Svifið hátt á vængjum sorgarinnar Sigríður Jónsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 15:30 Barnasýningin Íó býður upp á eitthvað nýtt og lifandi í íslensku barnaleikhúsi, segir í gagnrýni. Mynd/Lilja Birgisdóttir Leikhús Íó Ragnheiður Harpa Leifsdóttir Leikstjórn: Aude Busson Leikkonur: Aldís Davíðsdóttir, Gríma Kristjánsdóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir Leikmynda-, búninga- og brúðuhönnun: Sigríður Sunna Reynisdóttir Tónlist: Ásta Fanney Sigurðardóttir Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson Textílhönnun og búningagerð: Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir Hafrún getur ekki sofnað. Hún er lítill sveimhugi sem er nýbúin að missa ömmu sína og veit ekki hvernig takast skal á við sorgina, þetta tóm sem umlykur hvarf ástvinar. Eitt kvöld birtist hvítur hrafn, sem hún gefur nafnið Íó, inni í herberginu hennar og þau halda af stað í ferðalag um undraheima sálarinnar. Áhorfendur geta slegist í för með þeim í Tjarnarbíói um þessar mundir en þessi blíða brúðuleiksýning var frumsýnd við Tjörnina síðastliðinn sunnudag. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir skrifar handritið og sér um listræna stjórnun en Aude Busson leikstýrir. Söguþráðurinn er fallegur og geymir hugljúf skilboð um sorgarferlið en er á tíðum aðeins of hnykkjóttur. Stórar opinberanir virðast koma eins og þrumur úr heiðskíru lofti frekar en að vefjast saman við framvinduna. Handritið virkar best þegar lítið er sagt og krákukórinn er einkar smellinn sem uppbrot og öðruvísi sögumenn. Aude hefur starfað mikið við leikhús fyrir okkar yngstu leikhúsáhorfendur. Hún byggir þennan heim upp hægt, leyfir atriðum að lifa með afslöppuðum skiptingum og tekst vel upp í heildina. Sýningin er nýstárleg blanda af brúðuleikhúsi, dansi og skuggaleik í leiðsögn Grímu Kristjánsdóttur sem leikur Hafrúnu. Yfirhöfuð leikur hún af natni en á til að láta einfaldleikann yfirtaka túlkun sína á þessari ungu stelpu sem er að reyna að fá botn í spurningu sem á sér ekki skýrt svar. Brúðuhönnunin, og reyndar öll hönnun sýningarinnar, gleður augað og þá sérstaklega Íó sjálfur sem er lipurlega stjórnað af Aldísi Davíðsdóttur sem einnig sér um brúðugerðina. Skuggamyndirnar eru sérlega vel heppnaðar og Íó birtist áhorfendum ljóslifandi. Henni til halds og trausts er Sigríður Sunna Reynisdóttir sem sér nánast um allt annað. Leikmyndin er hugvitsamlega gerð, þó að stundum fari of mikill tími í að koma henni saman, en það eru búningarnir hennar Sigríðar Sunnu sem glansa hér. Glitrandi kjólar, dansandi sandöldur og hafdjúpið bláa eru ævintýraleg, marglaga og koma sífellt á óvart. Textílhönnun og búningagerð Tönju Huldar Leví Guðmundsdóttur lyftir hönnuninni á enn hærra plan. Tónlist Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur leikur einnig stórt hlutverk með ljúfsárum hljóðgervlatónum og einföldum melódíum sem henta sýningunni vel en hefði mátt vera fjölbreyttari. Þess væri óskandi að ljósahönnun Arnars Ingvarssonar hefði verið jafn ævintýragjörn og lifandi á borð við búningahönnunina því á tímum var hún alltof dimm. Barnasýningin Íó býður upp á eitthvað nýtt og lifandi í íslensku barnaleikhúsi með gífurlega fallegri hönnun og dansskotinni framvindu en handritið hefði mátt slípa aðeins betur til. Hér er tekist á við stórar hugmyndir um lífið eftir dauðann og dauðann í lífinu, eitthvað sem öllum börnum er hollt að læra.Niðurstaða: Metnaður listrænna aðstandenda skilar þeim Hafrúnu og Íó næstum því alla leið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. nóvember. Leikhús Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Íó Ragnheiður Harpa Leifsdóttir Leikstjórn: Aude Busson Leikkonur: Aldís Davíðsdóttir, Gríma Kristjánsdóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir Leikmynda-, búninga- og brúðuhönnun: Sigríður Sunna Reynisdóttir Tónlist: Ásta Fanney Sigurðardóttir Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson Textílhönnun og búningagerð: Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir Hafrún getur ekki sofnað. Hún er lítill sveimhugi sem er nýbúin að missa ömmu sína og veit ekki hvernig takast skal á við sorgina, þetta tóm sem umlykur hvarf ástvinar. Eitt kvöld birtist hvítur hrafn, sem hún gefur nafnið Íó, inni í herberginu hennar og þau halda af stað í ferðalag um undraheima sálarinnar. Áhorfendur geta slegist í för með þeim í Tjarnarbíói um þessar mundir en þessi blíða brúðuleiksýning var frumsýnd við Tjörnina síðastliðinn sunnudag. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir skrifar handritið og sér um listræna stjórnun en Aude Busson leikstýrir. Söguþráðurinn er fallegur og geymir hugljúf skilboð um sorgarferlið en er á tíðum aðeins of hnykkjóttur. Stórar opinberanir virðast koma eins og þrumur úr heiðskíru lofti frekar en að vefjast saman við framvinduna. Handritið virkar best þegar lítið er sagt og krákukórinn er einkar smellinn sem uppbrot og öðruvísi sögumenn. Aude hefur starfað mikið við leikhús fyrir okkar yngstu leikhúsáhorfendur. Hún byggir þennan heim upp hægt, leyfir atriðum að lifa með afslöppuðum skiptingum og tekst vel upp í heildina. Sýningin er nýstárleg blanda af brúðuleikhúsi, dansi og skuggaleik í leiðsögn Grímu Kristjánsdóttur sem leikur Hafrúnu. Yfirhöfuð leikur hún af natni en á til að láta einfaldleikann yfirtaka túlkun sína á þessari ungu stelpu sem er að reyna að fá botn í spurningu sem á sér ekki skýrt svar. Brúðuhönnunin, og reyndar öll hönnun sýningarinnar, gleður augað og þá sérstaklega Íó sjálfur sem er lipurlega stjórnað af Aldísi Davíðsdóttur sem einnig sér um brúðugerðina. Skuggamyndirnar eru sérlega vel heppnaðar og Íó birtist áhorfendum ljóslifandi. Henni til halds og trausts er Sigríður Sunna Reynisdóttir sem sér nánast um allt annað. Leikmyndin er hugvitsamlega gerð, þó að stundum fari of mikill tími í að koma henni saman, en það eru búningarnir hennar Sigríðar Sunnu sem glansa hér. Glitrandi kjólar, dansandi sandöldur og hafdjúpið bláa eru ævintýraleg, marglaga og koma sífellt á óvart. Textílhönnun og búningagerð Tönju Huldar Leví Guðmundsdóttur lyftir hönnuninni á enn hærra plan. Tónlist Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur leikur einnig stórt hlutverk með ljúfsárum hljóðgervlatónum og einföldum melódíum sem henta sýningunni vel en hefði mátt vera fjölbreyttari. Þess væri óskandi að ljósahönnun Arnars Ingvarssonar hefði verið jafn ævintýragjörn og lifandi á borð við búningahönnunina því á tímum var hún alltof dimm. Barnasýningin Íó býður upp á eitthvað nýtt og lifandi í íslensku barnaleikhúsi með gífurlega fallegri hönnun og dansskotinni framvindu en handritið hefði mátt slípa aðeins betur til. Hér er tekist á við stórar hugmyndir um lífið eftir dauðann og dauðann í lífinu, eitthvað sem öllum börnum er hollt að læra.Niðurstaða: Metnaður listrænna aðstandenda skilar þeim Hafrúnu og Íó næstum því alla leið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. nóvember.
Leikhús Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira