig í gang fyrir helgina og ætli að skella á mig góðri ermi og henda mér í tvöfaldan túrbótíma. Væri krúttlegur kettlingur það helsta sem ég ætti að hafa áhyggjur af? Og ég sver að ég er ekki að búa þetta til! Hvernig í ósköpunum tókst okkur að búa til kerfi sem gefur sér tíma til að banna gæludýr á sólbaðsstofum? Er ekki kominn tími til að leyfa okkur bara að taka áhættuna? Án þess að ég sé að gera lítið úr ofnæmi fólks, er ekki líklegt að það myndi bara fara eitthvað annað? Og ef í ljós kæmi að það væru svona rosalega margir með ofnæmi eða annað óþol fyrir dýrum, þá færi staðurinn bara á hausinn. Þá myndum við að minnsta kosti vita það. Kannski lagast þetta á jólaföstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég afrekaði það sem ungur maður að fara til Austur-Þýskalands. Meira að segja tvisvar. Það var í alla staði mjög áhugavert og ýmislegt sem mér er minnisstætt. Eitt fannst mér sérlega merkilegt. Það var þegar ég spurði hvort við mættum taka myndir. Leiðsögumaðurinn leit í kringum sig og sagði svo: „Ef það er ekki leyft, þá er það sennilega bannað.“ Nú ætla ég ekki að líkja Íslandi við Austur-Þýskaland. En stundum finnst mér eins og kerfið á Íslandi sé að reyna að taka ráðin af fólki sem kannski vill bara fá að taka sínar eigin ákvarðanir og mæta afleiðingunum. Sennilega er rétt að taka dæmi. Víða um heim er hægt að fara á sérstök kisukaffihús. Þar eru, eins og nafnið bendir til, kettir. Jafnvel margir og hluti af viðskiptahugmyndinni er að fólk, sem kemur á kaffihúsið, vilji vera með köttum. Hljómar bæði einfalt og sanngjarnt. En ekki á Íslandi.Best að banna það baraHér er bannað að opna kisukaffihús. Það er bara bannað og örugglega með rökum sem einhverjum finnst fullkomlega eðlileg. Það er meira að segja bannað að leyfa eitt einasta dýr inni á kaffihúsi eða í strætó eða flugvél. Nema blindrahunda. Þeir virðast vera ofnæmisprófaðir. Það hlýtur í það minnsta að vera því rökin eru einna helst þau að þetta sé gert fyrir fólk með ofnæmi fyrir dýrum. En hér er brjáluð hugmynd: Væri ekki frekar ólíklegt að fólk með akút ofnæmi fyrir dýrum myndi fara inn á kaffihús sem væri fullt af köttum? Væri það ekki jafn líklegt og að ég álpaðist sjálfviljugur inn í gardínubúð?Hvernig tókst okkur þetta?Í höfuðborg Evrópusambandsins er skemmtilegt veitingahúsahverfi sem samanstendur af litlum og notalegum veitingahúsum. Sum þeirra státa af sínum eigin ketti sem snuddast utan í gestunum, sníkir kannski einn og einn bita og er bara ofboðslega krúttlegur, eins og katta er siður. Í ljósi þess að okkur er stundum sagt að Evrópusambandið ákveði allt fyrir okkur, kemur bara tvennt til greina: Íslendingar hafa þróað með sér ofurofnæmi fyrir köttum og dýrum almennt eða (og það sem mér finnst líklegra) að embættismenn hafi bara ekki séð ástæðu til að leyfa svona lagað. Eða öllu heldur sleppa að banna það. Reyndar bendir margt til þess. Í reglugerð um hollustuhætti er sérstaklega tekið fram að gæludýr (sem er, samkvæmt reglugerðinni, „…?hvert það dýr sem haldið er til afþreyingar“) megi ekki vera á húðflúrstofum og sólbaðsstofum! Segjum sem svo að ég væri að keyra mig í gang fyrir helgina og ætli að skella á mig góðri ermi og henda mér í tvöfaldan túrbótíma. Væri krúttlegur kettlingur það helsta sem ég ætti að hafa áhyggjur af? Og ég sver að ég er ekki að búa þetta til! Hvernig í ósköpunum tókst okkur að búa til kerfi sem gefur sér tíma til að banna gæludýr á sólbaðsstofum? Er ekki kominn tími til að leyfa okkur bara að taka áhættuna? Án þess að ég sé að gera lítið úr ofnæmi fólks, er ekki líklegt að það myndi bara fara eitthvað annað? Og ef í ljós kæmi að það væru svona rosalega margir með ofnæmi eða annað óþol fyrir dýrum, þá færi staðurinn bara á hausinn. Þá myndum við að minnsta kosti vita það. Kannski lagast þetta á jólaföstunni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun