Lífið

Skólastjórinn leyfði drengnum að snoða sig til að styðja við krabbameinssjúkan afa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt augnablik.
Fallegt augnablik.
Tim Hadley er skólastjóri sem starfar við Pekin-skólann í Ollie, Iowa í Bandaríkjunum.

Hann tekur greinilega öðruvísi á málunum og eftir að í ljós kom að afi eins nemanda væri að berjast við krabbamein tók Hadley málin í sínar hendur.

Hann boðaði nemendur skólans á sinn fund og til að vekja athygli á alvarleika málsins og baráttu afans fékk drengurinn að raka allt hárið af Hadley, og það fyrir fram allan skólann.

Mynaband og myndir af atvikinu hafa nú flogið um netið eins og rakettur og hrósa margir þessum frumlega skólastjóra. Hér að neðan má sjá atvikið á myndbandi og myndum.

Kennari skólans setur inn þessa færslu hér að neðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×