Takk, Trump Magnús Guðmundsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Fyrr í þessum mánuði áttu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fund sem virðist ætla að draga nokkurn dilk á eftir sér. Ekki aðeins opinberaðist þar í vandræðalegum augnablikum hvor þessara tveggja þjóðarleiðtoga virðist kunna almenna mannasiði, heldur lét Bandaríkjaforseti sig víst hafa það að afhenda kanslaranum reikning upp á 300 milljarða dollara sem hann telur Þjóðverja skulda NATO fyrir að verja Þýskaland, væntanlega allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Breska blaðið The Sunday Times hefur þetta eftir heimildarmönnum innan þýsku ríkisstjórnarinnar og þó svo Merkel hafi greinilega haldið ró sinni og ekki látið gjörninginn slá sig út af laginu er öðrum ráðamönnum í Þýskalandi eðlilega brugðið. Það er því greinilega ekkert sérstaklega gaman að fá Donald Trump í heimsókn – að minnsta kosti ekki fyrir aðildarríki NATO. Í fjölmiðlum hefur reyndar ítrekað komið fram að Bandaríkjaforseti eigi í vandræðum með að skilja hvernig fjármálum NATO er háttað og að hann virðist telja ýmsar þjóðir skulda Bandaríkjunum stórfé fyrir hersetu og vernd. Og þó svo staða Þýskalands og Íslands sé hvorki sambærileg í dag fremur en hún var við lok heimsstyrjaldarinnar síðari þá hlýtur þessi gjörningur Bandaríkjaforseta að vera íslenskum ráðamönnum umhugsunarefni þar sem við erum aðildarþjóð NATO. Nú hefur Ísland reyndar verið herlaust land í meira en tíu ár, eftir að Bandaríkin tilkynntu Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, símleiðis um þá ákvörðun að leggja herstöðina niður, og því hlýtur að vera meira en tímabært að við tökum aðild okkar að umræddu hernaðarbandalagi til endurskoðunar. Aðild Íslands að NATO snýst þó ekki endilega um peninga því hlutfallslega greiðum við ekki stórar fjárhæðir miðar við fjölmargar aðrar þjóðir. Aðild Íslands að NATO snýst mun fremur um heimsmynd og ákveðna grundavallarhugsun sem byggir á því hvar við tókum okkur stöðu þegar heimurinn klofnaði í tvennt í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. En heimurinn breytist og á þeim áratugum sem hafa liðið frá stofnun NATO er heimurinn gjörbreyttur. Þar með hafa líka gjörbreyst möguleikar smáríkis á borð við Ísland til að hafa áhrif til góðs og til þess getum við horft. Ágætt dæmi er framganga Íslands á kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir skömmu sem sýndi heiminum að litlar þjóðir geta líka verið stórar fyrirmyndir. En það þarf hugrekki til að vera herlaus þjóð sem mælir fyrir friði í heiminum. Að vera þjóð sem talar gegn hernaðarbrölti hvar sem það ber niður með meðfylgjandi hörmungum fyrir fjölda fólks á hverjum degi. Að tala gegn því að heimurinn haldi áfram að eyða milljörðum á milljarða ofan í hergagnaframleiðslu fremur en í baráttuna gegn hungri, sjúkdómum og vosbúð. Það þarf hugrekki til þess að segja nei takk við herra Donald Trump ef hann dúkkar hér upp með reikning. Ísland á að vera og getur verið land friðar og velsældar fremur en hernaðarbrölts og hörmunga. Takk, en nei takk, herra Trump, og góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Fyrr í þessum mánuði áttu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fund sem virðist ætla að draga nokkurn dilk á eftir sér. Ekki aðeins opinberaðist þar í vandræðalegum augnablikum hvor þessara tveggja þjóðarleiðtoga virðist kunna almenna mannasiði, heldur lét Bandaríkjaforseti sig víst hafa það að afhenda kanslaranum reikning upp á 300 milljarða dollara sem hann telur Þjóðverja skulda NATO fyrir að verja Þýskaland, væntanlega allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Breska blaðið The Sunday Times hefur þetta eftir heimildarmönnum innan þýsku ríkisstjórnarinnar og þó svo Merkel hafi greinilega haldið ró sinni og ekki látið gjörninginn slá sig út af laginu er öðrum ráðamönnum í Þýskalandi eðlilega brugðið. Það er því greinilega ekkert sérstaklega gaman að fá Donald Trump í heimsókn – að minnsta kosti ekki fyrir aðildarríki NATO. Í fjölmiðlum hefur reyndar ítrekað komið fram að Bandaríkjaforseti eigi í vandræðum með að skilja hvernig fjármálum NATO er háttað og að hann virðist telja ýmsar þjóðir skulda Bandaríkjunum stórfé fyrir hersetu og vernd. Og þó svo staða Þýskalands og Íslands sé hvorki sambærileg í dag fremur en hún var við lok heimsstyrjaldarinnar síðari þá hlýtur þessi gjörningur Bandaríkjaforseta að vera íslenskum ráðamönnum umhugsunarefni þar sem við erum aðildarþjóð NATO. Nú hefur Ísland reyndar verið herlaust land í meira en tíu ár, eftir að Bandaríkin tilkynntu Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, símleiðis um þá ákvörðun að leggja herstöðina niður, og því hlýtur að vera meira en tímabært að við tökum aðild okkar að umræddu hernaðarbandalagi til endurskoðunar. Aðild Íslands að NATO snýst þó ekki endilega um peninga því hlutfallslega greiðum við ekki stórar fjárhæðir miðar við fjölmargar aðrar þjóðir. Aðild Íslands að NATO snýst mun fremur um heimsmynd og ákveðna grundavallarhugsun sem byggir á því hvar við tókum okkur stöðu þegar heimurinn klofnaði í tvennt í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. En heimurinn breytist og á þeim áratugum sem hafa liðið frá stofnun NATO er heimurinn gjörbreyttur. Þar með hafa líka gjörbreyst möguleikar smáríkis á borð við Ísland til að hafa áhrif til góðs og til þess getum við horft. Ágætt dæmi er framganga Íslands á kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir skömmu sem sýndi heiminum að litlar þjóðir geta líka verið stórar fyrirmyndir. En það þarf hugrekki til að vera herlaus þjóð sem mælir fyrir friði í heiminum. Að vera þjóð sem talar gegn hernaðarbrölti hvar sem það ber niður með meðfylgjandi hörmungum fyrir fjölda fólks á hverjum degi. Að tala gegn því að heimurinn haldi áfram að eyða milljörðum á milljarða ofan í hergagnaframleiðslu fremur en í baráttuna gegn hungri, sjúkdómum og vosbúð. Það þarf hugrekki til þess að segja nei takk við herra Donald Trump ef hann dúkkar hér upp með reikning. Ísland á að vera og getur verið land friðar og velsældar fremur en hernaðarbrölts og hörmunga. Takk, en nei takk, herra Trump, og góðar stundir.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun