Vertu úti! Magnús Guðmundsson skrifar 14. júní 2017 07:00 Bornir og barnfæddir Reykvíkingar hafa lengi haft þá trú að það sé gott að vera úti. Að ungabörn eigi að sofa síðdegisblundinn úti í kerru í svo gott sem öllum veðrum, að krakkar eigi að vera úti að leika sér eftir skóla og að það sé gott fyrir okkur öll að njóta útivistar sem oftast og þá líka innan borgarmarkanna. Þetta er hugmynd Reykvíkinga um loftgæði í borginni en raunin er að hér er á stundum meiri svifryksmengun en í iðnaðarborginni Denver í Bandaríkjunum. Þetta sýnir niðurstaða kannana sem dr. Larry G. Anderson framkvæmdi í borginni fyrir skömmu og sérfræðingurinn var alveg bit á niðurstöðunni. Það vekur sérstaka athygli að dr. Anderson telur skýringuna ekki að finna í nagladekkjanotkun borgarbúa því rykið af þeim sé grófara en það sem einkum myndast úr frá bruna jarðefnaeldsneytis sem á Íslandi er nánast alfarið út frá farartækjum. Undir þetta tekur Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, en hann bendir þó einnig á að í nagladekkjaborg á borð við Reykjavík myndist einnig fínna svifryk af völdum naglanna. Meirihlutinn í skipulags- og umhverfisráði lagði einmitt nýverið fram áskorun á ráðherra samgöngumála að taka upp sérstaka gjaldtöku á bíleigendur sem nota nagladekk. En þó ráðinu gangi eflaust gott til þá virðist hér vera á ferðinni skammtímanálgun sem er ekki líkleg til þess að skila árangri, einfaldlega vegna þess að þeir sem velja að nota nagladekk gera það væntanlega til þess að reyna að tryggja öryggi sitt og sinna. Það er til að mynda hæpið að fjölskylda með þrjú börn í sínum fólksbíl sé tilbúin til þess að slaka á örygginu til þess að spara sér gjaldtöku. Viðkomandi fjölskylda stæði frammi fyrir auknum álögum eða að slaka ella á örygginu. Reykjavíkurborg og Reykvíkingar þurfa því að leita annarra leiða til þess að bæta loftgæði í borginni og þar kemur ýmislegt til greina. Borgaryfirvöld geta til að mynda tekið aftur upp tilraunir með rykbindingu eins og verið var að prófa á árunum fyrir hrun en hefur síðan legið í dvala. Þá er óhætt að segja að huga þurfi að almennu ástandi gatnakerfisins, hreinsun gatna og viðhaldi. Að auki mætti líta til þeirrar jákvæðu breytingar að koma langferðabílunum frá miðbænum en þar er galli á gjöf Njarðar sá ósiður margra rútubílstjóra að láta bílana ganga á meðan beðið er eftir farþegum og bílar lestaðir. Slíkt má daglega sjá dæmi um m.a. í Lækjargötu skammt frá íbúðabyggð, skólum og innan um fjölda gangandi vegfarenda í miðborginni. Það er einfaldlega of algengt að við sjáum dæmi þess að ökumenn meti rétt sinn til þess að láta loftræstinguna í bílnum ganga langt umfram loftgæði samborgaranna. En það sem er mikilvægast er að við áttum okkur á því að hugmynd okkar og veruleiki um loftgæði í Reykjavík fer ekki lengur saman. Það að bæta úr þessu og tryggja að það verði áfram öllum hollt og gott að vera úti í Reykjavík er verkefni okkar allra en ekki einvörðungu borgaryfirvalda og atvinnulífs.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Bornir og barnfæddir Reykvíkingar hafa lengi haft þá trú að það sé gott að vera úti. Að ungabörn eigi að sofa síðdegisblundinn úti í kerru í svo gott sem öllum veðrum, að krakkar eigi að vera úti að leika sér eftir skóla og að það sé gott fyrir okkur öll að njóta útivistar sem oftast og þá líka innan borgarmarkanna. Þetta er hugmynd Reykvíkinga um loftgæði í borginni en raunin er að hér er á stundum meiri svifryksmengun en í iðnaðarborginni Denver í Bandaríkjunum. Þetta sýnir niðurstaða kannana sem dr. Larry G. Anderson framkvæmdi í borginni fyrir skömmu og sérfræðingurinn var alveg bit á niðurstöðunni. Það vekur sérstaka athygli að dr. Anderson telur skýringuna ekki að finna í nagladekkjanotkun borgarbúa því rykið af þeim sé grófara en það sem einkum myndast úr frá bruna jarðefnaeldsneytis sem á Íslandi er nánast alfarið út frá farartækjum. Undir þetta tekur Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, en hann bendir þó einnig á að í nagladekkjaborg á borð við Reykjavík myndist einnig fínna svifryk af völdum naglanna. Meirihlutinn í skipulags- og umhverfisráði lagði einmitt nýverið fram áskorun á ráðherra samgöngumála að taka upp sérstaka gjaldtöku á bíleigendur sem nota nagladekk. En þó ráðinu gangi eflaust gott til þá virðist hér vera á ferðinni skammtímanálgun sem er ekki líkleg til þess að skila árangri, einfaldlega vegna þess að þeir sem velja að nota nagladekk gera það væntanlega til þess að reyna að tryggja öryggi sitt og sinna. Það er til að mynda hæpið að fjölskylda með þrjú börn í sínum fólksbíl sé tilbúin til þess að slaka á örygginu til þess að spara sér gjaldtöku. Viðkomandi fjölskylda stæði frammi fyrir auknum álögum eða að slaka ella á örygginu. Reykjavíkurborg og Reykvíkingar þurfa því að leita annarra leiða til þess að bæta loftgæði í borginni og þar kemur ýmislegt til greina. Borgaryfirvöld geta til að mynda tekið aftur upp tilraunir með rykbindingu eins og verið var að prófa á árunum fyrir hrun en hefur síðan legið í dvala. Þá er óhætt að segja að huga þurfi að almennu ástandi gatnakerfisins, hreinsun gatna og viðhaldi. Að auki mætti líta til þeirrar jákvæðu breytingar að koma langferðabílunum frá miðbænum en þar er galli á gjöf Njarðar sá ósiður margra rútubílstjóra að láta bílana ganga á meðan beðið er eftir farþegum og bílar lestaðir. Slíkt má daglega sjá dæmi um m.a. í Lækjargötu skammt frá íbúðabyggð, skólum og innan um fjölda gangandi vegfarenda í miðborginni. Það er einfaldlega of algengt að við sjáum dæmi þess að ökumenn meti rétt sinn til þess að láta loftræstinguna í bílnum ganga langt umfram loftgæði samborgaranna. En það sem er mikilvægast er að við áttum okkur á því að hugmynd okkar og veruleiki um loftgæði í Reykjavík fer ekki lengur saman. Það að bæta úr þessu og tryggja að það verði áfram öllum hollt og gott að vera úti í Reykjavík er verkefni okkar allra en ekki einvörðungu borgaryfirvalda og atvinnulífs.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní.