Bíó og sjónvarp

Raðmorðingjarnir sem voru innblásturinn að Mindhunter

Birgir Olgeirsson skrifar
Mindhunter eru afar athyglisverðir þættir eftir leikstjórann David Fincher.
Mindhunter eru afar athyglisverðir þættir eftir leikstjórann David Fincher. IMDB
Netflix-þáttaröðin Mindhunter hefur hlotið mikið lof frá því hún var frumsýnd í síðustu viku. Þáttaröðin er byggð á sannri sögu fulltrúa alríkislögreglunnar, FBI, sem bar brautryðjandi á sviði sálfræðinnar að baki þess að koma upp um glæpamenn.

ATH: Þeir sem eiga eftir að horfa á þáttaröðina eru beðnir um að láta staðar numið við lestur þessarar greinar því hér fyrir neðan munu koma fram upplýsingar sem geta spillt fyrir áhorfi.





Í þáttaröðinni eru vísanir í þekkta raðmorðingja á borð við Charles Manson og David Berkowitz en á vef Vulture er búið að fara yfir alla þá raðmorðingja sem koma fyrir í þáttunum.

Fyrstar á blað eru nefndar aðalsöguhetjur þáttanna, Holden Ford,  Bill Tench og Anna Torv.

Holden Ford er leikinn af Jonathan Groff í Mindhunter.IMDB
Holden Ford

Sá er byggður á John E. Douglas, höfundi bókarinnar Mindhunter: Inside the FBI´s Elite Serial Crime Unit.

Í Hollywood er Douglas nokkuð þekktur því hann var fyrirmynd persónunnar Jack Crawford úr skáldsögunum Red Dragon og The Silence of the Lambs. Á vef Vulture er John E. Dogulas, sem var innan atferlisfræðideildar FBI sagður hafa gjörbylt morðrannsóknum með því að ræða við og rannsaka raðmorðingja á borð við David Berkowitz, John Wayne Gacy, Charles Mansons, Richard Speck og Edmund Kemper.

Holt McCallany leikur Bill Tench í MindhunterIMDB
Bill Tench 

Hann er byggður lauslega á alríkislögreglufulltrúanum Robert K. Ressler sem einnig var í atferlisfræðideild FBI, á áttunda áratug síðustu aldar. Hann er sagður hafa fundið upp á hugtakinu „serial killer“, eða raðmorðingi. Eins og Douglas ræddi hann við raðmorðingja í sínum störfum en hann þróaði einnig fyrsta tölvugagnagrunn Bandaríkjanna sem innihélt skrá yfir óleysta glæpi. Gagnagrunnurinn hjálpaði til við að ná þeim raðmorðingjum sem frömdu morð í mismunandi ríkjum Bandaríkjanna. Hann vann að rannsókn nokkurra stórra raðmorðingjamála, þar á meðal Jeffrey Dahmer og Ted Bundy.

Wendy Carr er leikin af Anna Torv í Mindhunter.IMDB
Dr. Wendy Carr

Sálfræðingurinn í Mindhunter er byggður á Dr. Ann Wolbert Burgess sem starfaði með Douglas og Ressler en þau þrjú sendu frá sér bókina Sexual Homocide: Patterns and Motives. Um var að ræða rannsókn á raðmorðingjum sem markaði þáttaskil en hún kom út árið 1899. Burgess var brautryðjandi á sviði meðferðar vegna áfalla sem fórnarlömb yrðu fyrir.

Sonny Valicenti leikur ATD-manninn í Mindhunter.IMDB
Dennis Rader

Einn af raðmorðingjum í Mindhunter er ADT-maðurinn sem sést í opnunaratriðum nokkurra þátta. Sá sem ritar greinina segir ADT-manninn hafa skýra vísun í Dennis Rader sem var þekktur undir heitinu BTK-morðinginn. Rader nefndi sjálfan sig BTK-morðingjann í einu af mörgum bréfum hans til fjölmiðla, en um er að ræða skammstöfun á „bind, torture, kill“, eða „binda, pynta, drepa“, sem var hans aðferð við aftöku. Í þáttaröðinni er sterklega gefið til kynna að ATD-maðurinn muni snúa aftur í þáttaröð tvö, en Rader sjálfur náðist ekki fyrr en árið 2005.

