Fúsi og Dagur Sig í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í vetur 29. ágúst 2017 12:30 vísir/garðar Leikur Vals og Aftureldingar í Meistarakeppni karla í handbolta sem fram fer í kvöld verður fyrsti íslenski handboltaleikurinn sem 365 sýnir í aldarfjórðung. Fyrr í sumar gerðu HSÍ, Olís og 365 þriggja ára samstarfssamning og verður handboltinn boðinn velkominn á sportið í kvöld. Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta silfurliðinu úr bikarnum, Aftureldingu, að Hlíðarenda klukkan 19.30 en bein útsending hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport HD. Bæði lið hafa styrkt sig í sumar og eru líkleg til afreka í vetur. Með þessum leik hefst umfjöllun Stöðvar 2 Sports um íslenska handboltann sem fer svo á fullt þegar Olís-deildir karla og kvenna fara af stað í september. Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki úr Olís-deild karla í beinni útsendingu í hverri umferð og einn leik úr Olís-deild kvenna. Mikið verður um tvíhöfða sunnudagskvöldum og þá karlaleikur á mánudegi. Leikur úr kvennadeildinni verður alltaf í beinni á sunnudögum. Skemmtilegar nýjungar í Seinni bylgjunni og bylting í umfjöllun um íslenskan handbolta verður kynnt síðar í vikunni. Spennan fyrir handboltanum í vetur er mikil enda margir atvinnumenn komnir heim. Lesa má meira um það hér.Seinni bylgjan verður á dagskrá í allan vetur.vísir/LeóSeinni bylgjan mætir til leiks Uppgjörsþáttur Stöð 2 Sport um íslenska handboltann hefur fengið heitið Seinni bylgjan en hann verður á dagskrá að lokinni síðasta sjónvarpsleik í Olís-deild karla, nær alltaf á mánudagskvöldum. Þar verður hver umferð í karlaboltanum gerð upp sem og sjónvarpsleikur kvenna og kíkt verður á næstu leiki hjá stelpunum. Umferðin hjá þeim klárast alla jafnan degi eftir þátt. Tómas Þór Þórðarson mun stýra Seinni bylgjunni en fyrsti þáttur af henni verður 8. september. Það verður upphitunarþáttur fyrir Olís-deild karla þar sem spá þáttarins fyrir deildarkeppnina verður kynnt og rýnt í öll liðin. Mánudaginn 11. september verður svo upphitunarþáttur fyrir Olís-deild kvenna þar sem það sama verður gert; spáð fyrir um gengi liðanna í deildarkeppninni sem og farið yfir helstu styrkleika og veikleika liðanna er þau hefja vegferð sína að Íslandsmeistaratitlinum. Seinni bylgjan fer svo úr myndveri og á ferðina þegar úrslitakeppnin hefst. Þá verður þátturinn í beinni úr íþróttahúsunum þar sem umgjörðin verður stækkuð í kringum hvern sjónvarpsleik hjá körlum og konum og rýnt í það helst sem gerðist í öðrum leikjum.Jóhann Gunnar, Gunnar Berg, Sigfús Sigurðsson og Sebastian Alexandersson.vísir/vilhelm/eyþórSilfurdrengur og Evrópumeistari Fjórir sérfræðingar verða fastir í Seinni bylgjunni auk þess sem að Evrópumeistarinn og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Dagur Sigurðsson mun reglulega vera sérfræðingur og greina leiki eins og honum einum er lagið.Sigfús Sigurðsson þarf ekki að kynna fyrir nokkrum Íslendingi en Rússajeppinn er einn allra vinsælasti landsliðsmaðurinn fyrr og síðar. Sigfús, sem er einn mesti karakter í íslenskri íþróttasögu, átti farsælan atvinnumannaferil á Spáni og í Þýskalandi. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu um margra ára skeið (136 leikir og 316 mörk) og vann silfur með strákunum okkar á ÓL í Peking árið 2008. Fúsi hefur aldrei falið skoðanir sínar þegar kemur að handbolta eins og kom bersýnilega í ljós í lok janúar á þessu ári. Meira um það hér.Gunnar Berg Viktorsson er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður (80 landsleikir). Þessi mikla skytta og gríðarlega öflugi varnarmaður var lykilmaður í frábæru liði Hauka sem varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð frá 2008-2010. Hann vann einnig bikarinn með Haukum árið 2010 og annan bikarmeistaratitil með Fram árið 1999. Eftir að leikmannaferlinum lauk þjálfaði hann bæði Hauka og Stjörnuna.Sebastian Alexandersson er er þrautreyndur leikmaður og þjálfari sem hefur verið í boltanum um áratuga skeið. Á ríflega 20 ára löngum ferli með liðum eins og ÍR, Aftureldingu, Fram og Selfossi varð hann bikarmeistari tvisvar sinnum og deildarmeistari einu sinni. Þá á hann 31 landsleik að baki fyrir Ísland. Basti, eins og hann er kallaður, hefur einnig mikla reynslu af þjálfun en hann stýrði karlaliði Selfos í átta ár og kvennaliði félagsins í fimm ár. Hann kom kvennaliðinu í undanúrslit bikarsins á síðustu leiktíð en lét svo af störfum eftir tímabilið.Jóhann Gunnar Einarsson er einn besti örvhenti leikmaður sem spilað hefur í efstu deild undanfarin ár en þessi glaðbeita skytta varð Íslandsmeistari með Fram árið 2006 og aftur árið 2013. Jóhann Gunnar var þá valinn bæði besti leikmaður deildarinnar og sá mikilvægasti. Hann lauk ferlinum með Aftureldingu tímabilið 2015/2016 og komst þá með liðinu í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.Dagur Sigurðsson gerði Þýskaland að Evrópumeistara.vísir/gettyGóður Dagur Dagur Sigurðsson, þjálfari japanska landsliðsins í handbolta, verður einnig hluti af sérfræðingateyminu en hann verður reglulega í þættinum og fer yfir málin og greinir leiki. Dagur Sigurðsson er einn besti handboltaþjálfari í heimi en undir hans stjórn varð ungt og vængbrotið þýskt landslið óvænt Evrópumeistari árið 2016. Dagur fylgdi því svo eftir með bronsverðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann var áður þjálfari Füchse Berlín í Þýskalandi þar sem hann gerði frábæra hluti og byggði upp eitt af bestu liðum Þýskalands. Hann varð bikarmeistari með Berlínarrefunum árið 2014 og Evrópumeistari bikarhafa ári síðar. Þá varð hann austurrískur meistari með A1 Bregenz fjögur ár í röð frá 2004-2007. Sem leikmaður varð Dagur fimm sinnum Íslandsmeistari með Val á sex árum frá 1991-1996 og spilaði svo sem atvinnumaður í Þýskalandi, Japan og í Austurríki. Hann var landsliðsfyrirliði Íslands um árabil og spilaði í heildina 215 landsleiki og skoraði 399 mörk.Steinunn Björnsdóttir sópaði að sér titlunum á síðustu leiktíð.vísir/eyþórSú besta byrjar mótið á Stöð 2 Sport Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, verður með Seinni bylgjunni framan af móti og í kringum beinar útsendingar frá Olís-deild kvenna. Hún verður í upphitunarþættinum fyrir deildina 11. september. Steinunn varð Íslandsmeistari með Fram á síðustu leiktíð en hún er ólétt og hefur ekki leik aftur fyrr en eftir áramót. Fram að því mun hún vera sérfræðingur 365 um kvennaboltann. Þessi gríðarlega öflugi leikmaður átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Fram á síðustu leiktíð en eftir mótið var hún kjörin besti leikmaðurinn, mikilvægasti leikmaðurinn og besti varnarmaðurinn. