Fjölbreytnin í fyrirrúmi í nýrri stuttmynd Ísoldar Braga Ritstjórn skrifar 23. nóvember 2017 11:30 Mynd: Ísold Braga Ísold Braga er ungur listamaður á uppleið. Frá því að hún var barn hefur hún haft mikla ástríðu fyrir list, en nú talar hún um að vera orðin háð listinni, og þeirri tilfinningu sem fylgir því að taka upp. Í kvöld kynnir hún til leiks nýja örmynd, ÍSLENSKAR STELPUR. Myndin snýst um innflytjendur og líkamsímynd, og hefur Ísold ofið þessi tvö umræðuefni saman. Við heyrðum í þessum áhugaverða listamanni um örmyndina sem hún hefur unnið að síðustu mánuði. Segðu mér aðeins frá myndinni. Stuttmyndin snýst um innflytjendur, hvað það þýðir og hvernig við eigum að endurskilgreina það. Í myndinni koma fram ellefu mismunandi konur, með mismunandi bakgrunn. En þær trúa því, allar sem ein, að hver og ein eigi skilið sama frelsi og jafnrétti. Innflutningur (fólks) hefur haft mikil áhrif í gegnum tíðina, og þá sérstaklega í dag. Með myndinni langaði mig að búa til samtal og hvetja fólk til að horfa út fyrir sitt sjónarhorn, og sjá að innflytjendur eru miklu meira en bara húðliturinn. Íslensku stelpurnar tákna vonina, og tækifærið að hægt sé að færast í átt að jákvæðri nálgun þegar kemur að þessu málefni. Líkamsímynd er stór partur af þinni vinnu, hvernig tengirðu það við hugmyndafræði stuttmyndarinnar? Mér hefur alltaf fundist mjög mikilvægt að sýna fjölbreytileika í líkamsímynd, óháð því hvaða verkefni það er. Við tökum ekki oft eftir því hversu lítil fjölbreytni er í kringum okkur, því við erum svo vön þessari mynd sem konan á að líta út eins og. Og ég held að þegar talað er um innflytjendur þá er það sama sagan. Ósjálfrátt þá gerir fólk ráð fyrir því að sá sé dökkur eða frá Mið-Austurlöndum. Þarna mætast þessi tvö umræðuefni. Það er engin leið að horfa á manneskju, og dæma hana af hörundi hennar án þess að taka eftir muninum á hvernig líkami hennar lítur út. Þetta helst í hendur. Er þetta fyrsta verkefnið þitt að þessu tagi? Ég hef gert á bakvið tjöldin hluti fyrir LOVE-tímaritið, þegar ég var í Mílanó. En þetta er mitt fyrsta verk sem ég geri alveg sjálf. Frumsýningin verður haldin á MINØR, Fiskislóð 53-55, kl. 20.00 í kvöld. Á kvöldinu verða einnig tvær andlitmyndir (portrett) eftir Ísold til sölu. Ísold Bragadóttir Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Kórónur, leður og spaghettíhlýrar Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Geysir frumsýnir vetrarlínuna með pompi og pragt Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Leonardo DiCaprio er hinn fullkomni kærasti Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour
Ísold Braga er ungur listamaður á uppleið. Frá því að hún var barn hefur hún haft mikla ástríðu fyrir list, en nú talar hún um að vera orðin háð listinni, og þeirri tilfinningu sem fylgir því að taka upp. Í kvöld kynnir hún til leiks nýja örmynd, ÍSLENSKAR STELPUR. Myndin snýst um innflytjendur og líkamsímynd, og hefur Ísold ofið þessi tvö umræðuefni saman. Við heyrðum í þessum áhugaverða listamanni um örmyndina sem hún hefur unnið að síðustu mánuði. Segðu mér aðeins frá myndinni. Stuttmyndin snýst um innflytjendur, hvað það þýðir og hvernig við eigum að endurskilgreina það. Í myndinni koma fram ellefu mismunandi konur, með mismunandi bakgrunn. En þær trúa því, allar sem ein, að hver og ein eigi skilið sama frelsi og jafnrétti. Innflutningur (fólks) hefur haft mikil áhrif í gegnum tíðina, og þá sérstaklega í dag. Með myndinni langaði mig að búa til samtal og hvetja fólk til að horfa út fyrir sitt sjónarhorn, og sjá að innflytjendur eru miklu meira en bara húðliturinn. Íslensku stelpurnar tákna vonina, og tækifærið að hægt sé að færast í átt að jákvæðri nálgun þegar kemur að þessu málefni. Líkamsímynd er stór partur af þinni vinnu, hvernig tengirðu það við hugmyndafræði stuttmyndarinnar? Mér hefur alltaf fundist mjög mikilvægt að sýna fjölbreytileika í líkamsímynd, óháð því hvaða verkefni það er. Við tökum ekki oft eftir því hversu lítil fjölbreytni er í kringum okkur, því við erum svo vön þessari mynd sem konan á að líta út eins og. Og ég held að þegar talað er um innflytjendur þá er það sama sagan. Ósjálfrátt þá gerir fólk ráð fyrir því að sá sé dökkur eða frá Mið-Austurlöndum. Þarna mætast þessi tvö umræðuefni. Það er engin leið að horfa á manneskju, og dæma hana af hörundi hennar án þess að taka eftir muninum á hvernig líkami hennar lítur út. Þetta helst í hendur. Er þetta fyrsta verkefnið þitt að þessu tagi? Ég hef gert á bakvið tjöldin hluti fyrir LOVE-tímaritið, þegar ég var í Mílanó. En þetta er mitt fyrsta verk sem ég geri alveg sjálf. Frumsýningin verður haldin á MINØR, Fiskislóð 53-55, kl. 20.00 í kvöld. Á kvöldinu verða einnig tvær andlitmyndir (portrett) eftir Ísold til sölu. Ísold Bragadóttir
Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Kórónur, leður og spaghettíhlýrar Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Geysir frumsýnir vetrarlínuna með pompi og pragt Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Leonardo DiCaprio er hinn fullkomni kærasti Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour