Demna Gvasalia, listrænn stjórnandi Vetements, er vel þekktur fyrir að vinna með öðrum merkjum og hefur hann gert fatalínur í samstarfi við Levi's, Juicy Couture, Manolo Blahnik og Commes des Garçons, svo fá dæmi séu tekin.
Tommy Hilfiger segir Demna Gvasalia hafa hringt í sig og stungið upp á samstarfi, sem Tommy tók vel í. ,,Ég varð mjög spenntur, Vetements skrifar sínar eigin reglur. Þeir gera það sem þeir vilja þegar þeir vilja," segir Tommy Hilfiger í viðtali við Women's Wear Daily.
Vetements er orðið mjög vinsælt fatamerki í dag og verður spennandi að sjá hvað Demna gerir næst.

