Einar Árni: Hörmulegir í 30 mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. október 2017 21:38 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara og fyrrum þjálfari Njarðvíkur. vísir/ernir Það var á tímum grátlegt að horfa upp á leik Þórs Þorlákshafnar í kvöld þegar liðið tapaði sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla í körfubolta. Liðið steinlá gegn Haukum á útivelli, 96-64. „Já, já, ég get alveg tekið undir það. Þetta var mjög dapurt og ég held það sé óhætt að segja það að við höfum snert botninn all hressilega, ekkert bara tiplað á honum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru vægast sagt hörmung og við getum ekki skýlt okkur á bak við neitt þegar viljaleysi er til staðar, það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „Það var ekki fyrr en ungir menn komu inn í restina, þeir allavega reyndu að láta til sín taka og það er það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu kvöldi.“ Hann vill þó ekki meina að viljaleysið hafi verið aðal úrslitavaldurinn í kvöld. „Ja, ég ætla nú ekki að taka frá þér allt kvöldið. Varnarlega erum við algjörlega týndir og ef að þeir voru að klikka á skotum þá náðu þeir í öll sóknarfráköst, sérstaklega til að byrja með. Við fórum í svæðisvörn í byrjun seinni hálfleiks og það var bara áfram gjörðu svo vel. Við náðum aldrei að stoppa þá.“ „Það er ekki bara viljaleysi, það er bara ótrúlega dauft yfir okkur. Við erum búnir að snerta botninn og leiðin getur bara legið upp á við. Nú þurfum við bara að spurja okkur fyrir hvað við stöndum.“ Næsti deildarleikur Þórs er við Stjörnuna, sem hafa farið vel af stað og unnu meðal annars KR í síðustu umferð. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, þessi deild er nú bara þannig að það eru allt hörkuleikir. Það er hægt að tala endalaust um hvað stendur á þessum pappír en þetta snýst um það sem gerist á gólfinu og taflan sýnir okkur það að við erum eitt af tveimur slökustu liðunum í deildinni í dag.“ Jesse Pellot-Rosa gat ekki spilað með Þór í kvöld, en Einar taldi það ekki hafa skipt neinu þegar upp er staðið. „Með svona frammistöðu þá ætla ég ekki að velta því upp með sjálfum mér að það hefði munað um einn mann. Hann er góður leikmaður og að sjálfsögðu lykilmaður í þessu liði, en það hefur ekkert með frammistöðu liðsins að gera,“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Það var á tímum grátlegt að horfa upp á leik Þórs Þorlákshafnar í kvöld þegar liðið tapaði sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla í körfubolta. Liðið steinlá gegn Haukum á útivelli, 96-64. „Já, já, ég get alveg tekið undir það. Þetta var mjög dapurt og ég held það sé óhætt að segja það að við höfum snert botninn all hressilega, ekkert bara tiplað á honum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru vægast sagt hörmung og við getum ekki skýlt okkur á bak við neitt þegar viljaleysi er til staðar, það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „Það var ekki fyrr en ungir menn komu inn í restina, þeir allavega reyndu að láta til sín taka og það er það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu kvöldi.“ Hann vill þó ekki meina að viljaleysið hafi verið aðal úrslitavaldurinn í kvöld. „Ja, ég ætla nú ekki að taka frá þér allt kvöldið. Varnarlega erum við algjörlega týndir og ef að þeir voru að klikka á skotum þá náðu þeir í öll sóknarfráköst, sérstaklega til að byrja með. Við fórum í svæðisvörn í byrjun seinni hálfleiks og það var bara áfram gjörðu svo vel. Við náðum aldrei að stoppa þá.“ „Það er ekki bara viljaleysi, það er bara ótrúlega dauft yfir okkur. Við erum búnir að snerta botninn og leiðin getur bara legið upp á við. Nú þurfum við bara að spurja okkur fyrir hvað við stöndum.“ Næsti deildarleikur Þórs er við Stjörnuna, sem hafa farið vel af stað og unnu meðal annars KR í síðustu umferð. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, þessi deild er nú bara þannig að það eru allt hörkuleikir. Það er hægt að tala endalaust um hvað stendur á þessum pappír en þetta snýst um það sem gerist á gólfinu og taflan sýnir okkur það að við erum eitt af tveimur slökustu liðunum í deildinni í dag.“ Jesse Pellot-Rosa gat ekki spilað með Þór í kvöld, en Einar taldi það ekki hafa skipt neinu þegar upp er staðið. „Með svona frammistöðu þá ætla ég ekki að velta því upp með sjálfum mér að það hefði munað um einn mann. Hann er góður leikmaður og að sjálfsögðu lykilmaður í þessu liði, en það hefur ekkert með frammistöðu liðsins að gera,“ sagði Einar Árni Jóhannsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45