Forstjóri Volkswagen skýtur á Tesla Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2017 10:33 Matthias Müller forstjóri Volkswagen. Í síðustu viku skaut forstjóri Volkswagen, Matthias Müller, föstum skotum að rafbílaframleiðandanum Tesla og sagði fyrirtækið sólunda gríðarlegum fjármunum á hverjum ársfjórðungi og reka starfsmenn í röðum og að slík starfsemi væri lítt aðdáunarverð. Til samanburðar benti Müller á að fyrirtæki sitt framleiddi á elleftu milljón bíla á ári, hagnaðist um 13 til 14 milljarða evra á ári og væri mjög umhugað um starfsfólk sitt. Hann benti á að Tesla framleiddi 80.000 bíla á ári og tapaði á því hundruðum milljóna dollara á hverjum ársfjórðungi, en samt fengi fyrirtækið flestar fyrirsagnir og umfjallanir í blöðunum. Vildi Matthias Müller meina að Tesla teldist vart samfélagslega ábyrgt fyrirtæki á meðan starfsemi þess væri með þessum hætti og horfa þyrfti til annarra fyrirtækja hvað slíkt varðaði. Tesla rak nýlega á milli 400 og 700 starfsmenn og vildi Müller einnig meina að slíkum fréttum væri ekki tekið þegjandi ef önnur bílafyrirtæki ættu í hlut. Þessi ummæli koma í kjölfarið á beittri gagnrýni frá einum forsvarsmann General Motors sem lét hafa eftir sér að Elon Musk forstjóri Tesla væri uppfullur af vitleysu og röngum fullyrðingum. Það standa víða spjótin á Tesla þessa dagana sem ekki virðist ætla að takast að koma almennilega fjöldaframleiðslu á nýjasta bíl sínum, Tesla Model 3, á flug. Á meðan bíða 450.000 óþreyjufullir kaupendur eftir bíl sínum eftir að hafa pantað eintak og greitt fyrirfram hluta af kaupverði hans. Biðin eftir bílnum lengist með hverjum mánuðinum sem líður og hætt er við því að margir muni afpanta bíla sína áður en að afgreiðslu þeirra kemur. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent
Í síðustu viku skaut forstjóri Volkswagen, Matthias Müller, föstum skotum að rafbílaframleiðandanum Tesla og sagði fyrirtækið sólunda gríðarlegum fjármunum á hverjum ársfjórðungi og reka starfsmenn í röðum og að slík starfsemi væri lítt aðdáunarverð. Til samanburðar benti Müller á að fyrirtæki sitt framleiddi á elleftu milljón bíla á ári, hagnaðist um 13 til 14 milljarða evra á ári og væri mjög umhugað um starfsfólk sitt. Hann benti á að Tesla framleiddi 80.000 bíla á ári og tapaði á því hundruðum milljóna dollara á hverjum ársfjórðungi, en samt fengi fyrirtækið flestar fyrirsagnir og umfjallanir í blöðunum. Vildi Matthias Müller meina að Tesla teldist vart samfélagslega ábyrgt fyrirtæki á meðan starfsemi þess væri með þessum hætti og horfa þyrfti til annarra fyrirtækja hvað slíkt varðaði. Tesla rak nýlega á milli 400 og 700 starfsmenn og vildi Müller einnig meina að slíkum fréttum væri ekki tekið þegjandi ef önnur bílafyrirtæki ættu í hlut. Þessi ummæli koma í kjölfarið á beittri gagnrýni frá einum forsvarsmann General Motors sem lét hafa eftir sér að Elon Musk forstjóri Tesla væri uppfullur af vitleysu og röngum fullyrðingum. Það standa víða spjótin á Tesla þessa dagana sem ekki virðist ætla að takast að koma almennilega fjöldaframleiðslu á nýjasta bíl sínum, Tesla Model 3, á flug. Á meðan bíða 450.000 óþreyjufullir kaupendur eftir bíl sínum eftir að hafa pantað eintak og greitt fyrirfram hluta af kaupverði hans. Biðin eftir bílnum lengist með hverjum mánuðinum sem líður og hætt er við því að margir muni afpanta bíla sína áður en að afgreiðslu þeirra kemur.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent