Sport

Ólympíumeistari var misnotuð af liðslækninum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gabby Douglas hefur unnið til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum.
Gabby Douglas hefur unnið til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum. vísir/getty
Gabby Douglas, þrefaldur Ólympíumeistari í fimleikum, hefur bæst í hóp þeirra sem saka Dr. Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska fimleikalandsliðsins, um kynferðislega misnotkun.

Douglas fékk mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um liðsfélaga sinn, Aly Raisman, sem hefur einnig sakað Nassar um misnotkun.

Douglas var sökuð um drusluskömmun en í færslu á Twitter ýjaði hún að því að konur gæfu færi á sér með því að klæðast á ákveðinn hátt. Meðal þeirra sem gagnrýndu Douglas fyrir ummælin var liðsfélagi hennar, Simone Biles.

Douglas hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum og segist sjálf hafa verið misnotuð af Nassar.

„Ég leit ekki á ummæli mín sem fórnarlambsskömmun því ég veit að sama hversu þú klæðist, þá gefur það ENGUM rétt til að áreita eða misnota þig. Þetta er eins og að segja að það væri okkur að kenna að Larry Nassar misnotaði okkur út af búningunum sem við klæðumst,“ skrifaði Douglas á Instagram.

Nassar situr í fangelsi í Michigan og verður þar væntanlega á næstunni. Yfir 100 konur hafa farið í mál við hann út af kynferðislegri misnotkun. Þá var hann gripinn með mikið magn af barnaklámi í tölvunni sinni á fyrir rúmu ári.

please hear my heart

A post shared by Gabby Douglas (@gabbycvdouglas) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×