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Leikur Vals og Aftureldingar í Meistarakeppni karla í handbolta sem fram fer í kvöld verður fyrsti íslenski handboltaleikurinn sem 365 sýnir í aldarfjórðung. Fyrr í sumar gerðu HSÍ, Olís og 365 þriggja ára samstarfssamning og verður handboltinn boðinn velkominn á sportið í kvöld. Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta silfurliðinu úr bikarnum, Aftureldingu, að Hlíðarenda klukkan 19.30 en bein útsending hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport HD. Bæði lið hafa styrkt sig í sumar og eru líkleg til afreka í vetur. Með þessum leik hefst umfjöllun Stöðvar 2 Sports um íslenska handboltann sem fer svo á fullt þegar Olís-deildir karla og kvenna fara af stað í september. Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki úr Olís-deild karla í beinni útsendingu í hverri umferð og einn leik úr Olís-deild kvenna. Mikið verður um tvíhöfða sunnudagskvöldum og þá karlaleikur á mánudegi. Leikur úr kvennadeildinni verður alltaf í beinni á sunnudögum. Skemmtilegar nýjungar í Seinni bylgjunni og bylting í umfjöllun um íslenskan handbolta verður kynnt síðar í vikunni. Spennan fyrir handboltanum í vetur er mikil enda margir atvinnumenn komnir heim. Lesa má meira um það hér.Seinni bylgjan verður á dagskrá í allan vetur.vísir/LeóSeinni bylgjan mætir til leiks Uppgjörsþáttur Stöð 2 Sport um íslenska handboltann hefur fengið heitið Seinni bylgjan en hann verður á dagskrá að lokinni síðasta sjónvarpsleik í Olís-deild karla, nær alltaf á mánudagskvöldum. Þar verður hver umferð í karlaboltanum gerð upp sem og sjónvarpsleikur kvenna og kíkt verður á næstu leiki hjá stelpunum. Umferðin hjá þeim klárast alla jafnan degi eftir þátt. Tómas Þór Þórðarson mun stýra Seinni bylgjunni en fyrsti þáttur af henni verður 8. september. Það verður upphitunarþáttur fyrir Olís-deild karla þar sem spá þáttarins fyrir deildarkeppnina verður kynnt og rýnt í öll liðin. Mánudaginn 11. september verður svo upphitunarþáttur fyrir Olís-deild kvenna þar sem það sama verður gert; spáð fyrir um gengi liðanna í deildarkeppninni sem og farið yfir helstu styrkleika og veikleika liðanna er þau hefja vegferð sína að Íslandsmeistaratitlinum. Seinni bylgjan fer svo úr myndveri og á ferðina þegar úrslitakeppnin hefst. Þá verður þátturinn í beinni úr íþróttahúsunum þar sem umgjörðin verður stækkuð í kringum hvern sjónvarpsleik hjá körlum og konum og rýnt í það helst sem gerðist í öðrum leikjum.Jóhann Gunnar, Gunnar Berg, Sigfús Sigurðsson og Sebastian Alexandersson.vísir/vilhelm/eyþórSilfurdrengur og Evrópumeistari Fjórir sérfræðingar verða fastir í Seinni bylgjunni auk þess sem að Evrópumeistarinn og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Dagur Sigurðsson mun reglulega vera sérfræðingur og greina leiki eins og honum einum er lagið.Sigfús Sigurðsson þarf ekki að kynna fyrir nokkrum Íslendingi en Rússajeppinn er einn allra vinsælasti landsliðsmaðurinn fyrr og síðar. Sigfús, sem er einn mesti karakter í íslenskri íþróttasögu, átti farsælan atvinnumannaferil á Spáni og í Þýskalandi. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu um margra ára skeið (136 leikir og 316 mörk) og vann silfur með strákunum okkar á ÓL í Peking árið 2008. Fúsi hefur aldrei falið skoðanir sínar þegar kemur að handbolta eins og kom bersýnilega í ljós í lok janúar á þessu ári. Meira um það hér.Gunnar Berg Viktorsson er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður (80 landsleikir). Þessi mikla skytta og gríðarlega öflugi varnarmaður var lykilmaður í frábæru liði Hauka sem varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð frá 2008-2010. Hann vann einnig bikarinn með Haukum árið 2010 og annan bikarmeistaratitil með Fram árið 1999. Eftir að leikmannaferlinum lauk þjálfaði hann bæði Hauka og Stjörnuna.Sebastian Alexandersson er er þrautreyndur leikmaður og þjálfari sem hefur verið í boltanum um áratuga skeið. Á ríflega 20 ára löngum ferli með liðum eins og ÍR, Aftureldingu, Fram og Selfossi varð hann bikarmeistari tvisvar sinnum og deildarmeistari einu sinni. Þá á hann 31 landsleik að baki fyrir Ísland. Basti, eins og hann er kallaður, hefur einnig mikla reynslu af þjálfun en hann stýrði karlaliði Selfos í átta ár og kvennaliði félagsins í fimm ár. Hann kom kvennaliðinu í undanúrslit bikarsins á síðustu leiktíð en lét svo af störfum eftir tímabilið.Jóhann Gunnar Einarsson er einn besti örvhenti leikmaður sem spilað hefur í efstu deild undanfarin ár en þessi glaðbeita skytta varð Íslandsmeistari með Fram árið 2006 og aftur árið 2013. Jóhann Gunnar var þá valinn bæði besti leikmaður deildarinnar og sá mikilvægasti. Hann lauk ferlinum með Aftureldingu tímabilið 2015/2016 og komst þá með liðinu í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.Dagur Sigurðsson gerði Þýskaland að Evrópumeistara.vísir/gettyGóður Dagur Dagur Sigurðsson, þjálfari japanska landsliðsins í handbolta, verður einnig hluti af sérfræðingateyminu en hann verður reglulega í þættinum og fer yfir málin og greinir leiki. Dagur Sigurðsson er einn besti handboltaþjálfari í heimi en undir hans stjórn varð ungt og vængbrotið þýskt landslið óvænt Evrópumeistari árið 2016. Dagur fylgdi því svo eftir með bronsverðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann var áður þjálfari Füchse Berlín í Þýskalandi þar sem hann gerði frábæra hluti og byggði upp eitt af bestu liðum Þýskalands. Hann varð bikarmeistari með Berlínarrefunum árið 2014 og Evrópumeistari bikarhafa ári síðar. Þá varð hann austurrískur meistari með A1 Bregenz fjögur ár í röð frá 2004-2007. Sem leikmaður varð Dagur fimm sinnum Íslandsmeistari með Val á sex árum frá 1991-1996 og spilaði svo sem atvinnumaður í Þýskalandi, Japan og í Austurríki. Hann var landsliðsfyrirliði Íslands um árabil og spilaði í heildina 215 landsleiki og skoraði 399 mörk.Steinunn Björnsdóttir sópaði að sér titlunum á síðustu leiktíð.vísir/eyþórSú besta byrjar mótið á Stöð 2 Sport Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, verður með Seinni bylgjunni framan af móti og í kringum beinar útsendingar frá Olís-deild kvenna. Hún verður í upphitunarþættinum fyrir deildina 11. september. Steinunn varð Íslandsmeistari með Fram á síðustu leiktíð en hún er ólétt og hefur ekki leik aftur fyrr en eftir áramót. Fram að því mun hún vera sérfræðingur 365 um kvennaboltann. Þessi gríðarlega öflugi leikmaður átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Fram á síðustu leiktíð en eftir mótið var hún kjörin besti leikmaðurinn, mikilvægasti leikmaðurinn og besti varnarmaðurinn.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira