Til að mynda var Bale mjög stæltur fyrir hlutverk sitt í Batman-myndunum og var hann aðeins um 60 kíló fyrir hlutverk sitt í The Machinist. Þess má geta að Bale er 183 sentímetrar á hæð. Hann var að missa 25 kg á aðeins fjórum mánuðum fyrir það hlutverk.
Núna er Bale að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Backseat þar sem hann leikur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Dick Cheney. Hann hefur bætt vel á sig eins og sést á mynd sem birtist af honum í fjölmiðlum í vikunni.

