Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Hörður Ægisson skrifar 15. febrúar 2017 08:08 Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 28% eftir birtingu afkomuviðvörunar félagsins fyrir tveimur vikum. Mynd/Vilhelm Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. Enginn einn fjárfestingasjóðanna kemst hins vegar á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins en markaðsvirði þeirra bréfa sem eru í eigu sjóðanna, miðað við gengi bréfa Icelandair við lokun markaða í gær, er samtals um 1.600 milljónir. Fjárfestingasjóðirnir byrjuðu að fjárfesta í Icelandair 2015 en í lok þess árs áttu þrír sjóðanna – Global Macro Portfolio, Global Macro Absolute Return Advantage og JNL/ Eaton Vance Global Macro – samanlagt 0,7 prósenta hlut í félaginu. Rúmlega ári síðar hafa sjóðirnir, ásamt Global Macro Capital Opportunities Portfolio, næstum þrefaldað eignarhlut sinn í Icelandair en á sama tímabili hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 55 prósent. Eignarhlutur Global Macro Portfolio er í dag 0,99 prósent en sjóðurinn Global Macro Absolute Return Advantage á 0,84 prósent í Icelandair. Sjóðirnir eru því báðir á meðal þrjátíu stærstu hluthafa flugfélagsins en samanlagður eignarhlutur þeirra skilar þeim hins vegar í hóp fimmtán stærstu eigenda Icelandair. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa Icelandair síðastliðinn mánudag, sem Markaðurinn hefur séð, þá eru sjóðir tengdir Eaton Vance um þessar mundir einu erlendu fjárfestingasjóðirnir í hluthafahópi flugfélagsins. Greint var frá því í Markaðnum í síðustu viku að bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital hefði selt öll bréf sín í Icelandair í janúar. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Event Investments Opportunity sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 11 milljónir hluta í félaginu. Miðað við gengi bréfa á Icelandair á þeim tíma má áætla að sjóðurinn hafi selt þann hlut fyrir um 230 milljónir. Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance, eða dótturfélaga þess, hafa verið nokkuð umsvifamiklir í fjárfestingum á íslenskum hlutaog skuldabréfamarkaði á undanförnum misserum. Þannig hafa sjóðirnir keypt í flestum skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands og í lok síðustu viku voru þeir á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í sex félögum – HB Granda, Högum, Reitum, Eimskipum, Símanum og Regin. Þrátt fyrir að kaup sjóðanna í Icelandair Group hafi fram til þessa ekki skilað þeim neinum hagnaði þá vegur á móti að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst um liðlega 17 prósent frá ársbyrjun 2016. Samtímis því að ekkert lát er á fjárfestingum sjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði þá er Eaton Vance á meðal þeirra bandarísku fjárfestingasjóða sem segjast vera að kanna þann möguleika að höfða mál á hendur íslenska ríkinu vegna frumvarps um meðferð aflandskrónueigna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. Enginn einn fjárfestingasjóðanna kemst hins vegar á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins en markaðsvirði þeirra bréfa sem eru í eigu sjóðanna, miðað við gengi bréfa Icelandair við lokun markaða í gær, er samtals um 1.600 milljónir. Fjárfestingasjóðirnir byrjuðu að fjárfesta í Icelandair 2015 en í lok þess árs áttu þrír sjóðanna – Global Macro Portfolio, Global Macro Absolute Return Advantage og JNL/ Eaton Vance Global Macro – samanlagt 0,7 prósenta hlut í félaginu. Rúmlega ári síðar hafa sjóðirnir, ásamt Global Macro Capital Opportunities Portfolio, næstum þrefaldað eignarhlut sinn í Icelandair en á sama tímabili hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 55 prósent. Eignarhlutur Global Macro Portfolio er í dag 0,99 prósent en sjóðurinn Global Macro Absolute Return Advantage á 0,84 prósent í Icelandair. Sjóðirnir eru því báðir á meðal þrjátíu stærstu hluthafa flugfélagsins en samanlagður eignarhlutur þeirra skilar þeim hins vegar í hóp fimmtán stærstu eigenda Icelandair. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa Icelandair síðastliðinn mánudag, sem Markaðurinn hefur séð, þá eru sjóðir tengdir Eaton Vance um þessar mundir einu erlendu fjárfestingasjóðirnir í hluthafahópi flugfélagsins. Greint var frá því í Markaðnum í síðustu viku að bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital hefði selt öll bréf sín í Icelandair í janúar. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Event Investments Opportunity sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 11 milljónir hluta í félaginu. Miðað við gengi bréfa á Icelandair á þeim tíma má áætla að sjóðurinn hafi selt þann hlut fyrir um 230 milljónir. Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance, eða dótturfélaga þess, hafa verið nokkuð umsvifamiklir í fjárfestingum á íslenskum hlutaog skuldabréfamarkaði á undanförnum misserum. Þannig hafa sjóðirnir keypt í flestum skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands og í lok síðustu viku voru þeir á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í sex félögum – HB Granda, Högum, Reitum, Eimskipum, Símanum og Regin. Þrátt fyrir að kaup sjóðanna í Icelandair Group hafi fram til þessa ekki skilað þeim neinum hagnaði þá vegur á móti að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst um liðlega 17 prósent frá ársbyrjun 2016. Samtímis því að ekkert lát er á fjárfestingum sjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði þá er Eaton Vance á meðal þeirra bandarísku fjárfestingasjóða sem segjast vera að kanna þann möguleika að höfða mál á hendur íslenska ríkinu vegna frumvarps um meðferð aflandskrónueigna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira