Körfubolti

Dagur Kár rotaðist eftir þetta högg | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grindvíkingurinn Dagur Kár Jónsson rotaðist eftir að hann fékk olnbogaskot frá Brynjari Þór Björnssyni, leikmanni KR, í oddaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær.

Brynjar Þór var að fara upp að körfunni þegar hann veitir Degi óvart olnbogaskot en greinilegt er að um óviljaverk er að ræða.

Dagur gat þó haldið áfram að spila í síðari hálfleik og reyndist stigahæsti leikmaður Grindvíkinga með fimmtán stig. KR vann leikinn örugglega, 95-56, og tryggði sér þar með sinn fjórða Íslandsmeistaratitil í röð.


Tengdar fréttir

Jón Arnór: Enduðum mótið í fimmta gír

"Við höfum verið að sjá þetta fyrir okkur undanfarna daga, sjá fyrir okkur að við séum að halda á bikarnum,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld.

Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga

KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Karnival í KR-heimilinu

KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg

Jóhann: Við skitum á okkur

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var í hálfgerðu losti eftir skellinn gegn KR í kvöld. Gríðarlega svekkjandi endir á mögnuðu tímabili hjá hans liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×