Ofsakuldi, tempraður Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Í samræðum við leigubílstjóra og móttökustarfsmenn hótela víðsvegar um veröldina hef ég oft fullyrt að það verði „alls ekki eins kalt á Íslandi og maður myndi halda“. Þessar samræður hef ég nær alltaf átt að sumri til í heitum löndum, þegar íslenskur vetur er bara óræður vísir að minningu úr fjarlægri fortíð, og ég kannski á leiðinni í skemmtigöngu í hlýrri golu með svalandi íspinna í handtöskunni. „Það er sko temprað loftslag á Íslandi,“ segi ég við útlendingana og maka á mig sólarolíu og höfuðið á mér hringsnýst í svo heiftarlegri D-vítamínvímu að ég er farin að segja orð eins og temprað. „Það verður alveg svolítið kalt, en ekki svona öfgakalt eins og til dæmis í New York eða eitthvað, skilurðu.“ En nú er nóvember og ég er stödd í Reykjavík. Það er vetur, ég er með varaþurrk á lokastigi og það er sko mjög kalt. Alveg öfgakalt. Rokið nístir mig þráfaldlega inn að beini, eins og öll árin á undan, og ég man að það er vissulega ástæða fyrir því að önnur hver verslun í miðbænum selur lítil tröll með víkingahjálma en fyrst og fremst dúnúlpur. Ég held að þetta sé hreinlega þjóðernishyggja, þessi viðleitni til að uppræta hugmyndina um Ísland sem gaddfreðna eyðitúndru. „Nei, sko, þú ert að hugsa um Grænland. Það er næs á Íslandi.“ Fjarlægðin gerir fjöllin nefnilega blá, segja sumir, en svo kemur nóvember og fjöllin breiða úr sér rétt fyrir utan svefnherbergisgluggann. Og ef maður rýnir staðfastlega í gegnum haglélshrinurnar og mengunarslikjuna við sjóndeildarhringinn sér maður að þau eru hvít. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Í samræðum við leigubílstjóra og móttökustarfsmenn hótela víðsvegar um veröldina hef ég oft fullyrt að það verði „alls ekki eins kalt á Íslandi og maður myndi halda“. Þessar samræður hef ég nær alltaf átt að sumri til í heitum löndum, þegar íslenskur vetur er bara óræður vísir að minningu úr fjarlægri fortíð, og ég kannski á leiðinni í skemmtigöngu í hlýrri golu með svalandi íspinna í handtöskunni. „Það er sko temprað loftslag á Íslandi,“ segi ég við útlendingana og maka á mig sólarolíu og höfuðið á mér hringsnýst í svo heiftarlegri D-vítamínvímu að ég er farin að segja orð eins og temprað. „Það verður alveg svolítið kalt, en ekki svona öfgakalt eins og til dæmis í New York eða eitthvað, skilurðu.“ En nú er nóvember og ég er stödd í Reykjavík. Það er vetur, ég er með varaþurrk á lokastigi og það er sko mjög kalt. Alveg öfgakalt. Rokið nístir mig þráfaldlega inn að beini, eins og öll árin á undan, og ég man að það er vissulega ástæða fyrir því að önnur hver verslun í miðbænum selur lítil tröll með víkingahjálma en fyrst og fremst dúnúlpur. Ég held að þetta sé hreinlega þjóðernishyggja, þessi viðleitni til að uppræta hugmyndina um Ísland sem gaddfreðna eyðitúndru. „Nei, sko, þú ert að hugsa um Grænland. Það er næs á Íslandi.“ Fjarlægðin gerir fjöllin nefnilega blá, segja sumir, en svo kemur nóvember og fjöllin breiða úr sér rétt fyrir utan svefnherbergisgluggann. Og ef maður rýnir staðfastlega í gegnum haglélshrinurnar og mengunarslikjuna við sjóndeildarhringinn sér maður að þau eru hvít.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun