Skreytt með piparsmjörkremi og piparperlum Guðný Hrönn skrifar 23. október 2017 13:00 Þessi kaka mun slá í gegn hjá þeim sem elska piparsælgæti. Lena Rut Guðmundsdóttir deilir með lesendum uppskrift að klassískri súkkulaðiköku sem auðvelt er að breyta og bæta eftir smekk. Að þessi sinni fullkomnaði hún hana með piparsmjörkremi. „Áhuginn hefur verið til staðar frá því ég var lítil, mamma var alltaf dugleg að baka og ég fékk að vera með,“ segir Lena Rut sem elskar að baka og þá sérstaklega að skreyta kökur. „Mér finnst gott að vera með eina svona klassíska uppskrift eins og þessa og geta þá breytt skreytingum, bragði á kremi eða fyllingu.“ „Kakan er einföld í bakstri en svo getur hver og einn skreytt eins og hann vill. Það ráð sem hefur gagnast mér best þegar ég skreyti með smjörkremi er að frysta botnana og skreyta þá hálffrosna, þá er auðveldara að eiga við kremið og fá slétta og fallega áferð,“ útskýrir Lena.Klassísk súkkulaðikaka með piparsmjörkremi3½ dl sykur2 egg4 dl hveiti1 dl olía (bragðdauf)¾ dl kakó2 dl súrmjólk1 dl uppáhellt kaffi1 tsk. vanilludropar1?½ tsk. matarsódi1 tsk. lyftiduft Aðferð: Egg og sykur eru þeytt saman, svo er restinni bætt saman við og hrært. Deigið er sett í tvö 20-22 cm hringform og kakan bökuð við 180°C í ca. 25-30 mínútur eða þar til hægt er að stinga gaffli í hana án þess að eitthvað festist á honum.Ekki bara bragðgóð heldur líka falleg.MYND/LENA RUTKrem250 g smjör, mjúktca. 600 g flórsykur3 msk. lakkrísduft (ég notaði Dracula)½ dl rjómi Aðferð: Smjör og flórsykur er hrært vel, lakkrísdufti er bætt við og í lokin er rjóminn settur út í og hrært vel. Þeir sem ekki vilja lakkrísduft geta skipt því út fyrir kakó. Kakan er látin kólna og síðan er hún skreytt með piparperlum. Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Lena Rut Guðmundsdóttir deilir með lesendum uppskrift að klassískri súkkulaðiköku sem auðvelt er að breyta og bæta eftir smekk. Að þessi sinni fullkomnaði hún hana með piparsmjörkremi. „Áhuginn hefur verið til staðar frá því ég var lítil, mamma var alltaf dugleg að baka og ég fékk að vera með,“ segir Lena Rut sem elskar að baka og þá sérstaklega að skreyta kökur. „Mér finnst gott að vera með eina svona klassíska uppskrift eins og þessa og geta þá breytt skreytingum, bragði á kremi eða fyllingu.“ „Kakan er einföld í bakstri en svo getur hver og einn skreytt eins og hann vill. Það ráð sem hefur gagnast mér best þegar ég skreyti með smjörkremi er að frysta botnana og skreyta þá hálffrosna, þá er auðveldara að eiga við kremið og fá slétta og fallega áferð,“ útskýrir Lena.Klassísk súkkulaðikaka með piparsmjörkremi3½ dl sykur2 egg4 dl hveiti1 dl olía (bragðdauf)¾ dl kakó2 dl súrmjólk1 dl uppáhellt kaffi1 tsk. vanilludropar1?½ tsk. matarsódi1 tsk. lyftiduft Aðferð: Egg og sykur eru þeytt saman, svo er restinni bætt saman við og hrært. Deigið er sett í tvö 20-22 cm hringform og kakan bökuð við 180°C í ca. 25-30 mínútur eða þar til hægt er að stinga gaffli í hana án þess að eitthvað festist á honum.Ekki bara bragðgóð heldur líka falleg.MYND/LENA RUTKrem250 g smjör, mjúktca. 600 g flórsykur3 msk. lakkrísduft (ég notaði Dracula)½ dl rjómi Aðferð: Smjör og flórsykur er hrært vel, lakkrísdufti er bætt við og í lokin er rjóminn settur út í og hrært vel. Þeir sem ekki vilja lakkrísduft geta skipt því út fyrir kakó. Kakan er látin kólna og síðan er hún skreytt með piparperlum.
Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið