Innlent

Rannsóknir á fiskeldi styrktar um 86 milljónir

Flestir styrkirnir eru vegna neikvæðra áhrifa fiskeldis, eða ótta við áhrif þess.
Flestir styrkirnir eru vegna neikvæðra áhrifa fiskeldis, eða ótta við áhrif þess. vísir/pjetur
Hafrannsóknastofnun, Náttúrustofa Vestfjarða, Matís, Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum og Landssamband veiðifélaga fengu úthlutað styrkjum úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis – sjóðs sem er ætlað að stuðla að því að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis.

Alls var úthlutað tíu styrkjum að upphæð 86,6 milljónir króna.

Þau verkefni sem unnið verður að eru flest á vegum Hafrannsóknastofnunar. Stofnunin fær, ásamt Matís, styrk til að kanna erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna annan til vöktunar á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Einnig til að meta burðarþol fjarða og sjókvía­eldissvæða og útbreiðslu laxfiska og umhverfisþátta vatnsfalla á Austfjörðum, þar sem áform eru um eldi upp á tugi þúsunda tonna af laxi.

Náttúrustofa Vestfjarða fær styrk til vöktunar á lús á villtum laxfiskum á Vestfjörðum. Tilraunastöðin að Keldum til rannsókna á veirusýkingum í hrognkelsum og Landssamband veiðifélaga til að kanna efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða á Íslandi. Akvaplan-niva fær styrk til að rannsaka hrognkelsi sem nýtt eru til að éta laxalús í sjókvíum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×