Þau eru systkini: Með hæfileikana í blóðinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 19:30 Þessum systkinum er margt til lista lagt. Svo virðist oft sem hæfileikar séu ættgengir, en það sannast sko sannarlega ef litið er yfir þennan lista yfir fræg, íslensk systkini. Sum þessara systkinapara koma ef til vill á óvart, en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á hinum ýmsu sviðum.Emmsjé Gauti og Karin.Söngelsk systkini Emmsjé Gauti er landsmönnum kunnugur enda einn fremsti rappari landsins. Systir hans, tónlistarkonan Karin Sveinsdóttir, sem gengur einnig undir listamannsnafninu Young Karin, er ekki síður hæfileikarík. Auður og Hrafnhildur.Do Re Mí Fa Sund Hrafnhildur Lúthersdóttir er afrekskona í sundi og hefur sett fjölda meta í greininni, sem og keppt fyrir landslið Íslands í sundi. Hún á ekki langt að sækja metnaðinn og þrautseigjuna því tónlistarmaðurinn Auður, sem heitir réttu nafni Auðunn Lúthersson, er bróðir hennar. Auður kom eins og stormsveipur inní íslenskt tónlistarlíf og hefur náð ótrúlega langt á stuttum tíma.Björt og Fannar.Þriggja stiga systkini Þó þingkonan Björt Ólafsdóttir sé ung að árum, hefur hún náð langt í lífinu og hefur gegnt stöðu umhverfis- og auðlindaráðherra síðan snemma á þessu ári. Björt lætur sko ekki vaða yfir sig og það gerir bróðir hennar, körfuboltakappinn Fannar Ólafsson, ekki heldur. Einstaklega góð systkinablanda á þeim bænum.Jóhannes og Halla.Eftirherman og alþingiskonan Halla Signý Kristjánsdóttir er ein af splunkunýju þingmönnunum á Alþingi en hún stendur vaktina í Norðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Bróðir hennar er enginn annar en Jóhannes Kristjánsson, ein ástsælasta eftirherma þjóðarinnar sem hefur eflaust hermt eftir flestum þingmönnum landsins. Ætli Halla sé næst?Óskar og Steinunn.Stöngin inn Fjölmiðlamaðurinn og knattspyrnusérfræðingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson og sjónvarpsstjarnan og pólitíkusinn Steinunn Ása Þorvaldsdóttir eru systkini. Þeir sem þau þekkja vita að þau bera af sér gríðarlega góðan þokka og eru skelegg með eindæmum.Magnús Geir, Árni Oddur og Jón Gunnar.Þrusu þrenna Hvað eiga Magnús Geir útvarpsstjóri, Árni Oddur forstjóri Marel og leikstjórinn Jón Gunnar sameiginlegt? Jú, þeir eru allir Þórðarsynir og tengdir bræðraböndum. Þeir virðast hafa dottið í genalukkupottinn þegar kemur að hæfileikum og skara fram úr, hver á sínu sviði.Ilmur og Lísa.Á öndverðu meiði Ástsæla leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir er varaborgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Bjarta framtíð. Systir hennar, Lísa Kristjánsdóttir, er hins vegar aðstoðarkona Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs. Eflaust líflegar pólitískar umræður í þeirra fjölskylduboðum.Katla, Sveinn Andri og Herdís.Leiklist og lagamál Leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir kann listina að kitla hláturtaugar landans betur en flestir. Það ætti að gleðja systkini hennar, lögfræðingana Svein Andra Sveinsson og Herdísi Þorgeirsdóttur. Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Sjá meira
Svo virðist oft sem hæfileikar séu ættgengir, en það sannast sko sannarlega ef litið er yfir þennan lista yfir fræg, íslensk systkini. Sum þessara systkinapara koma ef til vill á óvart, en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á hinum ýmsu sviðum.Emmsjé Gauti og Karin.Söngelsk systkini Emmsjé Gauti er landsmönnum kunnugur enda einn fremsti rappari landsins. Systir hans, tónlistarkonan Karin Sveinsdóttir, sem gengur einnig undir listamannsnafninu Young Karin, er ekki síður hæfileikarík. Auður og Hrafnhildur.Do Re Mí Fa Sund Hrafnhildur Lúthersdóttir er afrekskona í sundi og hefur sett fjölda meta í greininni, sem og keppt fyrir landslið Íslands í sundi. Hún á ekki langt að sækja metnaðinn og þrautseigjuna því tónlistarmaðurinn Auður, sem heitir réttu nafni Auðunn Lúthersson, er bróðir hennar. Auður kom eins og stormsveipur inní íslenskt tónlistarlíf og hefur náð ótrúlega langt á stuttum tíma.Björt og Fannar.Þriggja stiga systkini Þó þingkonan Björt Ólafsdóttir sé ung að árum, hefur hún náð langt í lífinu og hefur gegnt stöðu umhverfis- og auðlindaráðherra síðan snemma á þessu ári. Björt lætur sko ekki vaða yfir sig og það gerir bróðir hennar, körfuboltakappinn Fannar Ólafsson, ekki heldur. Einstaklega góð systkinablanda á þeim bænum.Jóhannes og Halla.Eftirherman og alþingiskonan Halla Signý Kristjánsdóttir er ein af splunkunýju þingmönnunum á Alþingi en hún stendur vaktina í Norðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Bróðir hennar er enginn annar en Jóhannes Kristjánsson, ein ástsælasta eftirherma þjóðarinnar sem hefur eflaust hermt eftir flestum þingmönnum landsins. Ætli Halla sé næst?Óskar og Steinunn.Stöngin inn Fjölmiðlamaðurinn og knattspyrnusérfræðingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson og sjónvarpsstjarnan og pólitíkusinn Steinunn Ása Þorvaldsdóttir eru systkini. Þeir sem þau þekkja vita að þau bera af sér gríðarlega góðan þokka og eru skelegg með eindæmum.Magnús Geir, Árni Oddur og Jón Gunnar.Þrusu þrenna Hvað eiga Magnús Geir útvarpsstjóri, Árni Oddur forstjóri Marel og leikstjórinn Jón Gunnar sameiginlegt? Jú, þeir eru allir Þórðarsynir og tengdir bræðraböndum. Þeir virðast hafa dottið í genalukkupottinn þegar kemur að hæfileikum og skara fram úr, hver á sínu sviði.Ilmur og Lísa.Á öndverðu meiði Ástsæla leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir er varaborgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Bjarta framtíð. Systir hennar, Lísa Kristjánsdóttir, er hins vegar aðstoðarkona Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs. Eflaust líflegar pólitískar umræður í þeirra fjölskylduboðum.Katla, Sveinn Andri og Herdís.Leiklist og lagamál Leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir kann listina að kitla hláturtaugar landans betur en flestir. Það ætti að gleðja systkini hennar, lögfræðingana Svein Andra Sveinsson og Herdísi Þorgeirsdóttur.
Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Sjá meira