Breskir ferðamenn títt á röngum vegarhelmingi á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2017 09:49 Frá vettvangi umferðarslyss í síðustu viku þar sem breskt par lét lífið eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi í nágrenni Algarve á Spáni. Líkt og við Íslendingar eru Bretar tíðir gestir í hinu sólríka landi Spáni. Þar leigja þeir gjarna bílaleigubíla og það reynist öðrum vegfarendum alls ekki hættulaust því þeir aka þar oft á röngum vegarhelmingi. Þetta hefur könnun meðal breskra ökumanna í ljós, en 2% breskra ökumanna hefur viðurkennt að þeir hafi ekið á röngum vegarhelmingi á ferðalögum sínum á Spáni. Það þýðir að 200.000 breskir ökumenn hafi ekið á röngum vegarhelmingi á ári á Spáni á síðastliðnum 5 árum. Á síðasta ári gerðist það sem dæmi að breskur ökumaður ók niður 6 manna reiðhjólalið sem var við æfingar á Spáni og voru þeir allir færðir á spítala mismikið slasaðir. Ökumaðurinn ók þá á röngum vegarhelmingi og hjólreiðamennirnir áttu sér litla undankomuleið fyrir vikið. Annað nýlegt dæmi frá síðustu viku er af bresku pari sem lét lífið er það ók framan á pallbíl nærri Algarve á Spáni, en 68 ára breskur ökumaður ók þá á röngum vegarhelmingi. Könnunin leiddi einnig í ljós að um 13% breskra ökumanna viðurkenndu að litlu hafi munað að þeir hafi lent í umferðarslysi á ferðalögum erlendis vegna þess að þeir eru vanir að aka á hinum vegarhelmingnum í heimalandinu og að 8% þeirra hafi lent í umferðarslysum í akstri erlendis þar sem hægri umferð er við líði. Rétt um helmingur breskra ökumanna viðurkenndu einnig í könnuninni að þeir höfðu fyrir brottför ekki kynnt sér umferðarreglur og lög á Spáni. Vegfarendur á Spáni virðast því í talsverðri hættu er breskir ökumenn fara ferða sinna á bílum á Spáni og gera þarf reglulega ráð fyrir því að mæta breskum ökumönnum á röngum vegarhelmingi. Rétt er því að hvetja til árvekni þeirra sem leigja sér bíl á Spáni fyrir þessari hættu. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent
Líkt og við Íslendingar eru Bretar tíðir gestir í hinu sólríka landi Spáni. Þar leigja þeir gjarna bílaleigubíla og það reynist öðrum vegfarendum alls ekki hættulaust því þeir aka þar oft á röngum vegarhelmingi. Þetta hefur könnun meðal breskra ökumanna í ljós, en 2% breskra ökumanna hefur viðurkennt að þeir hafi ekið á röngum vegarhelmingi á ferðalögum sínum á Spáni. Það þýðir að 200.000 breskir ökumenn hafi ekið á röngum vegarhelmingi á ári á Spáni á síðastliðnum 5 árum. Á síðasta ári gerðist það sem dæmi að breskur ökumaður ók niður 6 manna reiðhjólalið sem var við æfingar á Spáni og voru þeir allir færðir á spítala mismikið slasaðir. Ökumaðurinn ók þá á röngum vegarhelmingi og hjólreiðamennirnir áttu sér litla undankomuleið fyrir vikið. Annað nýlegt dæmi frá síðustu viku er af bresku pari sem lét lífið er það ók framan á pallbíl nærri Algarve á Spáni, en 68 ára breskur ökumaður ók þá á röngum vegarhelmingi. Könnunin leiddi einnig í ljós að um 13% breskra ökumanna viðurkenndu að litlu hafi munað að þeir hafi lent í umferðarslysi á ferðalögum erlendis vegna þess að þeir eru vanir að aka á hinum vegarhelmingnum í heimalandinu og að 8% þeirra hafi lent í umferðarslysum í akstri erlendis þar sem hægri umferð er við líði. Rétt um helmingur breskra ökumanna viðurkenndu einnig í könnuninni að þeir höfðu fyrir brottför ekki kynnt sér umferðarreglur og lög á Spáni. Vegfarendur á Spáni virðast því í talsverðri hættu er breskir ökumenn fara ferða sinna á bílum á Spáni og gera þarf reglulega ráð fyrir því að mæta breskum ökumönnum á röngum vegarhelmingi. Rétt er því að hvetja til árvekni þeirra sem leigja sér bíl á Spáni fyrir þessari hættu.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent