Missti framan af putta í X-Factor: Voru fráskilin í 16 ár en Inga Sæland fór á skeljarnar í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2017 10:30 Inga og Ólafur ætla gifta sig aftur um jólin. Inga Sæland kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík og er einn af sigurvegurum kosningahelgarinnar, en Flokkur Fólksins kom fjórum mönnum inn á þing. Inga Sæland var til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Inga fæddist á Ólafsfirði þann 3. ágúst árið 1959. Hún er næstyngst fjögurra systkina og dóttir þeirra Ástvalds Einars Steinssonar, sjómanns, og Sigríðar Sæland Jónsdóttur húsmóður. Hún er fráskilin fjögurra barna móðir og amma þriggja barna. Inga var nánast alveg blind fyrstu tvö ár ævi sinnar. „Manni var strítt svolítið mikið út af því að maður var kannski ekki alveg eins og allir hinir,“ segir Inga. En hefur þetta haft mikil áhrif á líf hennar? „Ég var stundum að fara sækja börnin mín út í sandkassann og þá voru þetta kannski bara börnin hennar Erlu í næsta húsi og mínir voru bara búnir að stinga af.“ Inga hefur unun af söng og hefur keppt í hinum ýmsu söngkeppnum. „Ég er algjörlega óskorin karaoke-drottning og það í góðri merkingu. Ég á karaoke-græjur úti í skúr, svona alvöru græjur.“Inga stóð sig vel í X-Factor.Hún hefur unnið sem söngkona á Spáni. „Við ákváðum það að fara út með börnin og vorum þarna í tvö sumur. Við fengum húsnæði og borðuðum á staðnum hjá karlinum. Við vorum því nokkuð sjálfbær á Spáni, en vorum kannski ekki að þéna peninga á söngnum.“ Það var í X-Factor á Stöð 2 sem Inga kom fyrir sjónir almennings og komst alla leið í úrslitin í Smáralind. „Þetta var gaman en ég myndi ekki gera þetta aftur. Þetta var ansi dýrkeypt og ég missti framan af fingri í þáttunum. Við vorum að auglýsa einhvern bíl fyrir Heklu, minnir mig, og það bara skall hurð á minn fingur.“ Inga er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, nam stjórnmálafræði og lauk BA prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands. Inga var gift Ólafi Má Guðmundssyni og eftir að hafa verið í sundur í sextán ár tóku þau saman nýverið aftur og stefna á það að gifta sig á ný um jólin. „Við höfum alltaf verið vinir en ég verð að viðurkenna það að ég bað hans aftur núna í sumar og var að biðja hann um að giftast mér.“Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Inga Sæland kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík og er einn af sigurvegurum kosningahelgarinnar, en Flokkur Fólksins kom fjórum mönnum inn á þing. Inga Sæland var til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Inga fæddist á Ólafsfirði þann 3. ágúst árið 1959. Hún er næstyngst fjögurra systkina og dóttir þeirra Ástvalds Einars Steinssonar, sjómanns, og Sigríðar Sæland Jónsdóttur húsmóður. Hún er fráskilin fjögurra barna móðir og amma þriggja barna. Inga var nánast alveg blind fyrstu tvö ár ævi sinnar. „Manni var strítt svolítið mikið út af því að maður var kannski ekki alveg eins og allir hinir,“ segir Inga. En hefur þetta haft mikil áhrif á líf hennar? „Ég var stundum að fara sækja börnin mín út í sandkassann og þá voru þetta kannski bara börnin hennar Erlu í næsta húsi og mínir voru bara búnir að stinga af.“ Inga hefur unun af söng og hefur keppt í hinum ýmsu söngkeppnum. „Ég er algjörlega óskorin karaoke-drottning og það í góðri merkingu. Ég á karaoke-græjur úti í skúr, svona alvöru græjur.“Inga stóð sig vel í X-Factor.Hún hefur unnið sem söngkona á Spáni. „Við ákváðum það að fara út með börnin og vorum þarna í tvö sumur. Við fengum húsnæði og borðuðum á staðnum hjá karlinum. Við vorum því nokkuð sjálfbær á Spáni, en vorum kannski ekki að þéna peninga á söngnum.“ Það var í X-Factor á Stöð 2 sem Inga kom fyrir sjónir almennings og komst alla leið í úrslitin í Smáralind. „Þetta var gaman en ég myndi ekki gera þetta aftur. Þetta var ansi dýrkeypt og ég missti framan af fingri í þáttunum. Við vorum að auglýsa einhvern bíl fyrir Heklu, minnir mig, og það bara skall hurð á minn fingur.“ Inga er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, nam stjórnmálafræði og lauk BA prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands. Inga var gift Ólafi Má Guðmundssyni og eftir að hafa verið í sundur í sextán ár tóku þau saman nýverið aftur og stefna á það að gifta sig á ný um jólin. „Við höfum alltaf verið vinir en ég verð að viðurkenna það að ég bað hans aftur núna í sumar og var að biðja hann um að giftast mér.“Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“