Íslensk kjötsúpa í norskri vegasjoppu Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 18:30 Spisekroken eða Matkrókurinn er í smábænum Jessheim. Veitingamaðurinn Steinar Agnarsson og eiginkona hans, Kristín Hjálmarsdóttir, ákváðu að söðla um eftir þriggja og hálfs árs búsetu í norska bænum Sandane og flytja með alla fjölskylduna til Jessheim og reyna þar fyrir sér í veitingasölu. Sagt er frá áætlunum Steinars á fréttasíðunni Nýja Ísland, www.nyjaisland.no sem er nýlegur fréttamiðill þar í landi. Ritstjóri vefsins er Sigurður Rúnarsson og á vefnum er að finna fjölbreyttar fréttir og fróðleik af samlöndum okkar þar í landi.Íslensk fjölskyldujól í Noregi. Frá vinstri Kristín Hjálmarsdóttir, sonurinn Agnar Baldur Steinarsson, dóttirin Sólveig Heiða Steinarsdóttir og Steinar AgnarssonSteinar hefur verið viðloðandi eldamennsku og framreiðslu í veislum í yfir 40 ár en allra síðustu árin hefur hann búið og starfað við bátasmíðar í Sandane. Hann hefur fest kaup á rekstri og húsnæði Spisekroken og hefur stórar hugmyndir um framtíð rekstursins og segist nú vera að skipuleggja splunkunýjan matseðil. Ásamt því að bjóða upp á rammíslenska kjötsúpu þá verður einnig hægt að fá hefðbundinn norskan skyndibita.„Er núna að vinna í að fá íslenska hangirúllu og úrbeinað hangikjöt, ætla að reyna að bjóða upp á jólamat fyrir landann með uppstúf og stöppu. Svo verður það gamla góða íslenska kjötsúpan og svo fiskréttir.“ „Annars er þetta erfitt að eiga við, ég er mest með fastakúnna sem vilja bara þetta gamla norska,“ segir Steinar, en hann stefnir á opnun þann 15. nóvember næstkomandi. Eldar mat í gömlum bókabílFyrrverandi bókabíll sem er verðandi matsölustaður á hjólum.Þetta er ekki frumraun Steinars í að selja mat til vegfarenda. Hann rak um árabil veitingabíl á Íslandi undir nafninu Matreiðin. Þann bíl seldi hann til Hamborgarafabrikkunar áður en hann flutti búferlum til Noregs. En Steinar er stórhuga og hefur, auk þess að festa kaup á vegasjoppunni Spisekroken, einnig keypt nýja Matreið hér í Noregi. Sá bíll gegndi áður hlutverki bókabíls og er nú á verkstæði í Ósló þar sem hann verður innréttaður fyrir matsölu. „Bíllinn verður staðsettur í Strømmen á virkum dögum og svo á ferð og flugi á hátíðum um helgar í sumar. Það verður enginn svikinn af matnum okkar,“ segir Steinar sem vonar að íslensk kjötsúpa muni slá í gegn hjá Norðmönnum. Matur Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Veitingamaðurinn Steinar Agnarsson og eiginkona hans, Kristín Hjálmarsdóttir, ákváðu að söðla um eftir þriggja og hálfs árs búsetu í norska bænum Sandane og flytja með alla fjölskylduna til Jessheim og reyna þar fyrir sér í veitingasölu. Sagt er frá áætlunum Steinars á fréttasíðunni Nýja Ísland, www.nyjaisland.no sem er nýlegur fréttamiðill þar í landi. Ritstjóri vefsins er Sigurður Rúnarsson og á vefnum er að finna fjölbreyttar fréttir og fróðleik af samlöndum okkar þar í landi.Íslensk fjölskyldujól í Noregi. Frá vinstri Kristín Hjálmarsdóttir, sonurinn Agnar Baldur Steinarsson, dóttirin Sólveig Heiða Steinarsdóttir og Steinar AgnarssonSteinar hefur verið viðloðandi eldamennsku og framreiðslu í veislum í yfir 40 ár en allra síðustu árin hefur hann búið og starfað við bátasmíðar í Sandane. Hann hefur fest kaup á rekstri og húsnæði Spisekroken og hefur stórar hugmyndir um framtíð rekstursins og segist nú vera að skipuleggja splunkunýjan matseðil. Ásamt því að bjóða upp á rammíslenska kjötsúpu þá verður einnig hægt að fá hefðbundinn norskan skyndibita.„Er núna að vinna í að fá íslenska hangirúllu og úrbeinað hangikjöt, ætla að reyna að bjóða upp á jólamat fyrir landann með uppstúf og stöppu. Svo verður það gamla góða íslenska kjötsúpan og svo fiskréttir.“ „Annars er þetta erfitt að eiga við, ég er mest með fastakúnna sem vilja bara þetta gamla norska,“ segir Steinar, en hann stefnir á opnun þann 15. nóvember næstkomandi. Eldar mat í gömlum bókabílFyrrverandi bókabíll sem er verðandi matsölustaður á hjólum.Þetta er ekki frumraun Steinars í að selja mat til vegfarenda. Hann rak um árabil veitingabíl á Íslandi undir nafninu Matreiðin. Þann bíl seldi hann til Hamborgarafabrikkunar áður en hann flutti búferlum til Noregs. En Steinar er stórhuga og hefur, auk þess að festa kaup á vegasjoppunni Spisekroken, einnig keypt nýja Matreið hér í Noregi. Sá bíll gegndi áður hlutverki bókabíls og er nú á verkstæði í Ósló þar sem hann verður innréttaður fyrir matsölu. „Bíllinn verður staðsettur í Strømmen á virkum dögum og svo á ferð og flugi á hátíðum um helgar í sumar. Það verður enginn svikinn af matnum okkar,“ segir Steinar sem vonar að íslensk kjötsúpa muni slá í gegn hjá Norðmönnum.
Matur Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp