Það var Jared Leto, vinur Michele, sem skrifaði samantekt um hönnuðinn fyrir tímaritið. Þar talar hann um að það sé ótrúlegt að fá að fylgjast með sköpunargleði Alessandri og allt sem hann hannar og skapar er úthugsað.
Leto líkir Alessandro við Coco Chanel og Karl Lagerfeld, sem eru þekkt sem áhrifamestu fatahönnuðir heims.
Raf Simons nældi sér einnig í sæti á listanum en það var rapparinn A$AP Rocky sem skrifaði um hann. Hann segir Raf hafa náð að búa til ákveðin trúarbrögð í kringum tísku með sinni einstöku sýn og hönnun.
Listann yfir 100 áhrifamesta fólk heims má sjá hér.