Cameron Britton leikur Ed Kemper í Mindhunter
Ed Kemper

Í þáttaröðinni ræða aðalsöguhetjurnar fyrst við raðmorðingjann Ed Kemper en útgáfan af honum í þáttunum er keimlík þeim Ed Kemper sem er raunverulegur. Í þáttaröðinni er vitnað orðrétt upp úr viðtöl við Kemper í fangelsi. Kemper myrti ömmu sína og afa þegar hann var táningur að aldri. Hann var útskrifaður af geðsjúkrahúsi 21 árs gamall. Frá maí árið 1972 til apríl 1973 nam hann á brott og myrti átta manneskjur áður en hann gaf sig fram við lögreglu. Hann er enn í haldi í dag.

Monte Ralph Rissell er leikinn af Sam Strike í Mindhunter.IMDB
Monte Ralph Rissell

Sá er ekki beint þekkt stærð í heimi raðmorðingjanna en er þó merkilegur fyrir þær sakir hversu ungur hann hóf afbrotaferilinn. Hann framdi sína fyrstu nauðgun fjórtán ára að aldri. Hann var sendur á geðsjúkrahús í kjölfarið þar sem hann náði að sannfæra umsjónarmenn sína að hann væri orðinn heill heilsu á milli þess sem hann framdi hrottafengna glæpi í leyfi frá afplánun. Hann var handtekinn á ný nítján ára gamall og hafði þá myrt fimm manneskjur og nauðgað í það minnsta tólf konum. Hann afplánar nú fangelsisdóm upp á fimm lífstíðir.

Happy Anderson leikur Jerry Brudos í Mindhunter.IMDB
Jerry Brudos

Þessi raðmorðingi birtist í þáttum sjö og átta og var til í raun og veru. Fjölmiðlar kölluðu hann lostamorðingjann og skóblætisslátrarinn. Viðtölin við Brudos reyndust afar mikilvæg við að greina hegðun glæpamanna og eru samtölin við hann í þáttunum byggðar á þeim viðtöl við hann sem áttu sér stað í raun og veru. Brudos var vistaður á geðsjúkrahúsi eftir að hafa numið konu á brott aðeins sautján ára gamall. Hann virtist hafa bætt ráð sitt seinna meir þar sem hann gekk í hjónaband og eignaðist tvö börn. Árið 1968 rann hins vegar morðæði á hann þegar hann drap í það minnsta fjórar konur í Oregon-ríki Bandaríkjanna, klæddur í kvenmannsföt. Hann misþyrmdu líkum kvennanna og hélt eftir líkamspörtum þeirra. Hann lést í fangelsi árið 2006.

Jack Erdie leikur Richard Speck í Mindhunter.Netflix
Richard Speck

Richard Speck pyntaði, nauðgaði og myrti átta hjúkrunarkonum á sjúkrahúsi í Chicago 13. júlí árið 1966. Hann hafði áður gerst sekur um ofbeldisglæpi, en þessi tiltekni glæpur rataði í fréttir um allan heim. Sérstaklega vegna frásagnar einnar konu sem slapp lifandi frá þessu voðaverki. Speck lést úr hjartaáfalli árið 1991.

Darrell Gene Devier

Þessi morðingi birtist í lokaþætti Mindhunter. Þar nota Holden Ford og Bill Tench vitneskju sem þeir hafa aflað sér úr viðtölum við raðmorðingja til að ná Devier. Vulture segir útgáfuna af Devier í þáttunum vera nánast þá sömu og úr lifandi lífi. Devier vann við garðyrkjustörf í Georgíu-fylki þar sem hinni tólf ára gömlu Mary Frances Stoner var nauðgað og að lokum myrt.

John Douglas skrifaði um málið í bók sinni en þar sagði hann þetta hafa verið fyrsta tækifæri hans til að beita tækninni sem hann hafði þróað. Hann notaðist við skjalamöppu fulla af pappírum sem áttu að láta Devier halda að lögreglan hefði fjölda sönnunargagna gegn honum. Þá reyndi hann að veikja varnir Devier með því að tala um að fórnarlambið hefði líklegast beðið um þetta og meðal annars sett blóðugan stein fyrir framan hann. Douglas notaði þessar aðferðir gegn Devier, líkt og í þáttunum, og leiddi það til játningar morðingjans.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við leikstjórann David Fincher um gerð þáttanna.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×