Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims.
„Þetta eru góðar fréttir fyrir neytendur á Íslandi og það er klárt mál að þetta mun lækka vöruverð, og það til muna í mörgum tilfellum. Það hefur vantað meiri samkeppni á íslenskum raftækjamarkaði, neytendum til hagsbóta. Koma Costco gerði helling í matvöru og ýmissi sérvöru en varðandi raftæki hafa þeir að miklu leyti þurft að reiða sig á innlenda birgja. Nú munu þessir aðilar þurfa að bregðast við – og eru vafalaust að því núna,“ segir Guðmundur Magnason í tilkynningu Heimkaup.is
„Fyrstu gámarnir eru væntanlegir til landsins seinni partinn í þessari viku og verða komnir í sölu næstkomandi mánudag, 27. nóvember, eða á Cyber Monday. Í þessari fyrstu sendingu leggjum við áherslu á hvítu vöruna, þ.e. ísskápa, uppþvottavélar, þurrkara, eldavélar o.þ.h.,“ segir Guðmundur og bætir við að allir hinir vöruflokkarnir muni svo fylgja í kjölfarið. „Þar erum við að tala um sjónvörp, heimabíó, hátalara, síma, tölvur, öll smærri raftæki og fleira.“
Heimkaup komið í hóp verslana Euronics
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið



Árni Oddur tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent

Ísland brotlegt í pitsaostamálinu
Viðskipti innlent

Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent

Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur
Viðskipti erlent

Arctic Adventures kaupir Happy Campers
Viðskipti innlent

Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins
Viðskipti innlent

Trump-tollar tóku gildi í nótt
Viðskipti erlent