85% skólabarnanna fóru ekki yfir á gangbraut Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2017 16:50 Barn á leið yfir gervigangbraut. Nú í upphafi skólaárs er mikilvægt að öryggi barna á leið í skólann sé tryggt og liður í því er að gangbrautir yfir vegi séu rétt staðsettar og notaðar af börnunum. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar: „Gönguleiðir skólabarna, frá heimili í skóla, í flestum skólum borgarinnar voru kortlagðar með ítarlegum hætti fyrir nokkrum árum. Börnin teiknuðu sjálf inn á kort þær leiðir sem þau ganga og hvar þau þvera götur og voru niðurstöðurnar voru settar inn í gagnagrunn.“ Af gefnu tilefni gerði FÍB könnun á gönguleiðum við Austurbæjarskóla fimmtudagsmorguninn 7. september milli kl. 8.00 - 8.20. Það sem vakti athygli FÍB er að 85% gangandi vegfarenda gengu yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar né gangbrautarskilti við tvenn gatnamót við Austurbæjarskóla þennan umrædda morgun. Aðeins 27 af 174 sem fóru um gatnamót Bergþórugötu/Barónsstígs fóru yfir gangbrautina þar sem borgin valdi að hafa zebragangbrautir og gangbrautarskilti. Því fóru aðeins 15% barnanna yfir götuna á gangbraut en 85% yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar. Mælingar FÍB sýndar með grafískum hætti. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent
Nú í upphafi skólaárs er mikilvægt að öryggi barna á leið í skólann sé tryggt og liður í því er að gangbrautir yfir vegi séu rétt staðsettar og notaðar af börnunum. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar: „Gönguleiðir skólabarna, frá heimili í skóla, í flestum skólum borgarinnar voru kortlagðar með ítarlegum hætti fyrir nokkrum árum. Börnin teiknuðu sjálf inn á kort þær leiðir sem þau ganga og hvar þau þvera götur og voru niðurstöðurnar voru settar inn í gagnagrunn.“ Af gefnu tilefni gerði FÍB könnun á gönguleiðum við Austurbæjarskóla fimmtudagsmorguninn 7. september milli kl. 8.00 - 8.20. Það sem vakti athygli FÍB er að 85% gangandi vegfarenda gengu yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar né gangbrautarskilti við tvenn gatnamót við Austurbæjarskóla þennan umrædda morgun. Aðeins 27 af 174 sem fóru um gatnamót Bergþórugötu/Barónsstígs fóru yfir gangbrautina þar sem borgin valdi að hafa zebragangbrautir og gangbrautarskilti. Því fóru aðeins 15% barnanna yfir götuna á gangbraut en 85% yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar. Mælingar FÍB sýndar með grafískum hætti.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent