Lífið

Mismæli Bjarna vekja lukku: „Panamas.... öööö Parísarsamkomulagið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Ben var nokkuð hress í gær.
Bjarni Ben var nokkuð hress í gær. vísir/ernir
Alþingi kom saman í gær eftir jólafrí og myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði stórsókn í innviðauppbyggingu á þessu kjörtímabili í stefnuræðu forsætisráðherra.

Bjarni mismælti sig reyndar töluvert á Alþingi í gær og sagði hann óvart „Panamaskjölin“ þegar hann ætlaði að segja „Parísarsáttmálin“ í tengslum við loftlagsbreytingar.

Eyvindur Elí Albertsson tók atvikið upp á símann sinn og birti það á Facebook-síðu sinni. Myndskeiðið hefur vakið töluverða lukku og má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×