Strandveiði er sport fyrir allt árið Karl Lúðvíksson skrifar 15. apríl 2017 12:00 Strandveiði er skemmtilegt sport. Strandveiði er geysilega skemmtilegt sport sem allir geta stundað og það sem meira er er að veiðivon er góð og engin kvóti á það sem þú mátt taka með þér heim. Þeir sem stunda strandveiðina mest hér á landi eru flestir erlendir veiðimenn sem búa hér á landi og hafa stundað strandveiðar í sínu heimalandi og kunna þess vegna vel á þessa tegund veiði. Í samtölum við þá er eiginlega samhljómur í þeirri furðu að Íslendingar skuli ekki stunda þessar veiðar meira enda er engin annar kostnaður við veiðarnar en búnaðurinn, ekki þarf að borga neitt fyrir veiðileyfi. Það sem gerir þessa veiði einnig svo skemmtilega er að það er góð veiðivon og þú ferð afar sjaldan tómhentur heim. Það tekur að vísu smá tíma að læra á ströndina og finna svæði þar sem veiðivon er góð en sumir staðir gefa meira en aðrir og eins er stundum misjafnt hversu margar tegundir geta veiðst við ákveðna staði. Mest veiðist auðvitað af þorski en ýsa, ufsi, koli, lúða, rauðspretta, lýsa, steinbítur og hlýri er það sem mest veiðist af. Þegar makrilgöngurnar koma upp að landinu fjölgar veiðimönnum við strandlengjuna og við sumar bryggjur á suðurnesjum er oft nokkuð fjölmenni að veiða hann á stöng enda er makríll vel þekktur og mikið nýttur fiskur víða um heim þó svo að Íslendingar hafi ekki alveg kunnað að nota hann í annað en beitu en það er þó að breytast. "Af hverju fara Íslendingar út í fiskbúð þegar það þarf bara að standa hér og kasta í klukkutíma þá er ég stundum kominn með fisk fyrir alla vikuna?" hafði Veiðivísir eftir breskum veiðimanni sem veiddi við ströndina rétt utan við Garð og var komin með um 18 kíló af fallegum þorski og einn steinbít í bala. Strandveiði er nefnilega eða í það minnsta getur verið ansi mikil búbót en hún er líka skemmtileg. Þú veist aldrei hvað er á endanum á færinu þegar það er tekið í eða hvað sá fiskur er stór. Það kostar ekki mikið að byrja og flestar veiðibúðirnar eru farnar að selja hjól og stangir sérstaklega fyrir strandveiði. Svo þarf að sýna smá þolinmæði þegar veiðisvæða er leitað en við getum næstum því lofað þér því að leitin verður skemmtileg og þegar þú finnur góðann stað er aldrei að vita hvað tekur í línuna hjá þér. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
Strandveiði er geysilega skemmtilegt sport sem allir geta stundað og það sem meira er er að veiðivon er góð og engin kvóti á það sem þú mátt taka með þér heim. Þeir sem stunda strandveiðina mest hér á landi eru flestir erlendir veiðimenn sem búa hér á landi og hafa stundað strandveiðar í sínu heimalandi og kunna þess vegna vel á þessa tegund veiði. Í samtölum við þá er eiginlega samhljómur í þeirri furðu að Íslendingar skuli ekki stunda þessar veiðar meira enda er engin annar kostnaður við veiðarnar en búnaðurinn, ekki þarf að borga neitt fyrir veiðileyfi. Það sem gerir þessa veiði einnig svo skemmtilega er að það er góð veiðivon og þú ferð afar sjaldan tómhentur heim. Það tekur að vísu smá tíma að læra á ströndina og finna svæði þar sem veiðivon er góð en sumir staðir gefa meira en aðrir og eins er stundum misjafnt hversu margar tegundir geta veiðst við ákveðna staði. Mest veiðist auðvitað af þorski en ýsa, ufsi, koli, lúða, rauðspretta, lýsa, steinbítur og hlýri er það sem mest veiðist af. Þegar makrilgöngurnar koma upp að landinu fjölgar veiðimönnum við strandlengjuna og við sumar bryggjur á suðurnesjum er oft nokkuð fjölmenni að veiða hann á stöng enda er makríll vel þekktur og mikið nýttur fiskur víða um heim þó svo að Íslendingar hafi ekki alveg kunnað að nota hann í annað en beitu en það er þó að breytast. "Af hverju fara Íslendingar út í fiskbúð þegar það þarf bara að standa hér og kasta í klukkutíma þá er ég stundum kominn með fisk fyrir alla vikuna?" hafði Veiðivísir eftir breskum veiðimanni sem veiddi við ströndina rétt utan við Garð og var komin með um 18 kíló af fallegum þorski og einn steinbít í bala. Strandveiði er nefnilega eða í það minnsta getur verið ansi mikil búbót en hún er líka skemmtileg. Þú veist aldrei hvað er á endanum á færinu þegar það er tekið í eða hvað sá fiskur er stór. Það kostar ekki mikið að byrja og flestar veiðibúðirnar eru farnar að selja hjól og stangir sérstaklega fyrir strandveiði. Svo þarf að sýna smá þolinmæði þegar veiðisvæða er leitað en við getum næstum því lofað þér því að leitin verður skemmtileg og þegar þú finnur góðann stað er aldrei að vita hvað tekur í línuna hjá þér.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði