Bíó og sjónvarp

Allir dauðdagar í Game of Thrones teknir saman í 20 mínútna myndbandi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það dóu margir þarna.
Það dóu margir þarna. Vísir/Skjáskot
Líkt og flestir vita deyja mjög margar persónur í hinum heimsfrægu sjónvarpsþáttaröð Game of Thrones.

Samkvæmt aðdáanda þáttanna eru dauðdagarnir sammtals 150.996 talsins og hefur hann tekið þá alla saman í myndbandi sem er rúmlega 20 mínútna langt. 

Ekki er einungis um að ræða dauðdaga þekktra persóna heldur eru einnig teknir saman dauðdagar ómerkilegri persóna líkt og hesta, úlfa og annarra persóna sem hafa ekki mikil áhrif á söguþráðinn.

Sjöunda og nýjasta serían í þáttaröðinni er væntanleg í næsta mánuði og hefur nýverið komið út kynningarefni þar sem leikararnir tala meðal annars um tíma sinn á Íslandi.

Á myndbandinu má sjá að það hefur svo sannarlega ekki verið dauður þráður í þáttunum hingað til og aðdáendur geta haldið áfram að hlakka til næstu seríu. 

Þetta er magnað afrek. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×