Alþingi, traust og virðing Þorvaldur Gylfason skrifar 9. mars 2017 07:00 Heimsbyggðin öll er minnt á dvínandi álit Bandaríkjanna með reglulegu millibili, núna stundum dag eftir dag. Einn vitnisburðurinn er þverrandi traust Bandaríkjamanna til ýmissa helztu stofnana sinna, m.a. til þingsins og dómstóla. Aðeins ellefti hver Bandaríkjamaður segist nú (mælingin er frá 2016) treysta þinginu í Washington skv. skýrslum Gallups borið saman við 42% traust 1973.Lakara mannval, veikara lýðræði Skýringarinnar er ekki langt að leita. Meðalþingmaður í Washington þarf yfirleitt að eyða þrem vinnudögum í hverri viku til fjáröflunar í þágu eigin endurkjörs; löggjafarstörfin mæta afgangi. Vandinn ágerðist þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði 2010 að skorður í lögum við fjárframlögum fyrirtækja til stjórnmálamanna og flokka samrýmist ekki óskoruðum mannréttindum. Með þessum úrskurði opnuðust allar flóðgáttir og traust almennings til þingsins hrapaði úr fjórðungi 2009 niður í 9% 2016. Þótt undarlegt megi virðast sýna tölur Gallups ekki skyndilegar dýfur í trausti almennings til Hæstaréttar, hvorki 2010 þegar rétturinn aflétti hömlum af fjárstuðningi fyrirtækja við stjórnmálamenn og flokka né heldur árið 2000 þegar rétturinn ákvað með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum að gera George W. Bush að forseta. Traust Bandaríkjamanna til Hæstaréttar hefur minnkað smám saman úr 46% 1973 í 36% nú. Þverrandi álit þingsins og dómstólanna helzt í hendur við þverrandi traust milli manna. Óheft fjárstreymi inn í stjórnmálin hefur spillt mannvalinu á þingi og veikt lýðræðið. Lawrence Lessig, lagaprófessor í Harvard-háskóla, lýsir vandanum vel. Lýðræði snýst ekki um það eitt að kjósa milli ólíkra frambjóðenda á nokkurra ára fresti. Spurningin er: Hverjir velja frambjóðendurna? Hver er munurinn á því að örfáir auðmenn velja flesta frambjóðendur beggja flokka í Bandaríkjunum og Kommúnistaflokkurinn velur alla frambjóðendur í kosningum í Kína? Á þessu tvennu er stigsmunur, ekki eðlismunur.Í upphafi skyldi endinn skoða Hér heima segist nú fimmti hver maður (22%) treysta nýkjörnu Alþingi skv. könnun Gallups, mun lægra hlutfall en í flestum öðrum Evrópulöndum þar sem algengt er að þriðjungur til helmingur kjósenda segist bera traust til þjóðþingsins. Hvers vegna dregur Ísland frekar dám af Bandaríkjunum en Evrópu að þessu leyti? Skýringin blasir við. Upphafið má rekja til ókeypis afhendingar aflaheimilda til útvegsmanna frá 1984 og áfram. Alþingi bjó til stétt auðmanna sem hafa haft flokkana á fóðrum æ síðan, einkum Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Í skýrslum Ríkisendurskoðunar kemur fram að uppgefnir styrkir útvegsfyrirtækja til flokkanna renna að langmestu leyti (95%) til þessara tveggja flokka sem hlutu samanlagt 40% atkvæða í síðustu kosningum. Sumir rekja rót vandans enn lengra aftur í tímann eða til hermangsins sem spillti öllum flokkum nema Sósíalistaflokknum. Þeim flokki tókst þó ekki að gera sér mikinn mat úr þessari sérstöðu, m.a. vegna gruns um vafasöm fjárhagstengsl við Sovétríkin. Þau ár studdu stjórnvöld í Kreml vinstri flokka á Vesturlöndum til að grafa undan lýðræði, en nú mylja þau leynt og ljóst undir hægri flokka, m.a. bandaríska Repúblikanaflokkinn, helztu fyrirmynd Sjálfstæðisflokksins mörg undangengin ár. Í því ljósi kann að vera rétt að skoða tilraun Seðlabanka Íslands til að selja Ísland í hendur Rússa í hruninu 2008 frekar en að þiggja bjargráð AGS, Norðurlanda og Póllands. Tilraunin fór út um þúfur. Bandaríkjaþing býst nú með semingi til að rannsaka tengsl Trumps forseta og manna hans við Pútín forseta o.fl. í Moskvu. Alþingi hefur ekki hirt um að upplýsa almenning um umsvif rússneskra auðmanna á Íslandi fyrir hrun þrátt fyrir skýra vitnisburði og ekki heldur um fundi íslenzkra seðlabankamanna með fulltrúum stjórnvalda í Moskvu eftir hrun. Hvað veldur?Veðsett upp í rjáfur? Hvað sem hermanginu líður má ljóst vera að sú ákvörðun Alþingis 1983 að búa til nýja stétt auðmanna með því að afhenda þeim ókeypis aðgang að sameign þjóðarinnar í sjónum skipti sköpum. Þessi nýja stétt á sér enga hliðstæðu í okkar heimshluta nema rússneska fávalda og bandaríska fjármálafursta. Hvenær væri það sagt um danska, norska eða sænska stjórnmálamenn að það „jafngilti pólitísku sjálfsmorði að rísa upp gegn handhafa kvóta á landsbyggðinni“? – svo enn sé vitnað til fleygra ummæla Styrmis Gunnarssonar, fv. ritstjóra Morgunblaðsins. Við bættist á veldistíma bankanna árin fram að hruni að þingmenn tóku sumir risavaxin bankalán svo sem Rannsóknarnefnd Alþingis skýrði frá í skýrslu sinni 2010 (2. bindi, bls. 200-201). Sjö af tíu hæstu lánunum voru til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ekki er enn vitað hvort bankarnir afskrifuðu þessar skuldir eða ekki. Bönkunum fannst þetta þægileg tilhögun. Skv. nýrri könnun Gallups segjast 14% svarenda treysta bankakerfinu, enn færri en treysta þinginu.Glugginn er opinn Alþingi bauðst gullið tækifæri 2012 til að losna úr kæfandi faðmi útvegsfyrirtækjanna. Þá gat þingið sagt: „Þjóðin hefur talað. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá sýna að 83% kjósenda vilja ákvæði um auðlindir í þjóðareigu, ákvæði sem tryggir réttum eiganda arðinn af sameigninni í sjónum. Þingið þarf að virða þjóðarviljann.“ Þessu tækifæri kaus þingið að fleygja frá sér og heldur því áfram að uppskera lítilsvirðingu og vantraust fólksins í landinu. Glugginn er ennþá opinn. Það er ekki of seint að breyta rétt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Heimsbyggðin öll er minnt á dvínandi álit Bandaríkjanna með reglulegu millibili, núna stundum dag eftir dag. Einn vitnisburðurinn er þverrandi traust Bandaríkjamanna til ýmissa helztu stofnana sinna, m.a. til þingsins og dómstóla. Aðeins ellefti hver Bandaríkjamaður segist nú (mælingin er frá 2016) treysta þinginu í Washington skv. skýrslum Gallups borið saman við 42% traust 1973.Lakara mannval, veikara lýðræði Skýringarinnar er ekki langt að leita. Meðalþingmaður í Washington þarf yfirleitt að eyða þrem vinnudögum í hverri viku til fjáröflunar í þágu eigin endurkjörs; löggjafarstörfin mæta afgangi. Vandinn ágerðist þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði 2010 að skorður í lögum við fjárframlögum fyrirtækja til stjórnmálamanna og flokka samrýmist ekki óskoruðum mannréttindum. Með þessum úrskurði opnuðust allar flóðgáttir og traust almennings til þingsins hrapaði úr fjórðungi 2009 niður í 9% 2016. Þótt undarlegt megi virðast sýna tölur Gallups ekki skyndilegar dýfur í trausti almennings til Hæstaréttar, hvorki 2010 þegar rétturinn aflétti hömlum af fjárstuðningi fyrirtækja við stjórnmálamenn og flokka né heldur árið 2000 þegar rétturinn ákvað með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum að gera George W. Bush að forseta. Traust Bandaríkjamanna til Hæstaréttar hefur minnkað smám saman úr 46% 1973 í 36% nú. Þverrandi álit þingsins og dómstólanna helzt í hendur við þverrandi traust milli manna. Óheft fjárstreymi inn í stjórnmálin hefur spillt mannvalinu á þingi og veikt lýðræðið. Lawrence Lessig, lagaprófessor í Harvard-háskóla, lýsir vandanum vel. Lýðræði snýst ekki um það eitt að kjósa milli ólíkra frambjóðenda á nokkurra ára fresti. Spurningin er: Hverjir velja frambjóðendurna? Hver er munurinn á því að örfáir auðmenn velja flesta frambjóðendur beggja flokka í Bandaríkjunum og Kommúnistaflokkurinn velur alla frambjóðendur í kosningum í Kína? Á þessu tvennu er stigsmunur, ekki eðlismunur.Í upphafi skyldi endinn skoða Hér heima segist nú fimmti hver maður (22%) treysta nýkjörnu Alþingi skv. könnun Gallups, mun lægra hlutfall en í flestum öðrum Evrópulöndum þar sem algengt er að þriðjungur til helmingur kjósenda segist bera traust til þjóðþingsins. Hvers vegna dregur Ísland frekar dám af Bandaríkjunum en Evrópu að þessu leyti? Skýringin blasir við. Upphafið má rekja til ókeypis afhendingar aflaheimilda til útvegsmanna frá 1984 og áfram. Alþingi bjó til stétt auðmanna sem hafa haft flokkana á fóðrum æ síðan, einkum Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Í skýrslum Ríkisendurskoðunar kemur fram að uppgefnir styrkir útvegsfyrirtækja til flokkanna renna að langmestu leyti (95%) til þessara tveggja flokka sem hlutu samanlagt 40% atkvæða í síðustu kosningum. Sumir rekja rót vandans enn lengra aftur í tímann eða til hermangsins sem spillti öllum flokkum nema Sósíalistaflokknum. Þeim flokki tókst þó ekki að gera sér mikinn mat úr þessari sérstöðu, m.a. vegna gruns um vafasöm fjárhagstengsl við Sovétríkin. Þau ár studdu stjórnvöld í Kreml vinstri flokka á Vesturlöndum til að grafa undan lýðræði, en nú mylja þau leynt og ljóst undir hægri flokka, m.a. bandaríska Repúblikanaflokkinn, helztu fyrirmynd Sjálfstæðisflokksins mörg undangengin ár. Í því ljósi kann að vera rétt að skoða tilraun Seðlabanka Íslands til að selja Ísland í hendur Rússa í hruninu 2008 frekar en að þiggja bjargráð AGS, Norðurlanda og Póllands. Tilraunin fór út um þúfur. Bandaríkjaþing býst nú með semingi til að rannsaka tengsl Trumps forseta og manna hans við Pútín forseta o.fl. í Moskvu. Alþingi hefur ekki hirt um að upplýsa almenning um umsvif rússneskra auðmanna á Íslandi fyrir hrun þrátt fyrir skýra vitnisburði og ekki heldur um fundi íslenzkra seðlabankamanna með fulltrúum stjórnvalda í Moskvu eftir hrun. Hvað veldur?Veðsett upp í rjáfur? Hvað sem hermanginu líður má ljóst vera að sú ákvörðun Alþingis 1983 að búa til nýja stétt auðmanna með því að afhenda þeim ókeypis aðgang að sameign þjóðarinnar í sjónum skipti sköpum. Þessi nýja stétt á sér enga hliðstæðu í okkar heimshluta nema rússneska fávalda og bandaríska fjármálafursta. Hvenær væri það sagt um danska, norska eða sænska stjórnmálamenn að það „jafngilti pólitísku sjálfsmorði að rísa upp gegn handhafa kvóta á landsbyggðinni“? – svo enn sé vitnað til fleygra ummæla Styrmis Gunnarssonar, fv. ritstjóra Morgunblaðsins. Við bættist á veldistíma bankanna árin fram að hruni að þingmenn tóku sumir risavaxin bankalán svo sem Rannsóknarnefnd Alþingis skýrði frá í skýrslu sinni 2010 (2. bindi, bls. 200-201). Sjö af tíu hæstu lánunum voru til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ekki er enn vitað hvort bankarnir afskrifuðu þessar skuldir eða ekki. Bönkunum fannst þetta þægileg tilhögun. Skv. nýrri könnun Gallups segjast 14% svarenda treysta bankakerfinu, enn færri en treysta þinginu.Glugginn er opinn Alþingi bauðst gullið tækifæri 2012 til að losna úr kæfandi faðmi útvegsfyrirtækjanna. Þá gat þingið sagt: „Þjóðin hefur talað. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá sýna að 83% kjósenda vilja ákvæði um auðlindir í þjóðareigu, ákvæði sem tryggir réttum eiganda arðinn af sameigninni í sjónum. Þingið þarf að virða þjóðarviljann.“ Þessu tækifæri kaus þingið að fleygja frá sér og heldur því áfram að uppskera lítilsvirðingu og vantraust fólksins í landinu. Glugginn er ennþá opinn. Það er ekki of seint að breyta rétt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun