Lífið

Fjórtán árum eftir slysið fræga ætlar Timberlake að koma fram á ný

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Timberlake er ein stærsta stjarna heims.
Justin Timberlake er ein stærsta stjarna heims. visir/getty
Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake mun koma fram í hálfleik í Super Bowl sem fram fer á US Bank-vellinum í Minnesota 4. febrúar á næsta ári.

Þá verða liðin fjórtán ár síðan að Timberlake kom fram á hálfleikssýningunni frægu en árið 2004 steig hann á stokk ásamt Janet Jackson í einni frægustu hálfleikssýningu sögunnar.

Það muna eflaust margir eftir atvikinu þegar Timberlake reif óvart búning Jackson með þeim afleiðingum að annað brjóst hennar datt út og heimsbyggðin horfði á.

Lady Gaga kom fram fyrr á þessu ári og þótti standa sig mjög vel. Timberlake tilkynnti um þetta í þætti Jimmy Fallon eins og sjá má hér að neðan en þar fyrir neðan má sjá atriðið fræga frá árinu 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.