Lífið

Landsliðsstjörnur steggja Aron í New York

Stefán Árni Pálsson skrifar
Strákarnir virðast skemmta sér vel í New York.
Strákarnir virðast skemmta sér vel í New York.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á svo sannarlega skilið að taka sér smá frí eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni og ótrúlegan sigur á Króötum á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöldið.

Eins og margir vita mun Aron kvænast Kristbjörgu Jónasdóttur síðar í mánuðinum og eins og svo oft þá þarf að steggja brúðgumann.

Sjá einnig:Aron Einar niðurlægður í Laugum

Í lok maí var Aron steggjaður af æskuvinunum frá Akureyri en núna er drengurinn staddur í New York ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni, Jóhanni Berg Guðmundssyni, Rúrik Gíslasyni, Alfreð Finnbogasyni og Sverri Ingasyni en allir eiga þeir það sameiginlegt að vera atvinnumenn í knattspyrnu og landsliðsmenn.

Drengirnir flugu út á mánudagsmorgun og auðvitað á fyrsta farrými með Icelandair. Þeir sem fylgjast með strákunum á Instagram sjá augljóslega að það fer vel um strákana úti og skemmta þeir sér vel.

Á Instagram-reikningi Alfreðs Finnbogasonar í nótt mátti sjá mann dansa um á skemmtistað í bangsabúningi og má ætla að þar hafi Aron verið á ferð. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá Instagram-reikningum strákanna okkar.

Stag do in new york

A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on

Arons stag in NYC

A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on

New york city !!!!

A post shared by Sverrir Ingi Ingason (@ingason25) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×